2011-gummi
Fullt nafn?
Guðmundur Auðun Gunnarsson

Hvað kalla vinir þínir þig?
Gummi

Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila?
Sirka 4 ár, var voða rólegur í þessu fyrst en allir félagarnir voru að hneykslast á því að maður kynni ekki póker og þannig óx áhuginn á þessu. Byrjaði að spila með legendum eins og Chemztry, Bjassa Reyss og Sindra ice.

Spilar þú reglulega í dag?
Já spila nokkuð reglulega þegar maður hefur tíma, en er í skóla og að æfa körfubolta. Og kellingin gerir þetta ekki auðvelt..haha:)

Uppáhalds pókerklúbbur?
Ásinn

Hvort spilar þú mót eða peningaleik (cash game)?
Bæði, er samt klárlega betri mótaspilari enda cash game allt annar handleggur og hellingur af lekum sem maður getur lagað þar.

Spilaru eitthvað annað en Texas Holdem?
PLO baby, sjúkasti leikurinn!

Spilaru skák eða aðrar hugaríþróttir?
Spilaði helling af skák í grunnskóla, yndisleg íþrótt!

Hver er þinn besti árangur í póker?
Íslandsmótið núna og svo 1-2 ágætis MTT score online. Svo hefur maður unnið nokkur “minni” live mót fyrir svona 50-150k.

Spilar þú á netinu, hvar þá helst, hvaða leik og hvað er nickið þitt?
Það hefur gengið mjög vel í 6max sng og grinda ég það aðallega. Spila undir nafninu t4keMyCHIPS á Pokerstars.

Giftur/Sambúð/Samband?
Er á föstu

Áttu börn?
Nei ekki ennþá

Ertu hjátrúarfullur?
Nei í rauninni ekki, segi samt 7,9,13 stundum!

Hvar ertu búsettur og hvaðan ertu?
Bý í Keflavík og er fæddur og uppalinn þar

Helstu áhugamál fyrir utan póker?
Körfubolti og íþróttir almennt, tónlist, jarðfræði, bíómyndir og heimildarmyndir.

Áttu einhverja skemmtileg sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik?
Hef fengið 12 sinnum Royal Flush, eins ótrúlegt og það hljómar. 4 sinnum live og 8 sinnum á netinu. Trúi því varla sjálfur en ég á screenshots af þessu öllu einhversstaðar:)

Er þetta fyrsta Íslandsmótið þitt?
Nei spilaði 2009 líka

Skemmtilegasti spilari sem þú hefur spilað við?
Gummi tippó, mikill meistari sem spilarar á Íslandsmótinu fengu að kynnast!

Erfiðasti andstæðingur og ekki erfiðasti?
Flestir af þessum aggró maniacs nú til dags eru helvíti erfiðir en sá léttasti er Valdís any two(mesta station ever).

Hefur þú spilað á móti erlendis?
Aldrei

Hefuru lesið einhverjar pókerbækur?
Eitthvað sem þú mælir með? Hef lesið slatta í Super System og ég mæli hiklaust með henni. Hef líka skoðað Ace on the river eftir Barry Greenstein og Every hand revealed eftir Gus Hansen.

Notaru sólgleraugu þegar þú spilar og hvað finnst þér um notkun þeirra við pókerborðið?
Hef ekki gert mikið af því en mér finnst það allt í lagi ef menn eru að fela einhver tell hjá sér. En það gæti verið betra fyrir leikinn með því að banna þau svo að menn fengju að nýta “lestrarhæfileikana” sína með því að horfa í augun á andstæðingunum sínum.

Ef þú gætir lifað af því að spila póker myndiru hætta í vinnunni?
Já klárlega, maður vill samt klára að mennta sig fyrst til að geta unnið ef eitthvað klikkar:)

Besta bíómynd?
Úff svo margar, Shawshank Redemption, Green Mile, The Godfather og Fight Club eru ofarlega ásamt örugglega 20 öðrum myndum

Uppáhaldsvefsíða?
facebook og 52.is

Uppáhaldsmatur/Drykkur?
Íslenskt lambalæri, Kók í dós

Uppáhaldsíþróttamaður?
Steve Nash, Michael Jordan

Hvernig síma áttu?
Eitthvað LG drasl

Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Hef nú ekki hitt þá marga því miður, en ég afgreiddi 3 snillinga í vinnunni í sumar. Viggo Mortensen, Sir Ridley Scott og svo Jónsa í Sigur Rós!

Hver er besti pókerspilari landsins?
Tja erfitt að segja til um það, þeir eru svo margir helvíti seigir!

Viltu segja eitthvað að lokum?
Hrós á PSÍ fyrir magnað mót og frábæra umgjörð, hvet fólk bara til að mæta á laugardaginn. Þetta verður veisla! Og vonandi shippar maður þessu móti! Búinn að nota “one time” þannig að “one more time dealer!”