Ársþing PSÍ 2022

Ársþing Pókersambands Íslands 2022 verður haldið sunnudaginn 16. janúar kl. 16:00.

Dagskrá verður skv. 6. grein laga sambandsins sem finna má hér á vef PSÍ.

Við hvetjum alla sem vilja fylgjast með starfsemi og stöðu PSÍ og leggja eitthvað til málanna um starfsemi næstu missera, til að mæta, hvort sem þið hafið í huga að bjóða ykkur fram til starfa á vegum sambandsins eða ekki.

Uppfærsla 15. janúar:

Í ljósi aðstæðna verður ársþingið í formi net-fundar að þessu sinni og geta allir félagsmenn sótt þingið með því að smella hér.

https://us02web.zoom.us/j/84971012802?pwd=UTJWQjZFYXpxRDBLYmd5MiszdXJvQT09

Meeting ID: 849 7101 2802

Passcode: 174438

Úrslit á ÍM í net-PLO 2021

Síðasta mót ársins, Íslandsmótið í net-PLO 2021 fór fram sunnudaginn 5. desember og hófst það kl. 18:00. Alls tóku 24 þátt í mótinu og voru að auki 12 re-entry inn í mótið en leyfð voru 2 re-entry á hvern keppanda. Heildarverðlaunafé var €2520 og skiptist á milli 6 efstu keppenda.

Það var Halldór Már Sverrisson (CASINOICE1) sem varð hlutskarpastur eftir lokaeinvígi við Ingu Jónsdóttur (pingz), og í þriðja sæti var Brynjar Bjarkason (makk).

Röð 6 efstu og verðlaunafé var sem hér segir:

  1. Halldór Már Sverrisson (CASINOICE1) – €932
  2. Inga Kristín Jónsdóttir (pingz) – €630
  3. Brynjar Bjarkason (makk) – €378
  4. Kristján Bragi Valsson (kiddi333) – €252
  5. Már Wardum (DFRNT) – €189
  6. Kristinn Pétursson (Hunterinn) – €139

Við óskum Halldóri til hamingju með enn eina rósina í póker-hnappagatið og þökkum Coolbet kærlega fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða.

No description available.