Haukur byrjar lokaborðið með 141.000 spilapeninga

Haukur byrjar lokaborðið með 151.000 spilapeninga

Fullt Nafn?  Haukur Grettisson

Aldur? 44

Hvaðan af landinu kemur þú? Akureyri

Ert þú í vinnu eða námi? Eg starfa sem vinnslustjóri á grænlenska skipinu Tasiilaq

Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila? Hef spilað siðan 2006 og þetta byrjaði með þvi að við vinirnir prufuðum að spila og mjög fljótlega stofnuðum við pókerklúbbinn The Syndicate sem spilar flest öll þriðjudagskvöld 3000kr freezout 🙂

Hefuru spilað mót erlendis (Ef svo er hvaða mót og hvar)? Aldrei spilað erlendis

Hver er þinn besti árangur í póker? Lokaborð á Íslandsmótinu 2015

Hvernig myndir þú lýsa þér sem spilara (spilastílnum)? Þolinmóður

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Íslandsmótinu og hver er þinnbesti árangur? Þetta er 3 árið mitt í röð og bæði hin skiptin datt eg út snemma a degi 2

Eftirminnilegasta höndin í Borgarnesi? Hendin á móti Aniku og Eydísi á degi 2 , anika reisar í 3500 pre og ég calla Eydís setur í 8500 og við köllum bæði, 74J á floppinu 2 tiglar og eftir að Eydís bettaði 8000 á floppið og Anika callaði fer ég fer all inn 68000, Eydís foldar strax en Anika hugsar lengi og callar svo með QQ , ekki glöð þegar hun sá 44 hjá mér. Turn og river hjálpuðu ekkert og það kom svo i ljos eftir hendina að 2 spilarar folduðu AQ

En erfiðasti andstæðingurinn í Borgarnesi? Óskar Kemp, hann var með risastakk og eg short stack og það er oft erfitt.

Hvaða spilara mundiru vilja spila heads up við og afhverju? Heads up við Leó Sig mundi vera skemmtilegt, hann er mjög góður, og við höfum spilað oft hjá pókerklúbb Akureyrar og hann veit mikið um mína spilamennsku og eg smá um hans. Og auðvitað mundi þetta þýða að meistarinn væri frá Pókerklúbb Akureyrar.

Uppáhalds pókerhöndin og afhverju sú hönd? 99 hún hefur reynst mér vel og ég virðist fá hana oftar en önnur pör

Hver er besti pókerspilari landsins að  þínu mati? Leó Sigurðsson, hann er buin að búa á Akureyri undanfarið og mikið spilað við okkur og þar hefur maður seð hvað hann er góður.

Einhver önnur áhugamál en póker? Fjallganga og fjallahjólreiðar.

Áttu einhverja skemmtilega sögu úr pókernum eða minnistættaugnablik? Á minu 1 íslandsmóti 2013 náði ég að vera með fram á dag 2 eftir ótrúlega hendi. Blindar eru 50-100 eg set í 300 utg og næsti reisar í 700 2 calla aður en kemur að mér og eg calla lika. 558 flopp og allir chekka, 3 a turn og eg set ut 1500 fæ eitt kall og svo J a river eg betta 3500 og Stefán Arngrímsson íslandsmeistari 2010 hækkar í 8500, eg er með JJ og mér fanst eitthvað undarlegt við þetta og callaði bara, auðvitað var Stebbi með 55.

Hver mun fara með sigur af hólmi í Íslandsmótinu 2015 í Póker(ef við gefum okkur það að það verði ekki þú sjálfur)? Leó Sigurðsson

Eitthvað að lokum? Takk pókersambandið fyrir frábæra helgi, mjög vel staðið að flestu þarna og stemmingin á staðum mögnuð