Tilkynning varðandi strúktúr

3Oct

Ábendingar hafa borist um tilvonandi strúktúr. Við fögnum umræðunni og viljum skýra út ýmis atriði.

Uppleggið með Íslandsmótinu í ár er að klára það á einni helgi. Við náum því með því að byrja fyrr á föstudeginum og nota laugardaginn betur.  Einnig fjarlægðum við  blindalotuna 100/200 með engu ante, alveg eins og á EPT.

Fyrstu fjórar blindaloturnar eru fimmtán mínútum styttri en í fyrra. Aftur á móti lengdum við blindaloturnar 2.500/5.000 og 3.000/6.000 um fimmtán mínútur.

Ástæðan fyrir þessu misræmi er að meðalstakkurinn hefur hingað til verið tiltölulega hár í byrjun dag tvö en minnkað þegar liðið hefur á daginn. Þar teljum við að sé mikilvægt að spilarar hafi rýmri tíma en áður.

Lokaborðið í fyrra byrjaði í blindalotunni 4.000/8.000 og mótið kláraðist í 12.000/24.000. EPT breytti sínum áherslum í ár og þegar sex eru eftir að spila þá hafa þeir stytt blindaloturnar niður í 60 mínútur og 45 mínútur. Þegar fáir eru orðnir eftir á lokaborði þá er óhætt að stytta blindaloturnar því spilarar fá að spila fleiri hendur per klukkustund og einnig hafa stakkar samþjappast á lokaborði.

Við erum í stöðugri þróun með strúktúrinn og þurftum að breyta honum vegna breyttra forsenda.  Við áskiljum okkur rétt til að breyta strúktúr degi fyrir mót í samræmi við aðsókn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *