2012-sævaringi
Fullt nafn?

Sævar Ingi Sævarsson

Aldur?
30

Hvaðan af landinu kemur þú?
Reykjavík

Uppáhalds íslenska íþróttalið?
Fjölnir

Ert þú í vinnu eða námi?
Ég er búinn með atvinnuflugmannsnám og er að leita mér að vinnu sem flugmaður. Hef einnig unnið hjá Iceland Excursions undanfarin ár með skóla og þá aðallega á sumrin.

Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila?
Byrjaði að spila í góðra vina hóp árið 2007 og fékk strax mikinn áhuga.

Spilar þú reglulega í dag og hvar þá?
Já, spila aðallega á netinu og þá á pokerstars. En annars fer ég líka reglulega í mót á Gullöldinni.

Hver er þinn besti árangur í póker?
Komst í pening í EPT Barcelona.

Ertu hjátrúarfullur?
Nei.

Helstu áhugamál fyrir utan póker?
Fótbolti, ferðast og vera í góðra vina hóp.

Erfiðasti andstæðingur?
Eigum við ekki bara að nefna tvo. Haukur “zickread” og Daníel Már.

Hefuru lesið einhverjar pókerbækur?
Ég hef lesið margar greinar og skoðað mikið af myndböndum en hef ekki lesið neina pókerbók.

Notaru sólgleraugu þegar þú spilar og hvað finnst þér um notkun þeirra við pókerborðið?
Hef aldrei notað sólgleraugu við pókerborðið. Hef ekkert á móti því að spilarar noti sólgleraugu ef þeim líður betur við pókerborðið.

Ef þú gætir lifað af því að spila póker myndiru hætta í vinnunni eða skólanum?
Ég held að póker sé eins og margt annað. Maður fær leið á leiknum ef maður spilar of mikið. Væri til í að hafa póker sem atvinnu hluta af ári.

Uppáhaldsvefsíða?
Verður maður ekki að segja www.52.is en annars www.fotbolti.net.

Hver er uppáhalds póker hendin þín?
JQ suited.

Hver er þinn uppáhalds “Poker Pro” og afhverju?
Halldór Már. Þolinmóður, góður spilari og eðal gaur.

Hver er besti pókerspilari landsins að þínu mati?
Garðar Geir Hauksson

Eitthvað að lokum?
Ég vil þakka Pókersambandi Íslands fyrir vel heppnað Íslandsmót.