Undanmót fyrir Íslandsmótið í póker nánast daglega

20Oct

Maður finnur spennuna margfaldast með hverri vikunni sem líður að Íslandsmótinu í póker sem fer fram í 8. skiptið nú í Kópavogi dagana 4.-6. nóv n.k.

Þátttökugjaldið í ár eru 67.000 krónur enn fyrir þá sem hafa ekki hug á því að borga fullt verð inn í mótið að þá eru undanmót nánast dagleg svona á seinustu metrunum.

Í kvöld stendur Hugaríþróttafélag Reykjavíkur fyrir undanmóti þar sem hægt er að vinna sér inn miða á Íslandsmeistaramótið í póker 2016 fyrir aðeins 3000 kr en spilað verður með 3+3+2 fyrirkomulagi (1 buy-in+1 rebuy+1 addon).

Annað kvöld verður svo vikulega föstudags undanmótið á Pokerstars en þá verður spilað með rebuy fyrirkomulagi þar sem hver innkaup kosta 22 dollara.

Það er til mikils að vinna enda verður Íslandsmótið í póker glæsilegra með hverju árinu. Við hvetjum þá sem standa að undanmótum fyrir Íslandsmótið að senda póst á pokersamband@pokersamband.is með upplýsingum um viðkomandi mót.

Skráningareyðublað í Íslandsmótið í póker 2016 má finna hér!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *