Greiðslur til gjafara á mótum á vegum PSÍ

PSÍ leitast við að greiða sanngjörn laun fyrir þau mikilvægu störf sem innt eru af hendi í tengslum við mót sem haldin eru á vegum PSÍ þótt um félagsstarf sé að ræða.  
Greiðslur til gjafara hafa á undanförnum 5 árum hækkað úr 1.500 kr./klst upp í 2.500-4.000 kr./klst miðað við núverandi fyrirkomulag þar sem þau eru breytileg og taka mið af reynslu og þátttöku í störfum fyrir PSÍ.
 
Núverandi fyrirkomulag á greiðslum fyrir störf gjafara er sem hér segir:
 
Grunngjald á tímann er nú kr. 2.700.
 
Síðan er gefinn kostur á að hækka það í eftirfarandi 6 þrepum:
  • +300 kr. fyrir 1 árs starfsreynslu á pókerklúbbum
  • +300 kr. fyrir 2 ára starfsreynslu á pókerklúbbum
  • +300 kr. fyrir meira en 50 klst. starf fyrir PSÍ (miðað við gögn aftur til 2018)
  • +300 kr. fyrir meira en 100 klst. starf fyrir PSÍ
  • +300 kr. fyrir að hafa sótt fræðslufund á vegum PSÍ á síðustu 2 árum
  • +300 kr. fyrir að afla sér TDA vottunar (gildir í 2 ár).

(Síðast uppfært 27.mars 2024)