Seinustu undanmótin fyrir Íslandsmeistaramótið 2016

1Nov

Það eru aðeins 3 undamót eftir fyrir Íslandsmeistaramótið í póker sem fer fram með pompi og pragt í Kópavogi um næstu helgi.

Á þriðjudagskvöldið fer fram undanmót hjá Hugaríþróttafélagi Reykjavíkur en spilað verður 3000 kr rebuy mót með heilum 5 miðum tryggðum! Mótið hefst klukkan 19:30 og fer fram í húsakynnum Hugaríþróttafélagsins að Síðumúla 37 – baka til.

Facebook síðu Hugaríþróttafélagsins má finna hér

Á miðvikudagskvöldið fer fram undanmót hjá áhugamannafélaginu P&P. Spilað verður 3000 kr rebuy mót með 2000 kr add-on og verða 2 miðar tryggðir í verðlaunafé.

Upplýsingar um mótið má finna hér

Á fimmtudagskvöldið fer fram undamót PSÍ í þeim húsakynnum sem Íslandsmeistaramótið verður haldið í ár; að Auðbrekku 25 í Kópavogi. Við sama tækifæri fer fram General prufa Facebook live útsendingar þar sem öll helstu atriði helgarinnar verða kynnt ásamt svipbrigðum frá undamótinu en 2 miðar verða tryggðir í verðlaunafé. Þátttökugjald í mótið er 7000 kr en spilað verður Double Chance.

Nú fer hver að verða seinastur að tryggja sér miða!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *