Íslandsmeistaramótið 2016 – Undanmót í fullum gangi – 3 miðar á Akureyri á föstudaginn

17Oct

Það er óhætt að segja að undirbúningur fyrir Íslandsmeistaramótið í póker 2016 sé að fara á fullt þessa dagana. Skráningar týnast inn hratt og örugglega um þessar mundir í takt við þá sem eru að “satta” sig í gegnum einhverja af þeim fjölmörgu leiðum sem í boði eru.

Sem dæmi um undanmót má nefna pókermót sem fór fram hjá Pókerklúbbi Akureyrar núna á föstudaginn. Frá upphafi Íslandsmeistaramóta þá hafa Akureyringar átt sína öflugu fulltrúa í pókernum. Þrátt fyrir að keppendur á þeirra vegum hafi verið mismargir í gegnum tíðina þá hefur það ekki bitnað á árangrinum enn Pókerklúbbur Akureyrar hefur átt fulltrúa í fremstu röð ár hvert. Síðastliðið föstudagskvöld tryggðu sér þrír keppendur miða á stóra sviðið núna í byrjun nóvember og verður fróðlegt að fylgjast með framgöngu þeirra manna enda mikill metnaður þar á bæ.

Spilað til sigurs!

Spilað til sigurs!

ATH! Við hvetjum klúbba/félög/einstaklinga sem vilja að við komum á framfæri upplýsingum um undanmót fyrir Íslandsmeistaramótið í póker 2016 á að hafa samband í gegnum Facebook eða netfangið pokersamband@pokersamband.is. Þetta gildir jafnt um auglýsingar sem og úrslit/niðurstöður móta.

3 borð og 3 miðar á Akureyri s.l. föstudag - geri aðrir betur!

3 borð og 3 miðar á Akureyri s.l. föstudag – geri aðrir betur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *