Lokaborðið: Hliðarmót, bein útsending og textalýsing

6Nov

Eins og flestir ættu nú að vita þá fer lokaborð Íslandsmótsins í Póker fram á morgun (laug 7. nóv) í sal Bridgesambands Íslands í Síðumúla 37.

Lokaborðið verður sett af stað klukkann 14:00.

Gerð verður tilraun með beina útsendingu af lokaborðinu ásamt beinni lýsingu. Notast verður við Twitch til þess að streyma útsendingunni beint (twitch.tv/pokersamband). Einnig verður textalýsingin góða á sínum stað á pokersamband.is.

Klukkann 15:00 verður hliðarmót á dagskrá. Spilað verður 15k double chance með 30 mín blindum í gegnum allt mótið. Late reg/double chance verður í 2 klst eða 4 level.

Veitingasala frá PÍ verður á staðnum og opnar húsið klukkann 13:30

Einnig viljum við biðja þá spilara sem enduðu í þremur efstu sætunum í Íslandsmótunum í netpóker að hafa samband við okkur á netfangið 2015@pokersamband.is.

Vonandi sjáum við sem flesta á morgun!

Kveðja, Stjórn PÍ.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *