Agnar (Aimsland) vinnur sigur á ÍM í net-PLO
Agnar Jökull Imsland Arason (Aimsland) vann sigur á Íslandsmótinu í net-PLO (Pot-Limit-Omaha) sem fram fór á Coolbet nú í kvöld og lauk kl. 23:30. Agnar hefur náð frábærum árangri á mótum síðustu ára, bæði í net-heimum og raun-heimum. Hann varð Íslandsmeistari í póker árið 2023, í öðru sæti á ÍM 2021 og á lokaborði í báðum net-póker meistaramótunum 2023 auk þess að ná langt í fjölda annarra móta.
Agnar kom inn á lokaborðið með meðalstakk og var Rúnar Rúnarsson þá með yfirburðastöðu. Það var ekki fyrr en þrír voru eftir sem Agnar komst í forystu og náði að halda henni til leiksloka. Í öðru sæti varð Friðrik Falkner (MrBaggins) og Rúnar Rúnarsson (rudnar) í því þriðja. Í fjórða sætinu varð síðan Þórarinn Ólafsson Kristjánsson (GolliPolli) og hefur með því afrekað það að komast á öll lokaborð á öllum fjórum Íslandsmeistaramótum þessa árs.
Alls tók 36 þátt í mótinu og eru það tvöfalt fleiri þátttakendur en í fyrra (18) og mesti fjöldi sem vitað er um í þessu móti, Einnig varð nokkur fjölgun þátttakenda á ÍM í PLO sem fram fór í september og má etv. draga þá ályktun að áhugi á PLO sé að aukast. þátttökugjald í mótinu í kvöld var €100 og tryggði Coolbet verðlaunafé upp á €7500 í sárabætur fyrir ófarirnar sl. sunnudag og var því overlay upp á €1100. Verðlaunafénu var skipt á milli 9 efstu sem hér segir:
- Aimsland – €2250
- MrBaggins – €1500
- rudnar – €1125
- Gollipolli – €750
- CASINOICE1 – €563
- OtherFkr – €413
- JesperSand – €338
- Deingsi – €300
- OkeyDude77 – €263
Við óskum Agnari til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.