Stórbokki 2016

30Jan

Stórbokki 2016

Að sama tíma að ári söng maðurinn og svo er tilefnið nú.

Stórbokki fer fram á Grand Hótel laugardaginn 6. febrúar n.k. og hefst formleg dagskrá klukkan 12:00 með því að Stórbokkar landsins sameinast í fordrykk í Torfastofu. Klukkan 12:30 hefst sameiginlegur málsverður Stórbokka og fer hann fram í veitingasal Grand hótel. Veitingar sem sæma Stórbokkum munu prýða þar glæsilegt hlaðborð þar sem hver og einn ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Stórbokki 2016 hefst svo á slaginu kl 14:00 og fer hann fram í hliðarsal af aðalandyrinu. Þess ber að geta að Stórbokkum 2016 gefst kostur á því að byrja daginn snemma í Reykjavík Spa á Grand hótel á milli 09:00-12:00 að morgni leikdags – án endurgjalds.

Allar upplýsingar varðandi framkvæmd mótsins má sjá hér!

Athugið að ekki verður bætt við borðum í Stórbokka í ár svo þeir sem lenda á biðlista verður hleypt inn í mótið í þeirri röð sem þeir eru skráðir. Mikilvægt er að hafa gengið frá fullri skráningu og greiðslu á réttum tíma til þess að vera gjaldgengur í Stórbokka 2016. Gangi það ekki upp þá verður fremsta manni á biðlista úthlutað sætinu.

Á meðan á mótinu stendur þá munu Stórbokkar m.a. velja Stórbokkalegasta klæðnaðinn og fl. en meðal vinninga eru hótelgistingar m/ morgunmat frá Grand hótel sem koma m.a. til sökum góðs samstarfs á milli PÍ og Grand hótel. Að sjálfsögðu verður svo sú almenna gleði í gangi sem Stórbokkum fylgir smile emoticon

Skráning er opin núna og hérna má skrá sig!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *