Íslandsmótið í póker

Íslandsmótið hefur verið hápunktur í starfsemi hvers árs hjá PSÍ frá upphafi en það var fyrst haldið árið 2009.  Fjöldi þátttakenda fór yfir 200 þegar póker átti sem mestum vinsældum að fagna en siðan dró nokkuð úr þátttöku á næstu árum á eftir.  Fjöldi þátttakenda fór lægst í u.þ.b. 70 árið 2016 en hefur aukist jafnt og þétt síðan og komst aftur yfir 100 árið 2019.  Þátttökugjald hefur verið á bilinu 40000-80000 kr.   Mótið hefur ýmist verið haldið á 3 eða 4 dögum og var það stundum haldið yfir tvær helgar en síðan 2018 hefur það verið klárað á einni helgi, föstudag til sunnudags þar sem lokaborð hefur verið leikið á sunnudegi. Í mars 2021 var haldið síðbúið mót fyrir tímabilið 2020 og var þá dagur 1 í fyrsta sinn haldinn í tvennu lagi, upphaflega vegna samkomutakmarkana á tímum Covid-19, en það fyrirkomulag er að mörgu leyti hentugra í framkvæmd og hefur síðan fests í sessi.

Hér má sjá yfirlit yfir mótin frá upphafi og Íslandsmeistara:

ÁrFjöldi þátttakendaStaðsetningBuy-inÍslandsmeistari
2009191Hilton Nordica40.000Axel Einarsson
2010214Hótel Örk60.000Stefán Arngrímsson
2011201Hótel Örk60.000Örvar Bjartmarsson
2012139Hótel Örk67.000Aníka Maí Jóhannsdóttir
2013152Loftleiðir67.000Heimir Guðbergsson   (Í 1.sæti var Adrian Milroy)
2014142Borgarnes55.000Eysteinn Einarsson
2015134Borgarnes60.000Aðalsteinn Pétur Karlsson
201670?Kópavogur (Lionsklúbburinn Lundur)67.000Guðmundur Vignir Jack
201778Borgarnes70.000Ísak Atli Finnbogason
201887Hótel Vellir60.000Ívar Örn Böðvarsson
2019119Hótel Vellir60.000Örnólfur Smári Ingason
202096Póker Express75.000Logi Laxdal
202190Póker Express75.000Guðmundur Auðun Guðmundsson
202289Hugaríþróttafélagið80.000Atli Rúnar Þorsteinsson
2023101Hugaríþróttafélagið80.000Agnar Jökull Imsland Arason
2024125Hugaríþróttafélagið80.000Hafþór Sigmundsson