2012-audunn


Fullt nafn?
Auðunn Örn Gylfason

Aldur?
21

Hvaðan af landinu kemur þú?
Fæddur og uppalinn í Vesturbænum þar sem ég bý enn.

Uppáhalds íslenska íþróttalið?
KV og KR

Ert þú í vinnu eða námi?
Varð stúdent í vor og ákvað að taka mér árs pásu áður háskólinn tekur við og vinn á leikskólanum á Seltjarnarnesi.  

Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila?
Hef spilað í ca 5-6 ár, byrjuðum í vina home game´i bara.

Spilar þú reglulega í dag og hvar þá?
Reyni að fara amk 2-3 í mánuði live, þá oftast á Gullöldinni, síðan á maður það til að villast inn á Casa um helgar. Síðan spilum við home game mjög reglulega.

Hver er þinn besti árangur í póker? 
Á nokkur skor yfir 100k held ég þannig þetta er minn besti árangur.

Ertu hjátrúarfullur?
Neinei, kannski smá en ekkert alvarlegt.

Helstu áhugamál fyrir utan póker?
Fótbolti, körfubolti, golf og aðrar íþróttir, síðan vinir að sjálfsögðu. Og margt fleira…

Áttu einhverja skemmtileg sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik?
Já tókum okkur til, 15 manns í fyrra þegar Óli Bingo komst á lokaborðið og bjuggum til boli með mynd af honum og #teambingo aftan á, mættum á Hotel Loftleiðir, heilsuðum Óla, pöntuðum bjór og áður en við fengum hann var donkið dottinn út í 9unda sæti. Þá var ekkert annað í stöðunni en að fara beint heim í home game og fylleríi þar sem greyið hann Óli endaði 80k niður. Sorry bro.

Erfiðasti andstæðingur?
Einar Bjarni

Hefuru lesið einhverjar pókerbækur?
Nei hef ekki lesið neina.

Notaru sólgleraugu þegar þú spilar og hvað finnst þér um notkun þeirra við pókerborðið?
Nei hef aldrei gert það, er samt nokkuð slétt um hvort aðrir notist við sólgleraugu, svo lengi sem það er eitthvað svægi yfir þeim.  

Ef þú gætir lifað af því að spila póker myndiru hætta í vinnunni eða skólanum?
Nei held ekki, en við erum að tala um mjög mikla veltu, þá já.  

Uppáhaldsvefsíða?
FCKV.com

Hver er uppáhalds póker hendin þín?
10 8

Hver er þinn uppáhalds “Poker Pro” og afhverju?
Phil Ivey, þarf varla að útskýra það nánar,  top 5 nettasti maður á jörðinni.

Hver er besti pókerspilari landsins að þínu mati?
Þessar online nónur, Ólafur Bingo Sigurðsson og Einar Bjarni Ómarsson.

Ef þú gæti sest niður og spilað póker með hvaða 6 einstaklingum sem er í heiminum, hverjir yrðu fyrir valinu?
Phil Ivey, Martin Lawrence, Ole Gunnar Solskaer, The Game, Lionel Messi og LeBron James.

Eitthvað að lokum?
Þakka fyrir gott mót og props til PSÍ. Er síðan stoltur meðlimur pókerklúbbsins 4 of a kind, fulltrúi á FT back to back. Skandall ef þetta verður ekki hefð á hverju ári.