Íslandsmótið í póker 2025 – Icelandic poker championship 2025

(Information in English below)

Íslandsmótið í póker 2025 verður haldið dagana 5.-9. nóv. og mun það fara fram í sal Hugaríþróttafélagins, Mörkinni 4. (Google Maps link)

Dagur 1 verður leikinn í tvennu lagi líkt og undanfarin ár, dagur 1a fimmtudaginn 6. nóv. og dagur 1b föstudaginn 7. nóv. Leikur hefst kl. 18:00 báða dagana. Dagur 2 hefst síðan kl. 13:00 laugardaginn 8. nóv. og lokaborðið (dagur 3) verður leikið sunnudaginn 9.nóv.

ÍM í PLO fer síðan fram viku síðar, eða laugardaginn 15.nóvember og hefst það kl. 14:00.

Við byrjum líkt og í fyrra á upphitunar hliðarmóti, miðvikudaginn 5.nóvember og einnig verða hliðarmót á laugardag og sunnudag, 20k re-entry á laugardeginum og 30k re-entry á sunnudeginum.

Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer að venju fram á vef PSÍ  (www.pokersamband.is/shop)

Við minnum á að PSÍ tekur ekki við greiðslum í reiðufé en hægt er að greiða með bæði debet- og kreditkortum á vef PSÍ.

Þátttökugjaldið er kr. 80.000, fram til kl. 12:00 fimmtudaginn 6. nóv. og hækkar þá í kr. 88.000.

Vikuleg undanmót hófust á Coolbet sunnudaginn 14. september kl. 20:00 og verða vikulega fram að ÍM.

Undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu hefjast í byrjun október.

Nánari upplýsingar um dagskrá og strúktúr má finna hér.


The Icelandic poker championship will be held 5-9 Nov 2025 at Hugaríþróttafélagið, Mörkin 4, Reykjavik (Google Maps link)

Day 1 will be played on Thursday and Friday at 17:00, Day 2 will commence on Saturday at 13:00 and the final table will be played on Sunday.

The PLO championship will then be played a week later, Saturday 15th November at 14:00.

We will start with a warm-up side-event on Wednesday 5th. Other side-events will be available on Saturday and Sunday, ISK 20k re-entry on Saturday at 15:00 and ISK 30k re-entry on Sunday at 14:00.

Registration and buy-in will only be available through our website with credit/debit card payments  (www.pokersamband.is/shop)

Buy-in for the main event is ISK 80k. Late registration (after 12:00 GMT Thursday 6th Nov): ISK 88k.

Coolbet and Hugaríþróttafélagið will be running weekly satellites according to the schedule below.

Click here for information on tournament schedule and structure.


Dagskrá undanmóta – Satellites schedule:

  • Sun. 14. Sept. at 20:00 – Coolbet
  • Sun. 21. Sept. at 20:00 – Coolbet
  • Sun. 28. Sept. at 20:00 – Coolbet
  • Thu. 2. Oct. at 19:00 – Hugaríþróttafélagið – 4 tickets gtd
  • Sun. 5. Oct. at 20:00 – Coolbet
  • Thu. 9. Oct. at 19:00 – Hugaríþróttafélagið – 4 tickets gtd
  • Sun. 12. Oct. at 20:00 – Coolbet
  • Tue. 14. Oct. at 19:00 – Hugaríþróttafélagið – 4 tickets gtd
  • Sun. 19. Oct. at 20:00 – Coolbet
  • Tue. 21. Oct. at 19:00 – Hugaríþróttafélagið – 4 tickets gtd
  • Sun. 26. Oct. at 20:00 – Coolbet
  • Tue. 28. Oct. at 19:00 – Hugaríþróttafélagið – 4 tickets gtd
  • Sun. 2. Nov. at 20:00 – Coolbet
  • Tue. 4. Nov. at 19:00 – Hugaríþróttafélagið – Mega satellite! – 6 GTD + 2 tickets ADDED!

Örninn vinnur sigur á ÍM í net-PLO

Örn Árnason (Orninn) vann sigur á Íslandsmótinu í net-PLO (Pot-Limit-Omaha) sem fram fór á Coolbet á sunnudagskvöld og lauk kl. 22:29. Örninn er íslenskum pókeráhugamönnum að góðu kunnur og hefur verið fastagestur á flestum mótum á vegum PSÍ á undanförnum árum og hann sópaði t.a.m. til sín flestum vinningum á Coolbet Mystery Bounty upphitunarmótinu fyrir ÍM í fyrra, en þar var meðfylgjandi mynd tekin af kappanum.

Í öðru sæti var Brynjar Bjarkason (makk) sem tvisvar hefur unnið sigur á ÍM í net-póker og einu sinni unnið Coolbet bikarinn. Og í þriðja sæti var Ragnar Þór Bjarnason (RitcXX).

Alls tók 18 þátt í mótinu og eru það helmingi færri en í fyrra (36) en jafn margir og árið þar áður, Endurkaup í mótið voru 17 þannig að heildarfjöldi entry-a var 35, en boðið er upp á tvö re-entry í mótið. Verðlaunafénu var skipt á milli 6 efstu sem hér segir:

  1. Orninn – €1178
  2. makk – €796
  3. RitcXX – €478
  4. galdrakall – €319
  5. NaomiOsaka – €239
  6. Goodevening – €175

Við óskum Erni til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.

Guðjón Ívar (GoodEvening) er Íslandsmeistari í net-póker 2025

Guðjón Ívar Jónsson (GoodEvening) vann sigur á Íslandsmótinu í net-póker sem fram fór á Coolbet nú í kvöld og lauk kl. 00:13.

Guðjón kom inn á lokaborðið með næststærsta stakkinn en lenti í miklum rússibana þegar leið á lokaborðið og var lengi vel með minnsta stakkinn þegar þrír til fjórir voru eftir. Þegar heads-up leikurinn hófst var á brattann á sækja þar sem hann var með helmingi minni stakk og þótt að heads-up baráttan hafi aðeins staðið í tæpar 13 mínútur þá fór forystan fram og til baka nokkrum sinnum, og hafði Guðjón á endanum betur.

Í öðru sæti varð Remigiusz Krzysztof Krupa, sem notast við heitið Remek1802 á Coolbet, og kom hann inn á lokaborðið með rétt um meðalstakk. Þegar þrír voru eftir tók hann út vidare90 og hóf því heads-up leikinn með góða forystu. Í þriðja sætinu varð síðan Viðar Einarsson, sem gengur undir nafninu vidare90 á Coolbet.

Alls tók 41 þátt í mótinu sem er aðeins færra en í fyrra, þátttökugjald var €200 og endaði verðlaunapotturinn í €7462 sem skiptist á milli 7 efstu á eftirfarandi hátt:

  1. Goodevening – €2612
  2. Remek1802 – €1679
  3. vidare90 – €1119
  4. Aimsland – €746
  5. NaomiOsaka – €560
  6. Stjanki – €410
  7. Ingi – €336

Við óskum Guðjóni til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.

Guðjón Ívar á sjónvarpsborði á Coolbet Open 2023