Umfjöllun um Íslandsmótið í netpóker: Jana kom sá og sigraði

28Sep

Online Íslandsmótið í Póker fór fram á PokerStars og var ágætis þátttaka í mótinu en alls 64 þátttakendur tóku þátt. Aðgangseyrir var $215 sem er það sama og almennt í Sunday Million mótunum.

Það mátti sjá mikið af suckoutum og voru sumir heppnari en aðrir. Það tók dágóðan tíma fyrir bubbluna að springa en alls 12 fengu borgað. Minni stakkarnir voru sífellt að tvöfalda sig en á endanum duttu fyrrum íslandsmeistarinn AnikaMJ og Jón “ásinn2014” Bóndi út í 14. og 13.sæti.

Fljótlega eftir það duttu næstu þrír spilarar út, Jóhann “Holgomur”, Birna24 og Halli321 út. Eftir stóðu 9 manns á lokaborðinu og tók það dágóðan tíma fyrir fyrsta spilarann að detta út.  Gunnar Örn Jóhannsson “Gunsos_x”  var sá fyrsti til að detta útaf lokaborðinu.

Aftur tók ansi langan tíma fyrir næstu menn að detta út. Darú “raisemaster” var sá næstur til að falla í 8. og Ívar “JoIvar” Ketilsson féll í 7.  Bekindest féll fljótlega eftir það en 5 way actionið tók nokkurn tíma.

Hilmar Rafn legend “Chemztry” Sölvason lennti í ljótri sugu gegn Leosig07 og datt út stuttu eftir það. Örn “ljodatönn” Árnason oftast kallaður Örninn Össi var orðinn lítill og beið í raun eftir að Chemztry datt út og klifraði upp peningastigann og datt út stuttu eftir það.

3way actionið var svo svakalegt og tók langan tíma. Fljótlega tók Leosig07 yfirburðarforystu og OMG-WTH-BBC og LitlaLady  náðu að halda sér lifandi. Litlalady var orðin verulega lítil þegar kom að risa hönd. Þá hækkaði Litlalady á hnappnum. Leosig07 endurhækkaði og BBQ fór allur inn.  Litlalady kallaði fyrir sitt líf og Leosig07 kallaði líka með stærsta stakkinn. LitlaLady hafði KK gegn QQ hjá Leosig07 á meðan Guðmundur Helgi “OMG-WTH-BBC” hafði 88. Borðið hjálpaði ekkert og LitlaLady tók risapott og Leó góðan hliðarpott.

Leo “Leosig07” Sigurðsson hafði góða forystu til að byrja með en Jana “LitlaLady” Guðjónsdóttir saxaði hægt og rólega á. Jana fór að vera verulega aggresíf og virtist það koma Leó úr jafnvægi. Skyndilega var Jana komin með yfirburðarforystu og virtist ætla sigla öruggum sigri. Leó gafst ekki upp og tvöfaldaði sig og kom sér svo í yfir. Aftur setti Jana í fluggírinn og vann góðan sigur en peningarnir enduðu inni þegar báðir aðilar voru með flushdraw en Jana með hærra flushdraw. Borðið rann út og hélt Kóngur high hjá henni og sigraði. Hún var vel að þessu komin og sigurinn kærkomin 30 ára afmælisgjöf.

Höfundur: Magnús Valur Böðvarsson

pi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *