Hópur íslenskra spilara á UKipt í Edinborg

18Nov

Hópur af nokkrum af okkar sterkustu spilurum heldur út til Skotlands að spila næst síðasta mótið í UKIPT mótaröðinni. Fjölmargir íslendingar hafa spilað í þessari mót í gegnum tíðina og eru nokkrir af okkar sterkustu spilurum að fara spila mótið um helgina.

IMG_1002

Steini Pé og Leó munu spila.

Þar á meðal má finna Íslandsmeistarann Aðalstein Pétur Karlsson eða Steina Pé eins og hann er þekktur, 2.sætið Leó Sigurðsson ásamt, Mána Elmarssyni, Hauki Má Böðvarssyni, Steinari Eddusyni, Guðmundi Helga Ragnarssyni, Halldór Már Sverrisson, Brynjar Bjarkason, Einar Einarsson og Garðar Geir Hauksson.

Allir munu þeir spila dag 1b sem fer fram á föstudag. Við óskum þeim að sjálfsögu góðs gengis í mótinu.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *