Gjafara námskeið PÍ

2Oct

Hefur þú áhuga á að læra að vera póker gjafari og skapa þér góða atvinnumöguleika í íþrótt sem fer ört vaxandi meðal landsmanna?

Pókersamband Íslands í samvinnu við Gullöldina pókerklúbb og Magma pókerklúbb bjóða uppá gjafara námskeið í október.

Námskeiðið er tveggja daga og í tvo tíma í senn. Þar er farið yfir öll grunnatriði sem pókergjafari þarf að kunna ásamt því að kennt er undirstöðuatriði leiksins. Kennari námskeiðsins er Ásta María en hún hefur um árabil verið fremsti gjafari landsins.

Kennt verður fimmtudaginn 15.10 frá 18-20 og fimmtudaginn 22.10 frá 19-21. Í kjölfar námskeiðsins býðst þeim sem þykja standa sig vel og hafa áhuga að prófa að gefa við alvöru aðstæður að starfa í pókermóti á vegum klúbbana.

Aldurstakmark á námskeiðið er 18 ára.

Til að skrá þig á námskeiðið sendir þú nafn og kennitölu á netfangið: pokersamband@pokersamband.is

Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 772-4672

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *