Smábokki

Smábokki er árlegt mót sem hóf göngu sína árið 2017 og var hugsað sem low-stakes mótsvar við mótinu Stórbokki sem hóf göngu sína 2015 og er einstakt tækifæri til að spila tveggja daga mót með góðum strúktúr með hóflegu þátttökugjaldi.

Mótið var fyrstu 7 árin spilað með degi 1 tvískiptum á fimmtudegi og föstudegi en árið 2024 er mótið í fyrsta sinn spilað með degi 1 í einu lagi á föstudegi. Fyrstu árin var einungis leyft re-entry á milli daga þannig að þeir sem völdu að spila dag 1b höfðu ekki möguleika á re-entry. Þessu fyrirkomulagi var breytt árið 2021 og varð það til þess að endurkaupum í mótið fjölgaði verulega og verðlaunapotturinn hækkaði að sama skapi.

Hér má sjá yfirlit yfir þátttöku á Smábokka og sigurvegara frá upphafi

ÁrSigurvegariÞátttakendurRe-entriesTotal entriesÞátttökugjaldVerðlaunaféVerðlaunasæti
2017Logi Laxdal109010915.0001.471.50013
2018Helgi Elfarsson4655120.000923.5007
2019Sævar Ingi Sævarsson59106920.0001.212.0009
2020Sveinn Rúnar Másson49136225.0001.280.0009
2021Ívar Örn Böðvarsson57258225.0001.756.00011
2022Matte Bjarni Karjalainen40135325.0001.125.0007
2023Halldór Már Sverrisson45206530.0001.650.0008
2024Steinar Edduson713410530.0002.680.00011
2025Steinar Edduson53257830.0002.000.0009

Reglur sem gilda um Smábokka eru m.a.:

  • Boðið er upp á eitt re-entry.
  • Leikmaður getur gefið eftir stakk í lokin á skráningarfresti og keypt sig inn að því gefnu að re-entry hafi ekki þegar verið nýtt.
  • Stakkur leikmanns sem er forskráður í mótið (í gegnum undanmót eða með skráningu á vef PSÍ) fer ekki inn á borð fyrr en leikmaður mætir eða skráningarfresti lýkur.