Um Pókersamband Íslands
Félagssamtök pókerspilara á Íslandi.
Félagssamtök pókerspilara á Íslandi.
frá stjórn PSÍ
Pókersamband Íslands eru félagasamtök sem eru öllum opin og hafa það að megin markmiði að stuðla að kynningu á mótapóker og eflingu póker sem íþróttar á Íslandi. PSÍ var stofnað árið 2007 og hefur frá árinu 2009 haldið Íslandsmót í póker árlega og jafnt og þétt hafa bæst fleiri regluleg mót á dagskrá sambandsins.
Undanfarin ár hafa fjögur stór mót verið á dagskrá PSÍ, þ.e. ÍM í póker, ÍM í PLO, Stórbokki og Smábokki. Frá árinu 2025 höfum við farið þá leið að halda tvær póker hátíðir hvert ár þar sem tvö þessara móta eru á dagskrá hverju sinni. Midnight Sun Poker var í fyrsta sinn haldin í júní 2025 þar sem Smábokki og Stórbokki voru haldnir sömu helgina og í nóvember 2025 verða Íslandsmótið í póker og ÍM í PLO haldin í sömu vikunni. Með því að slá þessum mótum saman gefst m.a. tækifæri til þess að laða erlenda gesti að þessum mótum auk þess sem skipulag mótanna einfaldast fyrir okkur sem sjáum um framkvæmd mótanna.
Við hvetjum allt áhugafólk um póker íþróttina á Íslandi að gerast meðlimir í PSÍ og taka virkan þátt í starfi sambandsins og stuðla þannig að því að auka veg og vanda póker íþróttarinnar á komandi árum.
Kjörin á ársþingi 2. febrúar 2025
Mótanefnd:
Laga- og leikreglnanefnd:
Skoðunarmaður reikninga: