IMG_3038[1]

Steini Pé (t.v) eins og hann er kallaður byrjar lokaborðið með 550.000 spilapeninga.

Fullt Nafn? Aðalsteinn Pétur Karlsson ( SteiniPé )

Aldur? 27 ára (1987)

Hvaðan af landinu kemur þú? Húsavík

Ert þú í vinnu eða námi? Vinnu

Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila? Spilað Póker í 5 ár, byrjaði að spila á Full Tilt Poker 2010

Hefuru spilað mót erlendis (Ef svo er hvaða mót og hvar)? Aldrei spilað mót erlendis, en á eftir að gera það einn daginn

Hver er þinn besti árangur í póker? Besti árangur live er lokaborðið í Íslandsmótinu núna, besti árangur online var 2 sætið í Big 5.50 árið 2013

Hvernig myndir þú lýsa þér sem spilara (spilastílnum)? Er recreational spilari og spila stundum meira wide en maður ætti

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Íslandsmótinu og hver er þinn besti árangur? Hef tekið þátt í mótinu 4 ár og þetta ár er besti árangurinn minn, undan því var ég í sæti 40 og eitthvað minnir mig og var það í fyrra í Borgarnesi, datt út á degi 2 þegar 15 mín voru eftir af blind kvöldsins

Eftirminnilegasta höndin í Borgarnesi? Þær voru tvær, ein þeirra var snemma móti Legendinum þar sem hann segjist hafa foldað húsi móti mér sem er þá bara fáránlega gott laydown og svo 9T móti kemparanum seinna í mótinu á degi 3.

En erfiðasti andstæðingurinn í Borgarnesi? Guðbrandssonurinn er með stakkin til að tuska okkur hina svolítið til (ekki of mikið samt er með helmingin af stakk size hans), hann er frekar öflugur annars hef ég ekki spilað nógu oft við neinn af þeim nema þá Einar Már sem situr lokaborð, hann er mjög góður.

Hvaða spilara mundiru vilja spila heads up við og afhverju? Einar Már Þórólfsson og það er bara því það væri bara epic að spila headsup báðir Húsvíkingarnir á lokaborðinu í Íslandsmótinu, ef ekki hann þá Leó Sig.

Uppáhalds pókerhöndin og afhverju sú hönd? J9 suited, veit ekki hversu ofboðslega oft ég hef hitt með þessari hönd síðan eg byrjaði að spila Poker.

Hver er besti pókerspilari landsins að  þínu mati? Ef við erum að skoða Online poker þá myndi ég telja Garra með bestu spilurum landsins online. Er með voðalega litla vitneskju um Live poker spilara á landinu, er svo lítið í Live.

Einhver önnur áhugamál en póker? Já alveg nokkur, það er alltaf gaman að ferðast. Búinn að vera búandi í Thailandi meira og minna seinustu 4 árin.

Áttu einhverja skemmtilega sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik? Nei ekkert sem er þess virði að segja frá. 

Hver mun fara með sigur af hólmi í Íslandsmótinu 2015 í Póker (ef við gefum okkur það að það verði ekki þú sjálfur)? Heyrðu, myndi segja að Luffinn eigi mestan sens á að sippa þessu. 

Eitthvað að lokum? Held þetta sé bara komið gott : )