Skráningarfrestur á Íslandsmeistaramótið 2016 framlengdur um viku

24Oct

Frestur til þess að skrá sig á Íslandsmeistaramótið í póker hefur verið framlengdur og framlegðaráhrifum hans hefur einnig verið breytt. Þessi siður, þ.e. að hækka þátttökugjaldið þrepaskipt eftir því sem nær dregur að móti, var tekinn upp í fyrra til þess að hjálpa PSÍ að skipuleggja betra pókermót þar sem litlu má útaf bregða í verkefni sem slíku svo það hreinlega gangi ekki upp.

Í ár hefur verið ákveðið að framlengja þennan frest um eina viku eða til 30. október n.k. Við það tilefni fellur síðari hækkunin (upp í 77 þús kr) niður svo næsta sunnudag þá hækkar gjaldið í 72 þús kr og helst það keppnisgjald óbreytt fram að móti. Sem sagt, þátttökuréttur í Íslandsmeistaramótinu í póker 2016 og er verður 67 þús krónur fram til sunnudagsins 30. okt n.k.

Af þessu tilefni þá minnum við spilara einnig á þá nýbreytni að þrátt fyrir að þeir skrái sig í Íslandsmótið þá fara spilapeningarnir þeirra ekki inn á borðið fyrr en við mætingu – hið sama á við um þá sem hafa unnið sér inn þátttökurétt.

Þetta eru væntanlega góðar fréttir fyrir þá sem höfðu hugsað sér að mæta beint til leiks á dag 2 🙂

Biðin styttist 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *