Kosningar á stjórn 2017

16Feb

Pókersamband Íslands auglýsir eftir framboðum til formanns og stjórnar fyrir kjörtímabilið 2017 – 2018.

Stjórn Pókersambands Íslands skal skipuð fimm mönnum, þ.e. fjórum stjórnarmönnum auk formanns. Til að njóta kjörgengis þurfa frambjóðendur að vera 18 ára eða eldri og hafa greitt félagsgjald fyrir árið 2016 – 2017. Hægt að er að skrá sig félagið með því að hafa samband við PSÍ á facebook eða í gegnum tölvupóst.

Pókersamand Íslands stendur vörð um hagsmuni Póker sem íþróttar á íslandi og hefur staðið fyrir Íslandsmeistaramótinu í Póker sem og fjölda annarra móta síðastliðin ár.

Framboð skal sendast á pokersamband@pokersamband.is með textanum “Framboð” í titli, eigi síður en 19. mars 2017.

Taka skal fram hvort umsækjandi sækist eftir starfi formanns, meðstjórnenda eða hvoru tveggja. Ef sóst er eftir hvoru tveggja mun nafn frambjóðanda koma fram bæði á lista yfir formenn í framboði sem og meðstjórnenda í framboði.

Kosning í stjórn mun svo fara fram dagana 23.-26 mars 2017 og verður kosningin rafræn. Allir meðlimir sambandsins hafa atkvæðisrétt og gilda öll atkvæði jafnt.

Ný stjórn mun svo taka við lyklunum að á Lokahófi PSÍ sem fer fram 19. apríl næstkomandi.