Guðjón Ívar (GoodEvening) er Íslandsmeistari í net-póker 2025
Guðjón Ívar Jónsson (GoodEvening) vann sigur á Íslandsmótinu í net-póker sem fram fór á Coolbet nú í kvöld og lauk kl. 00:13.
Guðjón kom inn á lokaborðið með næststærsta stakkinn en lenti í miklum rússibana þegar leið á lokaborðið og var lengi vel með minnsta stakkinn þegar þrír til fjórir voru eftir. Þegar heads-up leikurinn hófst var á brattann á sækja þar sem hann var með helmingi minni stakk og þótt að heads-up baráttan hafi aðeins staðið í tæpar 13 mínútur þá fór forystan fram og til baka nokkrum sinnum, og hafði Guðjón á endanum betur.
Í öðru sæti varð Remigiusz Krzysztof Krupa, sem notast við heitið Remek1802 á Coolbet, og kom hann inn á lokaborðið með rétt um meðalstakk. Þegar þrír voru eftir tók hann út vidare90 og hóf því heads-up leikinn með góða forystu. Í þriðja sætinu varð síðan Viðar Einarsson, sem gengur undir nafninu vidare90 á Coolbet.
Alls tók 41 þátt í mótinu sem er aðeins færra en í fyrra, þátttökugjald var €200 og endaði verðlaunapotturinn í €7462 sem skiptist á milli 7 efstu á eftirfarandi hátt:
- Goodevening – €2612
- Remek1802 – €1679
- vidare90 – €1119
- Aimsland – €746
- NaomiOsaka – €560
- Stjanki – €410
- Ingi – €336
Við óskum Guðjóni til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.

Guðjón Ívar á sjónvarpsborði á Coolbet Open 2023

