Við viljum byrja á því að benda á það er nýtt form í skráningu og það er EKKI lengur hægt að tryggja að spilara komist inn í mótið á mótsdag ef fullt er í mótið!

Skráningarferlið er eftirfarandi:

Allir sem greiða eða ganga frá 10.000 kr. forskráningargjaldi:
•Fyrir kl.16:00 þann 20. október fá miðann á 57.000kr.
•Fyrir kl 16:00 þann 27. október fá miðann á 60.000kr.
•Fyrir kl 16:00 þann 29. október fá miðann á 65.000kr.

Allir þeir sem skrá sig inn eftir kl 16:00 þann 29. október fara á biðlista og komast inn í mótið EF það er laust fyrir þá á meðan late reg er í gangi.

Til að komast á biðlistann þá þarf að greiða mótsgjaldið upp á 65.000 kr, en viðkomandi fær það endurgreitt ef hann kemst ekki inn í mótið.

Lokaborðið verður svo spilað viku seinna í Reykjavík.

Skráning á Íslandsmótið fer fram í gegnum netfangið 2015@pokersamband.is.206-189-28-253.islandsvefir.is. Ef notast er við millifærslur til að greiða skráningargjald þá er millifært inn á banka 0301-13-112463 kt: 560807-0150.

Einnig er hægt að fara í næsta banka og leggja þar inn á 0301-13-112463 og láta koma framm frá hverjum millifærslan er.

Til þess að vera löggildur spilari á Íslandsmótinu í póker 2015 þá þurfa spilarar að vera með íslenska kennitölu og vera félagsmaður Pókersambandsins. Félagsgjald fyrir árið 2015-16 mun verða 4000 kr en innifalið í því er fríðindakort sem mun veita afslætti/fríðindi hjá ýmsum fyrirtækjum. Einnig veitir kortið þátttökurétt og aðgang að þeim samkvæmum og viðburðum sem fyrirhugaðir eru á vegum PSÍ n.k. árið.

Tveggja manna herbergi á Hótel Borgarnes kostar 12.900 kr nóttin. Einstaklingsherbergi kosta 9.900 kr.

Herbergispantanir eru teknar á info@hotelborgarnes.is eða í síma 437-1119.

Að lokum viljum við benda á að það er öllum velkomið að taka þátt í þessari stærstu pókerhelgi ársins. Það er engin fyrirstaða þó svo að viðkomandi ætli sér ekki að spila Íslandsmótið sjálft þar sem dagskráin verður stærri og fjölbreyttari en áður með áherslu á fleiri hliðarviðburði (side events) og svo verður sett smá innspýting í félagslífið einnig.