Mótadagskrá 2019

Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar var að rigga upp dagkrá móta ársins.  Athugið að dagsetningar og þátttökugjöld geta breyst en við reynum að halda dagsetningum föstum eftir bestu getu.

 

Smábokki

Fim . 4.-6. apríl

Þátttökugjald:  20.000 kr.

 

Stórbokki

Lau. 18. maí  (ath. breytta dagsetningu)

Þátttökugjald:  120.000 kr.

 

Íslandsmót í PLO

Lau. 7.sept.   (ath. breytta dagsetningu)

Þátttökugjald:  30.000 kr.

 

Íslandsmótið í póker  (NLH)

Fös. 1. – Sun. 3. nóv.

Þátttökugjald:  60.000 kr.

 

Íslandsmótið í net-PLO

Sun. 8. des.

Þátttökugjald:  €50+5 (óstaðfest)

 

Íslandsmótið í net-póker

Sun. 15. des.

Þátttökugjald:  €80+8 (óstaðfest)

 

Ný stjórn PSÍ

Ársþing PSÍ var haldið í dag, sunnudaginn 3.febrúar 2019, og fór það fram í Kornhlöðunni á veitingastaðnum Lækjarbrekku.

Ný stjórn sambandsins var kjörin á þinginu og skiptir hún þannig með sér verkum:

Már Wardum, formaður
Jón Ingi Þorvaldsson, gjaldkeri
Einar Þór Einarsson, ritari
Ingi Þór Einarsson, varamaður
Ívar Örn Böðvarsson, varamaður

Í mótanefnd voru kjörnir:

Ingi Þór Einarsson
Ívar Örn Böðvarsson
Viktor Lekve

Í laga- og leikreglnanefnd voru kjörnir:

Ottó Marwin Gunnarsson
Jón Ingi Þorvaldsson
Einar Þór Einarsson
Ívar Örn Böðvarsson

Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum, m.a. þess efnis að stjórnarmönnum var fækkað í 3 og 2 til vara, í stað 5 og enginn varamaður eins og það var áður.

Fundurinn var sendur beint út á facebook síðu PSÍ og má nálgast upptöku af fundinum hér.

Hér má nálgast ársskýrslu PSÍ fyrir 2018 ásamt ársreikningi, og hér eru þær lagabreytingatillögur sem samþykktar voru á þinginu.