Fullt nafn?
Óskar Hlíðberg Ríkharðsson.
Hvað kalla vinir þínir þig?
Óskar.
Hvað hefuru spilað póker lengi og hvernig byrjaðiru að spila?
Svona 4 ár. ég byrjaði að spila þegar ég sá stjúppabba minn spila á netinu, þá prófaði ég og það var gaman þó að ég hafi ekki grætt neitt
Spilar þú reglulega í dag?
Nei ég tek tarnir og síðan koma góðar pásur.
Uppáhalds pókerklúbbur?
Ásinn í Keflavík er lang bestur!
Hvort spilar þú mót eða peningaleik (cash game)?
Ég spila bæði en skemmtilegast er heimagame með strákunum og fá sér kaldan með
Spilaru eitthvað annað en Texas Holdem?
Nei.
Spilaru skák eða aðrar hugaríþróttir?
Nei.
Hver er þinn besti árangur í póker?
Ég hef unnið nokkur mót á Ásnum og líka á netinu en að vera kominn á lokaborð í Íslandsmótinu er besti árángurinn minn.
Spilar þú á netinu, hvar þá helst, hvaða leik og hvað er nickið þitt?
Ég spilaði mikið á Full Tilt en fór svo á PokerStars en hef ekki verið að spila mikið. Nickið er oskarinnnnnn.
Giftur/Sambúð/Samband?
Sambúð.
Áttu börn?
Ég á eina stelpu og það er strákur á leiðinni.
Ertu hjátrúarfullur?
Nei ég get ekki sagt það.
Hvar ertu búsettur og hvaðan ertu?
Ég bý í Keflavík en er Sandgerðingur.
Helstu áhugamál fyrir utan póker?
Lyftingar og fótbolti.
Áttu einhverja skemmtileg sögu úr pókernum eða minnistætt augnablik?
Já ég hafði ekki spilað í eitt ár og átti afmæli og stjúp pabbi minn bauð mér í mót á Ásinn og ég vann miða á Íslandsmótið spilaði síðan mjög lítið í millitíðinni og svo endar maður á lokaborði á Íslandsmótinu
Er þetta fyrsta Íslandsmótið þitt?
Já og ekki síðasta.
Skemmtilegasti spilari sem þú hefur spilað við?
Bjarki Dagsson og Haffi eftir að hafa spilað við svona menn þá fer maður glaður heim með fulla vasa af peningum
Erfiðasti andstæðingur og ekki erfiðasti?
Örvar er búin að vera erfiður, hann er góður spilari, en ætli ég verði ekki að senda hann snemma heim á laugardaginn
Hefur þú spilað á móti erlendis?
Nei.
Hefuru lesið einhverjar pókerbækur? Eitthvað sem þú mælir með?
Nei.
Notaru sólgleraugu þegar þú spilar og hvað finnst þér um notkun þeirra við pókerborðið?
Hef aldrei prófað það, en mer finst það kjánalegt.
Ef þú gætir lifað af því að spila póker myndiru hætta í vinnunni?
Já.
Besta bíómynd?
Braveheart og Glatiator.
Uppáhaldsvefsíða?
síður sem ég nota mest er Fotbolti.net og bodybuilding.com
Uppáhaldsmatur/Drykkur?
Lambalæri/kók.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Ronny Coleman, John Terry, Drogba og Essien.
Hvernig síma áttu?
Nokia c7.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Sveppi
Hver er besti pókerspilari landsins?
Kermur það ekki bara í ljós á laugardaginn (vonandi ég).
Viltu segja eitthvað að lokum?
Bara takk fyrir mjög gott og flott mót ég mæti aftur á næsta ári.