TheMakkster er Íslandsmeistari í net-póker 2018
Íslandsmótið í net-póker fór fram sunnudaginn 16. desember 2018. Alls tóku 50 keppendur þátt í mótinu sem fram fór á PartyPoker. Þátttökugjald var €88 (€80+8) og var því heildarverðlaunafé €4000 eða ca. 555þús ISK á gengi dagsins og unnu 7 efstu til verðlauna. Mótið hófst kl. 19:00 að íslenskum tíma og stóð yfir í rétt rúmar 5 klst.
Sigurvegari mótsins var themakkster með €1400 í verðlaunafé, í 2. sæti var Novite311 með €940 og í 3. sæti TenJacker með €600.
Leitað var eftir því hjá þremur efstu að fá rétt nöfn þeirra uppgefinn en enginn vildi láta nafns síns getið þannig að við getum því ekki upplýst um það eða veitt nein fýsísk verðlaun að þessu sinni.
Við óskum themakkster til hamingju með sigurinn og sömuleiðis öllum sem unnu til verðlauna á mótinu og þökkum öllum þátttakendum fyrir gott mót!
(Meðfylgjandi eru skjáskot af fyrstu hendi á lokaborði og síðan af stöðunni í lok móts.)