PLO Íslandsmótið 2021
Pókersamband Íslands blæs til Íslandsmóts í PLO laugardaginn 4. september 2021.
Mótið fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins og hefst kl. 14:00.
Þátttökugjald er kr. 40.000. Gjaldið hækkar í 45.000 2 klst. áður en mótið hefst (á hádegi 4. sept).
Skráning og greiðsla þátttökugjalda fer fram hér á vef PSÍ
Strúktúr og nánari upplýsingar um mótið má finna hér.
Nýtt verður heimild í reglugerð PSÍ um mótahald til þess að tryggja að kostnaðarhlutfall fari ekki yfir 15%. Því er tryggt að amk. 85% af þátttökugjöldum fari í verðlaunafé.
Haldin verða fjögur undanmót hjá Hugaríþróttafélaginu og Póker Express í þessari viku og næstu:
- Fimmtudag 26.ágúst kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
- Þriðjudag 31. ágúst kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
- Fimmtudag 2. sept. kl. 19:00 – Hugaríþróttafélagið
- Föstudagur 3. sept. kl. 19:30 – Poker Express
PSÍ tryggir 2 miða á öllum undanmótunum!!