Pistill: “Póker er bara heppni” – Sönnun þess að svo er ekki

2Nov

Aðsendur pistill:

Oft á tíðum hefur umræða um Póker verið á neikvæðum nótum. Að leikurinn sé bara
fjárhættuspil sem snúist um heppni og stuðli að spilafíkn. Nú um helgina var sjöunda Íslandsmótið í
Póker haldið og þó mótið sé ekki búið má sýna fram á tölfræði sem sannar hversu miklum hluta leikurinn snýst um hæfni frekar en heppni.

Í Íslandsmótinu í Póker hafa spilarar verið frá 130-220 manns og 10-15% spilara komast í peningasæti.
Ef leikurinn snérist eingöngu eða að mestu leiti um heppni þá hlýtur að vera erfitt að útskýra að
3 spilarar voru að komast í þriðja sinn í peningasæti á þessum íslandsmótum og jafnvel ekki einu sinni búnir að spila öll árin sem mótið hefur farið fram.
Eru þeir heppnari en aðrir spilarar? Það hljóta að vera rökin hjá þeim sem vilja halda þessu fram.

Lokaborðið í ár er skipað mörgum gríðarlega öflugum Pókerspilurum.
Óskar Kemp er á lokaborði annað árið í röð en hann byrjaði lokaborðið í fyrra með flesta spilapeningasætia og endaði svo í 3.sæti. Hann var meirihluta mótsins í topp 5 yfir spilapeningahæstu spilara. Þá hefur Óskar einnig unnið stórt mót í Pot limit omaha í Nottingham í Englandi. Hann er þriðji aðilinn sem nær ”back2back” lokaborði.

Hinir tveir eru Örvar Bjartmarsson og Valtýr Björgvinsson. Örvar komst einnig á dag þrjú en var óheppinn að ná ekki í peningasæti í ár. Jú, heppni spilar auðvitað líka sinn þátt en heilt yfir er það kunnátta og færni sem ræður ríkjum.

Sævar Ingi Sævarsson er einnig á lokaborðinu í ár. Í fyrra endaði hann í 13.sæti og komst á lokaborð árið 2012. Sævar Ingi hefur unnið stórt hliðarmót í Prag, hann var í 11.sæti í 2400 manna móti í Barcelona. Hann komist í peningasæti á EPT í Barcelona, sem er virtasta pókermótaröð Evrópu, svo dæmi séu nefnd. Þá hefur hann einnig komist á dag þrjú á Íslandsmótinu án þess að komast í peningasæti.

Guðmundur Auðun Gunnarsson er einnig í annað sinn á lokaborði í ár, fyrra skiptið hans var árið 2011. Hann er vel þekktur hér á landi í pókerheiminum og afar hugsandi spilari.

Þar með er ekki allt upptalið. Leó sigurðsson er einungis 21 árs gamall og er á lokaborði í fyrsta sinn. Þetta er einungis annað íslandsmótið sem hann spilar en hann er samt komin með talsverða reynslu. Hann er til dæmis einungis einn af þrem íslendingum sem hefur komist á lokaborð í Sunday Million, sem er stærsta vikulega mótið á netinu með yfir milljón dollara í heildarverðlaunafé. Það er yfir 6000 manna mót. Hinir tveir eru Halldór Már Sverrisson sem einnig hefur komist á lokaborð á Íslandsmótinu ásamt 10.sæti og Steinar Edduson sem rétt missti af lokaborði í ár en komst í peningasæti ásamt því að komast í peningasæti á Íslandsmótinu í fyrra. Steinar á líka lokaborð í Sunday 500, sem einnig er vikulegt stórmót á vegum PokerStars.

Ómar Guðbrandsson er spilapeningahæstur í mótinu fyrir lokaborðið sem hefst um næstu helgi. Á seinasta ári endaði hann í 17.sæti og komst þar með í peningasæti ásamt því að verða Íslandsmeistari í Pot limit Omaha.

Þá er hægt að telja áfram. Eiríkur Garðar Einarsson og Sævari Ingi voru fyrstir til að komast þrisvar í peningasæti á íslandsmótinu en þess má geta þess að Eiríkur ”bubblaði”(datt út í næsta sæti við peningasæti) í fyrra og rétt missti af þeim árangri þá. Hann deilir þessu afreki því með Sævari Inga. Eiríkur hefur samt aldrei náð lengra en 11.sæti.

Þegar 30 manns voru eftir í mótinu í ár voru til að mynda 9 manns eftir sem áttu lokaborð að baki og samtals 18 sem höfðu komist í peningasæti áður. Þar af voru 4 af þessurum spilurum eftir í mótinu í fyrra þegar 19 voru eftir. Eiríkur Garðar endaði í 19. Ómar 17. Sævar 14. og Óskar Kemp 3.sæti. Þrír af þeim á lokaborði og sá fjórði í peningasæti.

Allt eru þetta staðreyndir sem sýna fram á hversu mikil kunnátta fylgir leiknum. Að sömu nöfnin séu
trekk í trekk að komast langt í mótum er alls engin tilviljun.

Póker er hugaríþrótt og hefur það verið staðfest af International Mind Sports Association (Sjá frétt) og það væri fráleitt að gera annað en að viðurkenna leikinn sem slíka íþrótt hér á landi.

Höf: Magnús Valur Böðvarsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *