Halldór Már er Omaha meistari 2018
Íslandsmótið í PLO (Pot-limit Omaha) fór fram á Casa í gær, laugardaginn 12. maí 2018. Þátttakendur voru 14 talsins og var þátttökugjald kr. 30.000.
Sigurvegari mótsins varð Halldór Már Sverrisson og hlaut að launum kr. 171þús auk verðlaunagrips og nafnbótarinnar Íslandsmeistari í PLO 2018. Í öðru sæti varð Kári Sigurðsson með kr. 101þús og í þriðja sæti varð Ívar Örn Böðvarsson með kr. 67þús.
Við þökkum þeim sem komu að framkvæmd mótsins, Einari Þór Einarssyni mótsstjóra og Kristjáni og Alexander fyrir að sjá um gjafarahlutverkið. Mótið var haldið í samstarfi við Casa sem sá okkur fyrir aðstöðu og Pokerstore.is sem sá um að útvega búnað fyrir mótið og við þökkum þeim fyrir samstarfið!
Og síðast en ekki síst óskum nýkrýndum PLO meistara til hamingju með titilinn!