Dagskrá Íslandsmótshelgina 2015

29Oct

Fyrir þá sem eiga leið í Borgarnes um helgina þá er af nógu að taka þrátt fyrir að þeir ætli sér ekki að spila stóra mótið. Við ætlum að slá upp pókerveislu um helgina ef svo má að orði komast. Það ættu allir pókerspilarar að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskráin lítur svona út:

Föstudagur
16:15 Spilarar mæta til leiks í lobby.
16:45 Hleypt verður inn í mótssal.
17:00 Dagur 1 (Setningarathöfn Íslandsmótsins 2015)
23:30 Skráning í 10k hyper turbo hliðarviðburðinn hefst.
00:30 Hliðarviðburður. 10k hyper turbo mót.

Laugardagur
12:00 Dagur 2 hefst
13:30 Skráning hefst 10k bounty rebuy hliðarviðburðinn hefst.
14:00 Hliðarviðburður. 10k bounty rebuy mót.
18:30 Skráning í 10k freezeout hliðaviðburðinn hefst.
19:00 Hliðarviðburður. 10k freezeout mót (ath nýtt mót á dagskrá)
23:30 Verðlaunaafhending (Íslandsmeistarar í netpóker). Létt uppistand í kjölfarið.

Sunnudagur
12:00 Dagur 3 hefst.
13:30 Skráning í hliðarviðburðinn 5k multichance hefst.
14:00 Hliðarviðburður. 5k multichance mót.

Eins og sjá má höfum við gert smá breytingar á hliðarviðburðum og bætt við móti á laugardagskvöldinu og breytt sunnudagsmótinu í 5k multichance í staðinn fyrir 10k freezeout. Við vonumst til að þetta leggist vel í spilara. Nánari upplýsingar um hliðarmótin eru undir Íslandsmót 2015 – Hliðarmót.

Sjáumst öll hress í Borgarnesi á morgun!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *