Beint textalýsing frá Íslandsmótinu í póker. Dagur 2

31Oct

Góðan daginn. Magnús Valur Böðvarsson er mættur “eldferskur” og dagur tvö er að fara hefjast eftir um klukkustund.  Gaman að segja frá því að um 60 manns mættu í hyperturbo mót í gærkvöldi og má segja að það hafi verið alvöru hyper hyper hyper turbo enda kláraðist mótið á rúmri klukkustund.

Húsvíkingurinn Guðmundur Óli Bergmann Steingrímsson vann það og Brynjar Bjarkason var í 2.sæti. Þeir eru báðir eftir í aðalmótinu. Sætaskipan á dag tvö má sjá hér

12202080_10156188892855486_2020329101_n12188512_10156188892860486_1287773309_n

11:30 Eru allir vaknaðir

Núna er spurning hvort allir séu vaknaðir. Ég veit það að ég sá nokkra sem eru búnir að vera í CG í alla nótt og eru samt í mótinu. Gæti orðið erfiður dagur fyrir suma.

11:41  Topp stakkar í mótinu

Steini Pé 150k

Guðmundur Auðun 135k

Eydís Björgvinsdóttir 101k

Ari Schröder 89.700

Einar Einarsson 86k

Daníel Már Pálsson 85k

12:01 Búið að hleypa spilurum inn

Leikar að hefjast, giska að það séu ca 2-3 mínútur. Það þarf að sjálsögðu ekkert að greina frá því að það eru ekki allir mættir

12:16 shortstack vs Super shortstack

Júlíus Pálsson fór allur inn fyrir floppið og Þórir president í stóra blind kallar með dvergastafla. Þórir sýndi KK gegn QQ hjá Júlíusi. Hvorugur tengir við borðið og Þórir kemst uppí 17k. Júlíus situr eftir með 7k.

Réttara sagt datt hann út tveim höndum seinna með K7 gegn A10, hitti K á floppi en Ás á river sendi hann heim. Þá datt Hjörtur Davíðsson út á öðru borði. Veit ekki hendur en Helgi Kri eða the Kri Machine tók hann út.

12:27 Stundum geta mistökin verið fyndin

Ég kom að borði sem taldi  K  J  4 2 Helgi Kri veðja út 8k, en potturinn var orðinn nokkuð stór. Guðmundur Helgi kallaði river kom  K Helgi Kri var æstur í að fara veðja út þegar einn spilari bendir á að ekki sé allt með feldu, enda tveir hjarta kóngar í borði. Kallað var á floor sem endurgreiddi chipsana. Helgi Kri var afar pirraður enda var hann með  A K meðan Guðmundur Helgi var með  Q Q

12:30 Gunnar Örn foldar QQ pre

Gunnar Örn opnaði, Jóhannes Geir endurhækkaði, Gunnar Örn 4 bettar og Jóhannes fimmbettar. Gunnar Örn foldar og sýnir QQ. jóhannes sýndi AA

12:32 Víðir fer ekki á lokaborðið tvö ár í röð

Víðir var að detta út. veit ekki hendur en hann sagði að það hafi verið gegn Blönduós maskínunni. Ég gef mér það að það sé Brynjar Bjarkason. Hann einmitt bubblaði lokaborð í fyrra á meðan víðir komst á það.

12:35 Menn að hrynja út. 

Árni Ragnar og Rúnar flugmaður eru dottnir út. Veit ekki hendur, því miður. Allt að gerast fljótt. Kannski fínt að taka fram að blindar eru 250/500 með 50 ante.

12:47 Valdi Skjálfti, Bjarni og Matti55 tvöfalda

Matti var með sexu sett gegn fimmu setti hjá Hlyn. Þá tvöfaldaði Valdi sig í gegnum Brynjar Bjarkason með AA gegn 99 í button small blind action en peningarnir fóru allir inn fyrir flop. Valdi hitti röð á turn með ásana.

Bjarni fór allinn á floppi með KQ á borði sem las K 7 4, Örvar kallaði hann með 7 10, turnið kom 10 en river Q. Suck og resuck.

12:51 Jóhann Schröder er allur

Jóhann fór allur inn með tvær tíur, Garðar Geir Hauksson kallaði hann með AQ, Garri hitti bæði A og Q og tók Schröderinn út. Núna er allt undir hinum Schröder bróðurnum Ara að halda uppi heiðri fjölskyldunar.

13:00 Hlynur Árna tvöfaldar

Hlynur fór allur inn og fékk kall frá Bjarna Heiðari. Hlynur með KK gegn JJ hjá Bjarna sem hélt.

13:03 Helgi þrefaldar en Hákon Baldvinsson er út

Ég kem að borðinu þegar tveir spilarar eru allir inni og búið að kalla þá báða. borðið las  Q 9 3 Helgi Elvarsson var með  A Q Adam var með  Q J og Hákon hafði  A 8 fyrir flushdraw. Engin spaði, kom á river og Hákon datt út. Helgi næstum þrefaldaði sig.

IMG_3002[1]

Finnur er hér við það að detta út, Guðmundur Helgi sá um það.

IMG_3001[1]

Garðar Geir tók út Jóhann Schröder, afar athyglisvert borð en þarna má finna Örvar fyrrum íslandsmeistara og Steinar Edduson.

13:11 Steinar Bragi býtur rykið

Steinar Bragi (ekki rithöfundurinn) datt út en hann var með 88 gegn 33 hjá Sævar Inga. Sævar var búinn að hitta sett og fékk hús og Steinar Bragi getur farið að leggja sig.

13:15 Máni floppar fullu tungli, tapar

Máni Elmarsson floppaði húsi á borði sem las AA9, Máni með tvær níur. Upprunalegi raiserinn bettar flop. Hittir 10 á turn sem fyllir hann upp með 10 10 sem þýddi að Máni er orðinn short um 17k.

13:16 Valdi Skjálfti fær borgað fyrir sitt sett

13:22 Valdi skjálfti að valta yfir Brynjar

Ég kom að borði á river á borði sem telur AA847 Áttan hafði dottið á river.  Brynjar bettar út 6k. Valdi skjálfti setur í 15k. Brynjar stendur upp í fússi og segir “Hvað er í fokking gangi hérna”  “Ég er með þrennu og lit” og kallar í pirringi. Valdi snýr að sjálfsögðu við 88 eða riveruðu fullu húsi gegn A3. Valdi búinn að hlaupa eins og veðhlaupahestur í dag. Aftur var þetta button small blind action há þeim félögum. Brynjar ennþa með healthy stafla en Valdi búinn að hlaupa ansi vel gegn honum

13:29 AK47 action drepur Jón Inga

Ég kom að borði sem las A74J

Jón Ingi tankar og fer svo allur inn. Guðmundur Helgi kallar fljótlega. Jón Ingi með AK

en Guðmundur Helgi með 47. Jón Ingi nær ekki að tengjast endastrætinu og er út.

13:33 Blindahækkun

Það er smá break í gangi. Blindar eru að hækka 300/600 með 75 ante. 81 spilari er eftir og Avg er 49k.

13:47 Minda getur farið að mynda

Minda var að detta út en hann fór allur inn með tvær fimmur og hljóp í tvo ása hjá Jónasi. Akurnesingurinn var bullandi góður og riveraði hús til að mynda. Minda getur því farið að ljósmynda landslagið eða bara farið í side event eða Cg.

13:52

IMG_3005[1]

Leó Sigurðsson og Helgi Kri hér á miðri mynd

IMG_3006[1]

Inda Hrönn er með fínan stakk, húsvíkingurinn Steini Pé er ennþá chipleader með risastafla.

IMG_3003[1]

Guðmundur Auðun og Gunnar Ingi Jóhannsson eru á hrikalega sterku borði

IMG_3004[1]

Brynjar Bjarkason og Valdi skjálfti eru heldur betur búnir að battla. Það eru gríðarlega miklir chipsar í umferð á þessu borði.

13:57 Ívar Ketilsson nýjasta fórnarlamb Matta55

Ívar Ketils fór allur inn með 44 og fékk kall frá Matta55 með AK. Matti floppaði ás, turnaði kóng og enginn fjarki var sjáanlegur í fimm mílna radíus.

14:03 Alexander og Heimir eru út. Heimir Doyle Brunsaður út. 

Alexander fór í hlutkesti við Jönu, Jana var með 77 gegn AJ hjá Alexander. Borðið var allt undir tíum og Jana tók Alexander út.

Heimir fór allur inn yfir co hækkun hjá Hrannari Má, Hrannar var ekki alveg sáttur en endaði á að kalla og sýndi stolltur T2 gegn AK. Floppið bauð ekki uppá neinn svita T25. Mið og endastræti hjálpuðu Heimi ekki neitt.

14:08 Níur eru nuts. EKKI alltaf. 

Haukur Grettisson fór allur inn fyrir flop og var kallaður af Einari Einarssyni. Einar var með tvær níur gegn AJ hjá Hauki sem hitti bæði ás og gosa.

14:16 Mikið action í gangi. 

Ég kom að 4 way potti þar sem Jóhann Arnar Jóhannsson var allur inn fyrir einn eða tvo blinda. Hann var kallaður af Daníel Má. Ómari Guðbrands og Loga Laxdal. Flop kom 468

Daníel Már setti 2k. Bæði Ómar og Logi kölluðu. Dealer hafði óvart gefið turnið áður en kom að floppinu og var það T sem þurfti að stokkast aftur. Þess í stað kom T allir tékka. River var A allir tékka. Danni Már var með 4T sem vann AK hjá Luffa, Logi Lax muckaði en Jóhann Arnar fjórfaldaði sig með JQ fyrir lit. Hann getur þakkað dealernum fyrir það að vera ekki útl.

Þá var Máni Elmarsson að tvöfalda sig í gegnum Leó Sigurðsson með AA gegn JJ borðið var allt lágt og Máni tvöfaldar.

14:22 Haukur tekur út spilara. 

Haukur og Hákon Gunnlaugsson voru að battla á borði sem las 38J. Haukur bettaði, Hákon endurhækkaði og Haukur setti hann allinn. Hákon kallaði. Hákon var með 34 fyrir par og flushdraw gegn QQ. Hákon hitti ekki og er því úr leik.

Á öðru borði var Gunnar Örn Jóhannsson að tvöfalda sig í gegnum Arnar Snorra. Gunnar hitti tvö pör með K9 gegn Kx hjá Arnari Snorra.

14:28 Ingi Þór Stefánsson er út.

Fór allur inn með AJ off og Steinar Edduson endurhækkaði til að isolate með QQ. Ingi náði ekki að tengjast borðinu og er út.

14:34 Sasha tekur Jóhann Arnar út

Jóhann átti bara um 4k og var allur inn. Hann var kallaður af Sasha og Loga Lax. Borðið kom K J 4. Sasha fór allur inn og Logi foldaði. Sasha með KJ gegn A9 hjá Jóhanni. turn Ás á turn gaf Jóhanni fullt af outs en hann hitti ekki.

14:37 Geturu ekki foldað ásum? Óskar Kemp að setja pressu

Ég kom að borði sem las J3987

Óskar setur Guðjón Jóhannesson allan inn og Gaui fór í tankinn. Gaui var búinn að hugsa sig um í nokkrar mínútur þegar óskar segir, geturu ekki foldað ásum? eftir nokkra stund er kallaður tími og Gaui hugsar hálfa mínútu og foldar. “Varstu ekki með ása” spurði óskar.  Jú svaraði Gaui.

14:47 Jón Steinar Ólafsson og Einar Eiríkss út

Fór allur inn með K10 gegn KQ hjáHauki Grettis. K10 á floppi en gosi og nía á river gaf Hauki röð.

Einar Eiríksson var allinn á turni á borði sem las 997 Auðunn Örn Gylfason kallaði hann. Einar með AA gegn 98. “Hvað ertu að kalla pre með þetta rusl” sagði Einar. Auðunn svaraði í hæl, hey þetta var bara 2k betur pre. Turn og river hjálpuðu ekki Einari sem datt út.

14:50 Rosa hönd hönd milli Bjarna og Matta55

Á borði JTK. Bettar Bjarni út, Matti endurhækkaði og Bjarni Heiðar fór allur inn. Matti snappkallaði. Matti var með AQ gegn AJ

Hræðilegt allinn hjá Bjarna sem var með svona 50k eftir. Turn og river náðu ekki að koma honum í split og Bjarni Heiðar er út en hann var á lokaborðinu í fyrra. Matti kominn með stóran stakk.

14:50 Nut flush gegn húsi

Brynjar og Guðmundur Auðun voru í stórri hönd áðan. Borðið las K73 turn kom 7. Bet og reraise, kall. River blank. Báðir spilar tékkuðu einhverra hluta vegna. Gummi var með A4 fyrir nutflush en Brynjar með K7 fyrir fullt hús.

14:56 Haddi málaði sig út í horn. 

Hafsteinn Ingimundarson er dottinn út en hann fór allur inn fyrir floppið með JJ og fékk kall frá Garðari Geir með AQ. Borðið rann 4 7 8 8 og riverið búmm Ás og Haddi er út.

15:02 Haukur Zick og Hjörtur HKall tvöfalda

Haukur var allur inn á borði sem las  T 6 2 en Inda hafði sett hann allan inn. Haukur kallaði fyrir sitt líf með  K K en Inda var með  8 8 turn kom  A river  3 og Haukur tvöfaldar sig með lit á móti lit.

Hjörtur Hkall var aftur á móti allur inn með  A Q gegn  K Q hjá Jóni Eyþóri

Á borði sem las  T J Q. Turn kom T river  8

15:11 Þegar maður þarf runner runner er best að kalla á spilin sem maður þarf

Ég kem að borði þar sem Bjössi diesel var allur inn eftir hnappahækkun hjá Guðmundi Helga. Guðmundur kallar.

Bjössi er með  T T gegn  A 7. Floppið las  T

J 6. Bjössi var ánægður. Guðmundur Helgi kallar drottning. turn  Q Guðmundur Helgi kallar Kóngur. Riverið, trúið þið því  K. “Þú varst ekki einu sinni með spaða”. Bjössi diesel er út.

15:15 Ísinn bráðnaður. 

Halldór Már Sverrisson er úti eftir að hafa farið allur inn á borði sem taldi  K  7  5 3 Dóri fór allur inn og Daníel Már kallaði.

Dóri Már hafði  5 5 gegn  A 4 fyrir double belly. Danni hittir og Ísinn er út.

15:23 Svavar var að folda KK PRE!!!!!

Foldað að Brynjari á hnappnum sem hækkar, Svavar Guðmundsson endurhækkar úr stóra blind. Brynjar 4 bettar, Svavar 5 bettar, Brynjar fer allur inn. Svavar fór í tankinn heillengi og foldar KK. Það vantaði ekki glottið á andlitinu á Brynjari. Allir sem sáu þetta misstu andlitið í jörðina við þetta fold.Annað hvort besta fold mótsins hjá Svavari frá Suðureyri, eða það versta.

15:26 Máni að taka út spilara

Máni Elmarsson var að taka út spilara sem var shortstakk með JJ gegn 55. Borðið rann út þannig að Máni hitti röð á river, ekki að hann þurfti þess.

15:34 Garri foldar QQ pre þegar Bjarni tvöfaldar

Actionið var þannig að Garri hækkaði, Bjarni endurhækkar og Hannes fer allur inn, Garri foldar QQ, Bjarni kallar fyrir sitt líf með KK, Hannes með 1010 floppið var J78 fyrir nokkur auka outs fyrir Hannes að taka Bjarna út en borðið blankar. Gott fold hjá Garra.

15:36 óskar Kemp, það er aðeins einn Óskar Kemp

Sá kann að setja alvöru pressu á menn hann fór allinn með risa stakk á Einar Einarsson. Borðið var  T 5 A 6. Þetta var örugglega 50-60k sem Einar átti eftir. Einar tankar heillengi þangað til það er kallað á tíma. Einar segir “Afhverju held ég að þú viljir ekki fá kall?”

