Fréttaritari, Snapchat, Twitter og fleira

25Oct

Nú eru aðeins fimm dagar þangað til íslandsmótið í póker hefst og því ber að minna spilara á snapchattið hjá Pókersambandinu: Pokersamband. Tekið verður á þeirri nýbreyttni að setja inn snapchatfærslur frá Íslandsmótinu og jafnvel eitthvað fyrr til að koma mönnum í fílingin og stytta mönnum stundir í break um. Einnig er það skemmtileg leið fyrir þá sem vilja fylgjast með fyrir þá sem komast ekki. Þá viljum við einnig hvetja spilara til að nota Twitter um gengi sitt á mótinu til að hjálpa til við textalýsingu og nota kassamerkið #icechamp2015. Þetta hefur hjálpað til við textalýsingu undanfarin ár og hvetjum þar með alla sem ekki hafa twitteraðgang að koma sér upp slíkum.

Fréttaritari Pókersambandsins á Íslandsmótinu verður Magnús Valur Böðvarsson. Hann mun einnig sjá um snapchattið fyrir og á meðan mótinu stendur. Við hvetjum því alla til að bæta okkur á “snappið” sitt.

snapchat_pi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *