Íslandsmótið sýnt beint – Óskað er eftir verðandi sjónvarpsstjörnum

26Oct

Þar sem okkar ástkæri Magnús Böðvarsson verður ekki á landinu í ár til þess að sjá um textalýsinguna á Íslandsmótinu að þá er ljóst að þar er stórt skarð sem þarf að fylla. Eftir miklar vangaveltur þá varð loka niðurstaðan sú að PSÍ mun standa fyrir beinni útsendingu á Íslandsmótinu í ár í gegnum miðilinn Facebook Live.

Þessa dagana fer því fram skipulagsvinna svo útsendingin heppnist sem best. Stefnt er vera með sem mest af myndrænu efni frá hinum ýmsu sjónarhornum í bland við viðtöl við keppendur, beina lýsingu “Pókersérfræðinga PSÍ” sem og gagnvirkni áhorfenda. Með gagnvirkninni geta áhorfendur fengið svör við sínum spurningum og jafnvel haft áhrif á framvindu útsendingarinnar með athyglisverðum athugasemdum.

Áhugasamir um verkefnið, hvort sem það er að vera fyrir framan eða aftan myndavél, er bent á að hafa samband á pokersamband@pokersamband.is eða með pósti á FB síðu félagsins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *