Smábokki 2017 – Upplýsingar um mótið

27Jan

Dagana 2.-4. febrúar fer fram pókermót á vegum Pókersambands Íslands.
Spilað verður í húsakynnum Pókerklúbbsins Casa.

Undanfarin 2 ár hefur farið fram “high roller” mótið Stórbokki og það er því með stolti sem við kynnum nú til leiks Smábokka 🙂

Smábokki er hugsaður fyrir þann hóp spilara sem vilja spila alvöru mót fyrir viðráðanlegt þáttökugjald. S.s. Íslandsmeistaramótið í “small stakes”.

Pókerklúbbnum Casa er staðsettur er niðrí miðbæ n.t.t. við Aðalstræti 9.
Það er búist við miklum fjölda spilara í þetta mót og hefur því verið brugðið á það ráð að skipta degi 1 upp í tvö holl til að geta komið sem flestum fyrir.

Ef skráning verður ofar væntingum þá munum við einnig hafa tök á því að bæta við þriðja hollinu.

Þáttökugjald er 15.000kr sem greiðist á staðnum.

Allir spilarar verða að vera meðlimir í PSÍ en þeir sem ekki eru skráðir skráð sig í félagið á staðnum. Félagsgjald PSÍ er 2.000kr frá og með áramótum.

Dagur 1A verður spilaður fimmtudaginn 2. Febrúar kl 19:30.
Dagur 1B verður spilaður föstudaginn 3. Febrúar kl 19:30.
Dagur 2 verður spilaður laugardaginn 4 febrúar kl 14:00.

Á degi 1 verða spiluð að minnsta kosti níu 30min level og geta að hámarki 63 spilað hvern dag.
Á degi 2 verður spilað til þrautar og verða öll level frá og með level-i tíu 40min.

Gjafarar verða eingöngu á degi 2.

Byrjunarstakkur: 40.000
Blindar byrja í: 100/200
Fyrirvarar:
PSÍ áskilur sér rétt til þess að bæta við allt að tveim level-um ef þörf sé á.
PSÍ áskilur sér rétt til þess að bæta við degi 1c ef þurfa þykir vegna fjölda skráninga.
Skráðir leikmenn sem ekki eru mættir í það minnsta hálftíma eftir að mótið er hafið gefa sætið sitt upp til næsta manns á biðlista.
Leikmenn sem ekki eru skráðir geta mætt og spilað mótið ef pláss leyfir og fyrir skráða leikmenn sem ekki eru mættir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *