Pistill: Pókerferð til Barcelona

24Sep

Aðsendur pistill:

Hópur Íslendinga hélt á dögunum í árlega pókerferð til Barcelona en undanfarin ár hefur góður hópur farið í þeim tilgangi að spila Estrellas pókermótið þar sem inngönguféð er 1100 evrur. Hluti af hópnum vann sér inní mótið í gegnum Carlsberg mótaröðina sem Gullöldin hefur haldið á meðan aðrir annað hvort keypt sig inn eða unnið þátttöku í gegnum Pokerstars.

Um þrjátíumanna hópur íslendinga var með í för en um helmingur þeirra spilaði Estrellas mótið. Tveir íslendingar komust í pening en það voru þau Árni Gunnarsson kenndur við búdda og svo Kristjana Guðjónsdóttir. Jana fór lengst Íslendinganna annað árið í röð en hún endaði í 40.sæti af 3300 spilurum sem verður að teljast frábær árangur. Jana algjörlega að sanna sig sem einn besta íslenska pókerspilaran en hún endaði í kringum 70.sætið á seinasta ári.

Margir spila einnig Barcelona cup en litlar fréttir hafa borist af gengi okkar manna þar en í fyrra komust fjórir íslendingar í pening og endaði Sævar Ingi Sævarsson í 11.sæti af 2400 manns. Greinarhöfundur endaði næstur íslendinganna í 96.sæti.

Tveir Íslendinganna spiluðu 2200 evru high rollerinn en það voru þeir Halldór Már Sverrisson og Garðar Geir Hauksson. Þeir duttu því miður báðir snemma út.

bb_barca

Sagan er ekki öll sögð því nokkrum dögum síðar hófst EPT mótið og áttu íslendingar einn fulltrúa þar, Brynjar Bjarkason en hann vann sig inní mótið í gegnum Pokerstars. Hann strögglaði í gegnum dag eitt og var lowstack eftir hann. Þegar hann mætti á dag tvö var hann á feature table í beinni útsendingu á pokerstars.tv með Eugene Katchalov og Elky á vinstri hönd. Dagurinn gekk afar rólega hjá okkar manni sem náði þó að tvöfalda sig í gegnum Elky þegar Kóngar Brynjars héldu gegn áttupari Elky.

Okkar maður var færður um borð eftir fimm tíma spilun á feature table og þá fóru hlutirnir að fara aftur niður á við og var hann dottinn niður í 7 stóru blinda á tímabili. Með herkjum tókst honum að vinna sig uppúr 14k sem voru 7 blindar uppí 88k á seinasta klukkutímanum og komst því á dag þrjú.

Dagur þrjú gekk hinsvegar ekki að óskum og datt Brynjar snemma út þegar Kóngapar hans náði ekki að halda gegn AK hjá andstæðingunum í stórum potti sem fóru allir inn fyrir flopp. Brynjar komst þar að leiðandi því miður ekki í pening. Ferðin virðist samt sem áður hafa tekist ágætlega hjá íslendingunum og er þetta orðin skemmtileg hefð að fara út.

Höf: Magnús Valur Böðvarsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *