Axel Hreinn vinnur Coolbet bikarinn
Coolbet bikarnum 2025 lauk sunnudaginn 16.mars með lokaborði 9 efstu í stigakeppninni. Það var Axel Hreinn Steinþórsson, a.k.a. AxelHreinn sem bar sigur úr býtum en hann byrjaði lokaborðið með rétt u.þ.b. meðalstakk. Axel Hreinn hefur lítið látið sjá sig á live mótum en hann birtist þeim mun oftar á mótum á netinu.
Þetta er í sjötta sinn sem þessi mótaröð fer fram og í fjórða sinn með þessu sniði þar sem leikið er sérstakt lokaborð um verðlaunasætin. Axel fær að launum €1600 pakka á Coolbet Open sem ráðgert er í ágúst í Tallinn í Eistlandi. Alls tóku 73 einhvern þátt í mótaröðinni að þessu sinni og er það svipuð þátttaka og í fyrra.
Í öðru sæti varð Halldór Már Sverrisson, öðru nafni CASINOICE1, en hann kom inn á lokaborðið með langstærsta stakkinn eftir glæsilegan sigur í stigakeppninni og fær einnig að launum €1600 pakka á Coolbet Open. Í þriðja og fjórða sæti urðu Wilhelm Norðfjörð (AstonWilli19) og Kristján Loftur Helgason (Blakaldur) og fá þeir að launum €550 pakka á Coolbet Open, sem er verðgildi miða í main event á Coolbet Open.
Heildarúrstlit á lokaborðinu urðu þessi:
Sælti | Nafn | Coolbet ID | Stig | Stakkur | Verðlaun | Verðlaun |
1 | Axel Hreinn | Axelhreinn | 39 | 7800 | €150 Coolbet Passport ticket | €1600 pakki á Coolbet Open |
2 | Halldór Már Sverrisson | CASINOICE1 | 52 | 10400 | €1600 pakki á Coolbet Open | €1600 pakki á Coolbet Open |
3 | Wilhelm Norðfjörð | Astonwilli19 | 41 | 8200 | €1600 pakki á Coolbet Open | €550 pakki á Coolbet Open |
4 | Kristján Loftur Helgason | Blakaldur | 39 | 7800 | €550 pakki á Coolbet Open | €550 pakki á Coolbet Open |
5 | Atli Þrastarson | WhiskyMaster | 33 | 6600 | €150 Coolbet Passport ticket | €150 Coolbet Passport ticket |
6 | Ragnar Þór Bjarnason | RitcXX | 35 | 7000 | €150 Coolbet Passport ticket | €150 Coolbet Passport ticket |
7 | Brynjar Bjarkason | makk | 41 | 8200 | €550 pakki á Coolbet Open | €150 Coolbet Passport ticket |
8 | Dmytro Kalitovskyi | dsaliente | 34 | 6800 | €150 Coolbet Passport ticket | €150 Coolbet Passport ticket |
9 | Júlíus Símon Pálsson | matrixfrank345 | 38 | 7600 | €150 Coolbet Passport ticket | €150 Coolbet Passport ticket |
Við óskum Axel Hreini til hamingju með þennan glæsilega árangur og öðrum verðlaunahöfum sömuleiðis. Við þökkum félagsmönnum fyrir góða þátttöku og Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótaraðarinnar.
Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér dagskrána á Coolbet Open 2025 þegar hún verður kynnt og slást í för með þeim hópi Íslendinga sem ætlar að leggja land undir fót og skella sér út.
Lokastöðuna í stigakeppni Coolbet bikarsins má finna hér.
