Reglugerðir sambandsins
Pókersamband Íslands
Pókersamband Íslands
1. grein.
PSÍ skal leitast við að halda eftirfarandi mót ár hvert:
Á öllum mótunum er spilað No-limit Texas Holdem að PLO mótinu undanskildu. Stjórn PSÍ getur ákveðið að fjölga eða fækka mótum eftir aðstæðum hverju sinni
2. grein.
Á mótum á vegum PSÍ er leikið eftir reglum sem settar eru af TDA (Tournament Directors Association). Mótanefnd getur ákveðið að gera undantekningar frá þeim reglum fyrir einstök mót og skulu slíkar undantekningar þá kynntar vel áður en mót hefst. Mótsstjórn getur ekki ákveðið breytingar eða undantekningar á leikreglum eftir að mót hefst.
3. grein.
Stjórn PSÍ skal hvetja spilafélög og aðra aðila sem skipuleggja mót á Íslandi til þess að styðjast við sömu reglur við framkvæmd móta og getið er um í grein 2 í reglugerð þessari.
4. grein.
Á mótum á vegum PSÍ er leyfð notkun bæði Íslensku og Ensku við spilaborðin. Þetta er viðbót við reglu nr. 5 (Official language) í TDA reglunum. Íslandsmót eru opin til þátttöku fyrir erlenda aðila. Sá sem vinnur Íslandsmót telst Íslandsmeistari óháð þjóðerni.
5. grein.
Leikmenn skulu gæta hreinlætis við keppnisborð. Neysla matvæla og drykkja er ekki heimil við keppnisborð á mótum á vegum PSÍ. Neysla áfengra drykkja er ekki heimil á leiksvæði á mótum.
6. grein.
Mótanefnd skipar mótsstjóra fyrir hvert mót og einnig ritara fyrir stærri mót. Mótsstjóri og ritari gegna báðir hlutverki dómara (“floor”) á meðan á móti stendur. Mótsstjóri (“tournament director”) tekur lokaákvarðanir í öllum ágreiningsmálum sem upp kunna að koma og getur tekið ákvarðanir um breytingar á dagskrá og strúktúr móts. Ritari tekur við skráningum og mótsgjöldum og sér um að viðhalda og uppfæra gögn í tölvukerfi á meðan á móti stendur og sér um að skila gögnum til mótanefndar eftir að móti lýkur. Í smærri mótum gegnir mótsstjóri einnig hlutverki ritara. Mótsstjóri skal hafa samráð við stjórn PSÍ ef gera á breytingar á fyrirkomulagi móts sem haft geta áhrif á kostnað við framkvæmd mótsins. Mótsstjórar í mótum á vegum PSÍ skulu hafa TDA vottun.
7. grein.
Lokaborð í NLH mótum skulu vera 9 manna og lokaborð í PLO mótum skulu vera 7 manna.
8. grein.
Allur kostnaður við framkvæmd móta skal dreginn frá verðlaunafé (“prize pool”) áður en verðlaun eru ákvörðuð og tilkynnt. Mót skulu þannig að öllu jöfnu vera rekin án hagnaðar eða taps. Gera má undanþágu frá því ef öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
9. grein.
Til að breyta reglugerð þessari þarf samþykki meirihluta stjórnar PSÍ. Félagsmenn geta einnig lagt fram tillögur um breytingar á reglugerð þessari á ársþingi PSÍ og taka slíkar breytingar þá þegar gildi ef einfaldur meirihluti ársþings samþykkir breytingarnar.