Leó byrjar lokaborðið með 535.000 spilapeninga.

Leó byrjar lokaborðið með 540.000 spilapeninga.

Fullt Nafn? Leó Sigurðsson

Aldur? Tuttugu og eins árs gamall.

Hvaðan af landinu kemur þú? Fæddur á Akureyri, en uppalinn að mestu á Akranesi og í Reykjavík.

Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila? Ég æfði mikið snóker og á Snóker og Poolstofunni. Þar var tölvuherbergi og voru margir að spila póker þar. Fékk áhugann fyrst þá (15 ára). Var að spila zynga póker og fleiri svona fría leiki á þeim tíma. En fór svo að taka leikinn alvarlega um 2012/2013.

Hefuru spilað mót erlendis (Ef svo er hvaða mót og hvar)?  Nei ekki enn. Held ég skelli mér samt til Edinborgar 19. nóv á UKIPT.

Hver er þinn besti árangur í póker? Myndi segja að minn besti árangur væri að hafa farið úr því að vera tap spilari í að vera gróða spilari með því að leggja vinnu í að stúdera leikinn. En annars er þetta lokaborð minn besti (live) árangur. Ég er að mestu online spilari, var mjög óþolinmóður í live spili og spilaði illa áður fyrr. Þetta mót spilaði ég töluvert betur en önnur íslandsmót sem ég hef spilað og ég er mjög glaður með það.

Hvernig myndir þú lýsa þér sem spilara (spilastílnum)? Spilastílinn er náttúrulega mismunandi eftir aðstæðum. En ætli ég sé ekki yfirleitt  TAG (Tight aggressive).

Hversu oft hefur þú tekið þátt í Íslandsmótinu og hver er þinn besti árangur? Þetta er í þriðja sinn, og þetta er minn besti árangur.

Eftirminnilegasta höndin í Borgarnesi?  Held að ég verði að velja minnst áhugaverðu höndina. En þegar ég tek Valdimar út með KK vs AK rétt fyrir lokaborð. Það var helvíti mikill sviti þar sem hann átti litamöguleika eftir turn spilið.

En erfiðasti andstæðingurinn í Borgarnesi? Ég var á tíma á borði með DJaniel, Örvari, Garðari, Brynjari og Gumma. Þeir eru mjög góðir og gera manni lífið leitt á tímum. Ég spilaði mikið við Guðmund fyrir lokaborðið og hann var ekki að gera þetta einfalt fyrir mann. Sá erfiðasti á lokaborðinu ef við tökum ekki tillit til spilapeningamagns er Gummi,  bigstack Luffi tekur hinsvegar þann titil og ég held að Gummi verði að sætti sig við næst erfiðasta spilarann á lokaborði vegna þess.

 

Hvaða spilara mundiru vilja spila heads up við og afhverju?  Ég myndi vilji spila við Steina Pé eða Hauk Grettis. Góðir vinir mínir að norðann og það væri gaman að Norðlendingur tæki titilinn.

Uppáhalds pókerhöndin og afhverju sú hönd? Ég hef lítið pælt í því, ásapar á hönd er ofarlega. En held ég verði að segja T9s.

Hver er besti pókerspilari landsins að  þínu mati?
Besti mótaspilarinn finnst mér vera Brynjar Bjarkason.
Besti HU spilarinn finnst mér vera Kristján Hux.
Besti online cash spilarinn held ég sé Himmi ‘Chemistry Legend’
Besti Omaha spilarinn hlýtur að vera Binni Vald eða Luffi.

Einhver önnur áhugamál en póker? Ég hef mjög gaman af snóker, þó ég hafi ekki spilað lengi. Það er grouppa á facebook sem heitir ‘Snóker’ og mér finnst mjög gaman að henda inn spurningum þar og sjá hvað menn hafa að segja um þetta og hitt. Annars spila ég soldið af Hearthstone og öðrum tölvuleikjum. Ég hef mikinn áhuga á aktívisma og ég er klárlega PC (politicaly correct) týpan sem margir hafa óbeit á.

Áttu einhverja skemmtilega sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik? Held að það sem sitji fastast í minninguni sé þegar maður var á lokaborði á sunnudegi og það voru margir að reila mann kl 6 um morgun. Ég var allavega nokkra daga að ná mér niður eftir þann sunnudag.

Hver mun fara með sigur af hólmi í Íslandsmótinu 2015 í Póker (ef við gefum okkur það að það verði ekki þú sjálfur)? Líklegastur er Luffi með 30% af chips. Annars held ég að þetta verði tæpt milli mín, Gumma, Luffa og Steina.

Eitthvað að lokum? Þakka fyrir hvatninguna frá vinum og fjölskyldu. Sjáumst á laugardaginn!