Ívar Örn er Íslandsmeistari 2018!
Íslandsmótinu í póker 2018 var að ljúka um kl. 19:00 í kvöld. Það var Ívar Örn Böðvarsson sem bar sigur úr býtum og hlýtur að launum 1.150.000 í verðlaunafé. Í öðru sæti varð Sævar Ingi Sævarsson með 790.000 í verðlaunafé og í því þriðja varð Aðalsteinn Jóhann Friðriksson með 520.000.
Heildarlista yfir þátttakendur og verðlaunahafa má finna hér og hér má sjá nokkur myndskeið frá lokaborðinu á facebook síðu PSÍ.
Við óskum Ívari til hamingju með titilinn og öllum sem unnu til verðlauna til hamingju með góðan árangur.
Einnig var haldið 15k second chance mót og þar voru það þeir Örn Árnason, Jónas Nordquist og Kristján Valsson sem skiptu með sér verðlaunafé fyrir 3 efstu sætin.
Mótsstjórar voru Jón Ingi Þorvaldsson og Viktor Lekve. Í störfum gjafara voru Sigurlín Gústafsdóttr (Silla), Ágústa Kristín Jónsdóttir, Haukur Einarsson, Mæja Unnardóttir, Sigurður Þór Ágústsson, Smári Helgason, Tomasz Kwiatkowski og Sunna Kristinsdóttir. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf um helgina og þökkum einnig öllum sem tóku þátt í mótinu og aukaviðburðum um helgina fyrir þátttökuna og drengilega keppni en mótið fór einstaklega vel fram í alla staði. Þökkum einnig Pokerstore.is og Magma fyrir gott samstarf um framkvæmd mótsins.
Næsta mót á dagskrá er online Íslandsmót sem haldið verður í desember og verður það kynnt nánar á næstu vikum.