Fullt Nafn? Guðmundur Auðun Gunnarsson
Aldur? 25 ára
Hvaðan af landinu kemur þú? Fæddur og uppalinn Keflvíkingur
Ert þú í vinnu eða námi? Er í námi við Háskóla Íslands
Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila? Hef spilað póker í sirka 8 ár, byrjaði í kringum 16-17 ára aldurinn þegar félagarnir voru að hittast og spila 25/50 cash game.
Hefuru spilað mót erlendis (Ef svo er hvaða mót og hvar)? Hef spilað á UKIPT í London og í Nottingham og svo nokkur mót í Las Vegas og þar á meðal eitt WSOP mót.
Hver er þinn besti árangur í póker? Ég á nokkur fín skor online og einnig tekið niður nokkur sterk mót hér heima ásamt því að eiga lokaborð í íslandsmótinu árið 2011. Minn besti árangur erlendis var núna í janúar þegar ég fór djúpt í UKIPT London og náði 55. sæti af 750 spilurum.
Hvernig myndir þú lýsa þér sem spilara (spilastílnum)? Tight aggressive myndi lýsa honum best. Tel mig vera mjög góðan í að ”adjusta” að spilurum og hvernig menn spila gegn mér.
Hversu oft hefur þú tekið þátt í Íslandsmótinu og hver er þinn besti árangur? Hef spilað það 5 sinnum og minn besti árangur er 6. sæti árið 2011
Eftirminnilegasta höndin í Borgarnesi? Ætli það sé ekki hönd sem gerðist seint á degi 1. Ég turna nut straight og hann shippar á mig á river þegar flushið lendir og ég hugsaði mig um ansi lengi og endaði á því að kalla. Hann var með tvö pör sem hann breytti í bluff á river og ég tók risa pott.
En erfiðasti andstæðingurinn í Borgarnesi? Margir góðir sem maður spilaði við en ætli það hafi ekki verið erfiðast að eiga við Luffa og stakkinn hans
Hvaða spilara mundiru vilja spila heads up við og afhverju? Það væri gaman að spila við Leó og fara í smá ”leveling” stríð við hann. En annars myndi ég líka vilja spila við Luffa og vinna hann til þess að hefna fyrir tapið í heads up á Íslandsmótinu í PLO.
Uppáhalds pókerhöndin og afhverju sú hönd? AA er klisjan en annars T8 suited. Allir suited connectorar eru fallegir.
Hver er besti pókerspilari landsins að þínu mati? Úff, þetta er virkilega erfið spurning. Margir ótrúlega góðir og erfitt að gera uppá milli en ef ég á að velja einn að þá segi ég Brynjar Bjarkason. Toppspilari sem er búinn að vera að skila frábærum skorum reglulega undanfarin ár.
Einhver önnur áhugamál en póker? Íþróttir, tónlist og svo hef ég mikinn áhuga á pólitík.
Áttu einhverja skemmtilega sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik? Árið í ár hefur verið ansi minnistætt pókerlega séð enda hef ég ferðast til Englands, Spánar og til Las Vegas að spila. Frábært að fá tækifæri til að ferðast mikið og reglulega í gegnum pókerinn.
Hver mun fara með sigur af hólmi í Íslandsmótinu 2015 í Póker (ef við gefum okkur það að það verði ekki þú sjálfur)? Luffi verður að teljast ansi líklegur með þennan risa stakk. Annars er Leó mjög líklegur líka enda mjög góður spilari og hefur verið að spila virkilega vel í þessu móti.
Eitthvað að lokum? Takk fyrir flott og fagmannlegt mót og takk fyrir stuðninginn þeir sem studdu mig í gegnum mótið Einnig vil ég hvetja sem flesta til þess að mæta á laugardaginn og sjá skemmtilegt lokaborð.