Fullt nafn?
Wilhelm G. Norfjörð
Aldur?
52
Hvaðan af landinu kemur þú?
Garðabæ
Uppáhalds íslenska íþróttalið?
Stjarnan
Við hvað starfar þú?
Veitingamaður Búllan Hafnafirði.
Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila?
Byjaði seint ca 2005.
Spilar þú reglulega í dag og hvar þá?
Frekar óreglulega Gullöld, Poker Stars.
Hver er þinn besti árangur í póker?
PokerStars:
1.sæti 5$ rebuy á PokerStars
1.sæti 11$ rebuy á PokerStars
3.sæti 162$ mót á PokerStars
2.sæti 8$ móti á PokerStars
Hef nokkrum sinnum náð á lokaborð í 3$ rebuy á PokerStars
Datt út rétt fyrir vinning á WSOP 2006 main event.
Ertu hjátrúarfullur?
Já fullt er að reyna að minnka það.
Helstu áhugamál fyrir utan póker?
Fjallgöngur, líkamsrækt,veiði ofl.
Áttu einhverja skemmtileg sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik?
Man enga í bili, en mörgum fannst fyndið þegar ég fór all in í risapotti, en var með engin spil fyrir framan mig.
Erfiðasti andstæðingur?
Ted Forrester var með honum a borði á WSOP, hann át upp borðið, vill ekki segja hver það er á Íslandi.
Hefuru lesið einhverjar pókerbækur (ef já hverjar)?
Já eftir Harrington nokkrar.
Notaru sólgleraugu þegar þú spilar og hvað finnst þér um notkun þeirra við pókerborðið?
Gott að nota þau, á reyndar fræg sólgleraugu sem eru hálfgert skyggni.
Ef þú gætir lifað af því að spila póker myndiru hætta í vinnunni?
Veit ekki alveg.
Uppáhaldsvefsíða?
52.is
Hver er uppáhalds póker hendin þín?
10 10
Hver er þinn uppáhalds “Poker Pro” og afhverju?
Gus Hansen vegna skemmtanagildis.
Hver er besti pókerspilari landsins að þínu mati?
Fyrir utan mig Halldór Már og Garri.
Ef þú gæti sest niður og spilað póker með hvaða 6 einstaklingum sem er í heiminum, hverjir yrðu fyrir valinu?
Rowan Atkinson, John Cleese, Obama, David Bowie, Madonna og Kate Winslet.
Eitthvað að lokum?
Bara eflum PSÍ og ég myndi vilja annað stórt mót á hverju ári td bikarkeppni með 35k buy-in spilað t.d í maí og í Reykjavík. Hægt væri að fá fræga einstaklinga til að spila og gera svolítið úr þessu.