Kæru pókerspilarar og aðrir velunnarar PÍ

21May

Kæru pókerspilarar og aðrir velunnarar PÍ

Nýkjörin stjórn Pókersambands Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri um stöðu mála í félaginu.

Kosin voru í stjórn:

Davíð Þór Rúnarsson (Dabbi Rú) – Formaður
Sveinn Anton Jensson (Hrappur) – Gjaldkeri
Jana Guðjónsdóttir – Meðstjórnandi
Gunnar Örn Jóhannsson – Meðstjórnandi
Hanna Jóhannsdóttir – Meðstjórnandi
Lárus Óskarsson – Meðstjórnandi

Undirbúningur fyrir árið stendur nú yfir og er áætlunin í grófum dráttum sem hér segir:

1. Verið er að leggja drög að deildar og liðakeppni í póker. Dabbi Rú er að vinna að þeim málum en mjög líklega verður árið notað í að kynna verkefnið og því ýtt úr vör á því næsta. Undirbúningurinn felur m.a. í sér kynningarmót í póker víðsvegar um landið.

2. Hafnar er viðræður við Poker Stars um Íslandsmót í online poker, bæði Holdem og Omaha. Eins er unnið að því að hægt verði að spila sattelite mót fyrir Íslandsmótið sem haldið verður í nóvember.

3. Íslandsmótið verður líkt og áður haldið 1. helgina í nóvember og verður keppnisgjaldið 57 þúsund krónur. Þ.e. fyrir þá sem skrá sig tímanlega en verðið í mótið mun hækka markvisst því nær sem það dregur að mótinu og enda í hámarki í 65 þúsund krónum. Er þetta gert til þess að hvetja spilara til þess að skrá sig tímanlega svo hægt sé að vita fjölda gjafara og huga að nánara skipulagi í tæka tíð. Ekki hefur ákveðinn staðsetning verið staðfest en viðræður eru langt komnar.

4. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða Pókersambandinu þá er enn ekki komin dagssetning á næsta heimsmeistaramót en einhvern seinkun er í spilunum eins og er. Eins og flestir vita þá hefur Eysteini Íslandsmeistara verið úthlutað sæti í liðinu en ef það verður ekki af keppninni í ár þá verður hann sendur í annað mót á vegum sambandsins.

5. Stórbokki verður endurtekinn að ári enda þótti mótið heppnast afar vel. Hvorki hefur dagssetning né mótsgjald verið ákveðið.

Að lokum þá er vert að nefna að það eru mörg spennandi verkefni framundan hjá Pókersambandi Íslands og af því tilefni þá viljum við benda þeim fyrirtækjum og/eða einstaklingum sem hafa áhuga á samstarfi/samvinnu/auglýsingum eða styrkjum á að hafa samband í tíma.

Kveðja,
Stjórn PÍ

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *