Íslandsmótið í PLO verður 7.september!
Íslandsmótið í PLO verður fyrsta mótið á haustdagskránni hjá PSÍ. Mótið fer fram laugardaginn 7.september og er það viku fyrr en áður hafði verið gefið út í mótadagskrá ársins. Mótið hefst kl. 14:00 og fer fram í sal Hugaríþróttafélagsins í Síðumúla.
Þátttökugjald er kr. 30.000 (27k+3k) og verður að þessu sinni boðið upp á eitt re-entry. Skráningarfrestur og frestur til að kaupa sig inn aftur rennur út eftir level 6. Strúktúr mótsins má sjá hér að neðan.
Gerð hefur verið breyting á grein 7 í reglugerð um mótahald á vegum PSÍ þannig að heimilt sé að festa það hlutfall þátttökugjalds sem fer í að mæta kostnaði á smærri mótum. Stjórn PSÍ hefur því ákveðið að festa það hlutfall á þessu móti þannig að af 30.000 kr. þátttökugjaldi og re-entry gjaldi fara 27.000 í verðlaunafé.