Nýir TDA vottaðir mótsstjórar!
Síðastliðin 5 ár hefur PSÍ sett það sem skilyrði að mótsstjórar á mótum á vegum PSÍ hafi náð prófi hjá Tournaments Directors Association og hingað til hefur mátt telja á fingrum annarrar handar þá sem hafa tekið prófið og því hefur mótsstjórn hvílt á fárra herðum um árabil. Nú erum við að gera átak í að fjölga í þeim hópi og síðustu viku höfum við unnið markvisst með þeim hópi sem sinnir mótsstjórn hjá Hugaríþróttafélaginu til að undirbúa þá fyrir prófið. Og nú um helgina náðu fjórir að klára prófið með glæsibrag og hljóta þar með réttindi til að sinna mótsstjórn á vegum PSÍ.
Þeir sem luku prófinu núna um helgina eru þeir Sigurður Dan Heimisson, Nikulás Kai Fletcher, Edward Ingi Torfason Carlsen og Steinar Snær Sævarsson. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og bjóðum þá velkomna í hópinn!
Fyrir voru það eingöngu þeir stjórnarmenn í PSÍ sem voru einir með þessi réttindi, Jón Ingi Þorvaldsson, Már Wardum og Einar Þór Einarsson.
