Um Pókersamband Íslands
Félagssamtök pókerspilara á Íslandi.
Félagssamtök pókerspilara á Íslandi.
frá stjórn PSÍ
Pókersamband Íslands eru félagasamtök sem eru öllum opin og hafa það að megin markmiði að stuðla að kynningu á mótapóker og eflingu póker sem íþróttar á Íslandi. PSÍ hefur frá árinu 2009 haldið Íslandsmót í póker árlega og jafnt og þétt hafa bæst fleiri regluleg mót á dagskrá sambandsins.
Eftir faraldursárin tvö þar sem þurfti ítrekað að fresta og mótum og fella sum þeirra niður tókst okkur að halda uppi fullri venjubundinni dagskrá á árinu 2022. Mótadagskrá fyrir árið 2023 liggur nú fyrir og eru öll hefðbundnu mótin komin aftur á dagskrá og stórskemmtilegt mótaár framundan.
Við hvetjum allt áhugafólk um póker íþróttina á Íslandi að gerast meðlimir í PSÍ og taka virkan þátt í starfi sambandsins og stuðla þannig að því að auka veg og vanda póker íþróttarinnar á komandi árum.
Kjörin á ársþingi 5. febrúar 2023
Mótanefnd:
Laga- og leikreglnanefnd:
Skoðunarmaður reikninga: