Landsliðið okkar á HM í Makedóníu

Úrslitakeppni International Federation of Match Poker (IMFP) fer fram í næstu viku í Makedóníu. Landslið okkar vann öruggan sigur í sínum riðli í undankeppni sem fram fór í júní 2021 og tryggði sér þannig sæti í úrslitakeppninni ásamt 14 öðrum þjóðum.

Vorið 2021 var valinn 10 manna landsliðshópur og fara 7 þeirra utan ásamt formanni PSÍ, Má Wardum, sem fer með sem fararstjóri og team manager. Þau sem keppa fyrir Íslands hönd í Makedóníu eru:

  • Egill Þorsteinsson
  • Einar Þór Einarsson
  • Garðar Geir Hauksson
  • Gunnar Árnason
  • Halldór Már Sverrisson
  • Kristjana Guðjónsdóttir
  • Már Wardum
  • Sævar Ingi Sævarsson

Auk þeirra eru í landsliðshópnum Daníel Pétur Axelsson, Inga Guðbjartsdóttir og Magnús Valur Böðvarsson en þau gátu ekki tekið þátt í þessu verkefni.

Við óskum okkar fólki góðs gengis á mótinu og fylgjumst spennt með á Twitch rás IFMP en þar verður hægt að fylgjast með gangi mála.

Áfram Ísland!!!

—— Uppfært 26.maí ——-

Landslið okkar í keppnispóker (match poker) lauk keppni í 10. sæti í gær, á degi 2, og komst því ekki í hóp þeirra 6 sem leika til úrslita í á lokadegi mótsins í dag.


14 lið tóku þátt í úrslitakeppni IFMP (Nations Cup 2021) að þessu sinni og fóru öll liðin áfram yfir á dag tvö en á þeim degi féllu 4 lið úr keppni á fyrri hluta dagsins og síðan önnur 4 lið á síðari hluta dagsins.


Liðið okkar átti því miður brösótta byrjun á degi 1 og byrjaði dag 2 í 12.sæti. Okkar fólk átti síðan góða byrjun á degi 2 og tókst að hífa liðið upp í 9. sæti og komast þannig í gegnum fyrri niðurskurðinn en góður árangur á degi 2 dugði ekki til og íslenska liðið endaði daginn 10.sæti.


Við erum að sjálfsögðu stolt af okkar fólki og vonum að reynslan af þessu móti verði gott veganesti inn í næsta mót!

Staðan eftir dag 2 þegar kom að niðurskurði í 6 liða úrslit.

Matte vinnur Stórbokkann…líka!

Já, Matte Bjarni Karjalainen gerði sér lítið fyrir og vann Stórbokkann líka, eftir að hafa tekið niður Smábokkann fyrir aðeins 4 vikum síðan. Þetta er í fyrsta sinn sem sami einstaklingur vinnur báða titlana sama árið, en áður hafði Sveinn Rúnar unnið báða titlana á sitt hvoru árinu og verður hvort tveggja að teljast magnaður árangur hjá þeim báðum. Það er líklega óhætt að segja að þetta sé lukkubolur, en Matte skartaði sama broskallinum fyrir fjórum vikum þegar hann sat fyrir á mynd sem sigurvegari Smábokkans 😉

Alls tóku 29 þátt í mótinu og voru auk þess 14 re-entry þannig að samtals voru 43 entry í mótið sem er besta þátttaka á Stórbokka síðan 2016! Verðlaunafé var samtals 5.235.000 og var kostnaðarhlutfall 13,2%. Verðlaunaféð skiptist á milli 6 efstu leikmanna sem hér segir:

  1. Matte Bjarni Karjalainen, 1.500.000
  2. Gunnar Árnason, 1.150.000
  3. Wilhelm Nordfjord, 865.000
  4. Jónas Tryggvi Stefánsson, 655.000
  5. Tomasz Janusz Mroz, 565.000
  6. Ingólfur Lekve, 500.000

Það var ekki annað að heyra á þátttakendum að rífandi ánægja hefði verið með mótið og það var ekki síst að þakka frábærri aðstöðu í nýjum salarkynnum Hugaríþróttafélagsins í Mörkinni 4.

Einar Þór, ritari PSÍ, stóð vaktina sem mótsstjóri með glæsibrag og Silla, Alexander og Þórunn sáu um gjafarastörfin af einstakri fagmennsku. Það var síðan Jón Ingi, gjaldkeri PSÍ, sem bar hitann og þungann af undirbúningi og skipulagi mótsins.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir að gera þetta að jafn vel heppnuðum viðburði og raun bar vitni og Veislan.is fær bestu þakkir fyrir glæsilegan 3ja rétta kvöldverð sem þau báru okkur. Hugaríþróttafélagið á miklar þakkir skildar fyrir að leyfa okkur að vígja nýja húsnæðið með Stórbokkanum og við þökkum mótsstjóra og gjöfurum fyrir vel unnin störf!!

Við óskum Matte til hamingju með glæsilegan árangur og Hugaríþróttafélaginu með nýja húsnæðið.

Sjáumst í haust á Íslandsmótunum í PLO og NLH.