Hótel tilboð vegna ÍM 2019

Hótel tilboð vegna ÍM 2019 (English below)

Hótel Vellir býður félagsmönnum PSÍ eftirfarandi sérkjör á hótelherbergjum helgina 1.-3. nóvember:

Eins manns herbergi: 12.000 kr./nótt
Tveggja manna herb.: 14.500 kr./nótt

Til að bóka sendið tölvupóst á info@hotelvellir.com með eftirfarandi upplýsingum:
– Nafn
– Dagsetningar
– Hvort þið viljið eins eða tveggja manna herbergi.
– Takið fram að þið séuð að taka þátt í ÍM í póker!

Hótelið sendir ykkur síðan upplýsingar um hvernig gengið er frá greiðslu.

————————————–

Hotel offer for the 2019 Icelandic Poker Championship:

Hótel Vellir (the tournament venue) offers our members the following deal on hotel rooms:

Single room: 12.000 ISK/night
Double/Twin room: 14.500 ISK/night.

To make a reservation send an email to info@hotelvellir.com with the following information:
– Name
– Dates
– Type of room (single/double/twin)
– Mention that you are participating in the the Icelandic Poker Championship!

The hotel will then send you further information on how to complete the booking with a payment.

Íslandsmótið í Póker 2019!

Íslandsmótið í póker verður haldið helgina 1.-3. nóvember í ár.  Mótið verður með svipuðu sniði og í fyrra og verður haldið á sama stað, enda virtist almenn ánægja með fyrirkomulagið.

Mótið verður haldið á Hótel Völlum í Hafnarfirði og hefst það kl. 17:00 á föstudeginum 1. nóvember.  Dagur 2 hefst kl. 12:00 á laugardag 2.nóv og síðan verður lokaborðið leikið kl. 13:00 á sunnudeginum.

Mótið er opið öllum 18 ára og eldri og hlýtur sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari í póker, óháð þjóðerni.

Þátttökugjald er kr. 60.000 og er einungis tekið við skráningum á hér vef PSÍ.

Sjá nánari upplýsingar um strúktúr og dagskrá hér.

Skráið ykkur einnig endilega inn á þetta event hér á facebook.


The 2019 Icelandic poker championship will be held 1-3 November.

The tournament will be held at Hotel Vellir in Hafnarfjördur (near Reykjavik) and will start at 17:00 on Friday the 1st.  Day 2 will start at 12:00 on Saturday the 2nd and will be played down to 9 players. The final table will be played on Sunday the 3rd.

The tournament is open to all nationalities and the winner will receive the title Icelandic Champion regardless of nationality.

Entry fee is ISK 60.000 and registration is only available through this page.

Click here for more information on structure and schedule.

Please also register on this event on facebook.

 

Gunnar Árnason er PLO meistarinn 2019

Íslandsmótinu í Pot-Limit-Omaha lauk um miðnættið í gærkvöldi. Það var Gunnar Árnason sem bar sigur úr býtum eftir mikla baráttu við Guðjón Heiðar Valgarðsson sem endaði í öðru sæti.  Þegar þeir voru tveir eftir hafði Guðjón yfirgnæfandi forystu með 20x stærri stakk, 800k á móti 40k, en Gunnar náði að saxa á forskotið og hafði að lokum betur.  Hér að neðan má sjá röð efstu manna og verðlaunafé:

  1. Gunnar Àrnason, kr. 228.000
  2. Guðjón Heiðar Valgarðsson, kr. 185.000
  3. Hafþór Sigmundsson, kr. 96.000
  4. Kjartan Fridriksson, kr. 58.000
  5. Már Wardum
  6. Einar Eiríksson
  7. Halldór Sverrisson
  8. Óskar Kemp

Við óskum Gunnari til hamingju með sigurinn og titilinn Íslandsmeistari í PLO 2019!

Upphaflegt verðlaunafé var 260.000 fyrir 1.sæti og 153.000 fyrir annað sæti en Gunnar og Guðjón gerðu með sér samning þegar þeir voru tveir eftir um ofangreinda skiptingu.

Heildarfjöldi þátttakenda var 16 og keyptu 5 þeirra sig tvisvar inn þannig að alls voru 21 entry í mótið, en boðið var upp á eitt re-entry fyrstu 6 levelin.

Heildar verðlaunafé var 567.000 en gerð var undanþága skv. nýju ákvæði í reglugerð um mótahald á vegum PSÍ þannig að hlutfall sem fór í verðlaunafé var fest í 27.000 af hverju 30.000 þátttökugjaldi.

Mótsstjóri var Einar Þór Einarsson og gjafarar voru Rannveig Eriksen og Alexander Sveinbjörnsson.  Við þökkum þeim fyrir vel unnin störf á mótinu og einnig Hugaríþróttafélaginu fyrir samstarfið en félagið lagði til húsnæði fyrir mótið.