MrDude vinnur ÍM í net-PLO 2022
Það var Einar Þór Einarsson (MrDude), ritari stjórnar PSÍ, sem stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í net-PLO sem fram fór í kvöld á Coolbet. Í öðru sæti var Gunnar Árnason (OtherFkr) og Kristján Bragi Valsson (kiddi333) í því þriðja. Alls tóku 24 þátt í mótinu og voru 20 re-entry í mótið en leyfð voru tvö slík á mann. Þátttökugjald var €75 og endaði verðlaunapotturinn í €3080 sem skiptist á milli 7 efstu á eftirfarandi hátt:
- Mr.Dude- €1078
- OtherFkr – €693
- kiddi333 – €462
- GolliPolli – €308
- Deingsi – €231
- Silfurrefur – €169
- Thorvaldz – €139
Þetta er fyrsta meistaramótið sem Einar vinnur á vegum PSÍ en hann hefur oft náð góðum árangri á mótum hér á landi, komst m.a. á lokaborð Íslandsmótsins 2021 og var valinn í fyrsta landslið sem sett var saman í fyrra í keppnis-póker (match poker) og keppti með liðinu í Makedóníu sl. vor.
Við óskum Einari til hamingju með glæsilegan árangur og þökkum félagsmönnum fyrir þátttökuna og þökkum Coolbet fyrir frábært samstarf við framkvæmd mótsins.