“Jú kallaðu bara” þegar tíu sekúndur eru taldar niður kallar Einar og sýnir  A Q gegn

K A. “Andskotinn! öskrar Einar. River var blank og Einar Einarsson er út.

15:42 AA vs KK og maður út. 

Jónas og Hannes Guðmundsson voru allin fyrir floppið. Jónas hafði raketturnar á móti kóngunum hjá Hannesi. Hannes náði ekki að tengja við borðið og er út.

15:43 Svavar Guðmundsson er út

Fór allur inn með QJ en runnaði inní AA hjá Guðmundu Auðuni. Svavar hitti ekkert og datt út. Hann sér væntanlega eftir því að hafa 5 bet foldað KK gegn Brynjari áðan.

15:47 Ólafur Helgi fellur fyrir höndum Steina Pé

Var allur inn með A10 gegn AQ hjá Steina. Steini hittir Q á turn sem gefur Óla gutshotdraw en hann náði ekki að hitta Kóng á river.  “Engan svita” sagði Steini fyrir flop. “Segir maðurinn með milljón chips” segir annar.

15:51 Gunnar Örn Jóhannsson og Kjartan Yngvason eru fallnir

Gunnar Örn fór allur inn með 1010 gegn óþekktum spilara með AK. Klassískt hlutkesti. Ás á floppi og Gunni náði ekki í 10.

Á öðru borði datt Kjartan út á móti Guðmundi Óla, ég sá engar hendur þar því miður.

15:55

61 eftir í mótinu. Avg er 65k. 18 eru borgaðir. Blindar eru 400/800  100 ante í 17 mínútur í viðbót, þá verða blindar 500/1000 100 ante.

IMG_3015[1]

Steini Pé ennþá stór, hér er hann að taka mynd af stakknum sínum.

IMG_3014[1]

Matthías Sigurðsson og Birgir Björn Hjartarsson eru með fína stafla

IMG_3011[1]

Óskar Kemp er með rosa stafla. Sævar Ingi er yfir Avg.

16:10 RISAHÖND Djaniel vs Hrannar Már. Klassískt AA vs 94

Ég kem að borði sem les  J 6 7 Danni Már fer allur inn yfir 14k bett hjá Hrannari. Hrannar tankar í góðan tíma og endar með að kalla. Þeir voru svipaðir. Danni aðeins minni með yfir 80k.

Hrannar var með  A A gegn  9 4 fyrir flushdraw. Risahönd í gangi. Turnið kom  9 sem gaf Danna Má fleiri outs, river  K og Danni Már er út.

16:15 Tvær tvöfaldanir á borðinu hans Óskars

Fyrst tvöfaldaði Styrmir sig í gegnum Óskar, Stimmi með 77 gegn J9 offsuit, Óskar náði ekki að tengjast borðinu.

Svo tvöfaldaði Örninn Össi sig í gegnum Sævar Inga með AQ gegn 99 hjá Sævari. Ás á floppi og gutshot fyrir Örninn, ás á turn og blank river.

16:16

Gummi Auðun 175k

Hrannar Már 180k

Steini Pé 170k

Óskar Kemp 160k

Kiddi Vals 120k

Matthías Sigurðsson 140k

Örvar 113k

Ath ekki nákvæm talning, margir orðnir risa stórir.

16:26 Steini Pé krakkar bæði gosa og drottningar hjá Hauki.

Veit ekki actionið á höndunum en Steini hitti trips 8 á turn með A8 gegn JJ hjá Hauki og floppaði röð með 910 gegn QQ hjá Hauki. Haukur dottinn niður í 30k. Steini heldur áfram að hlaupa eins og skeggjaður Forrest Gump.

16:33 Nýtt level 

Stuttu breaki er lokið. 25 kallarnir voru fjarlægðir. Núna er 500/1000 með 100 ante

16:38 Tvær tvöfaldanir

Sævar Ingi var að tvöfalda stakkinn sinn í klassísku hlutkesti við Óskar Kemp. Óskar hafði AK gegn QQ hjá Sævari.

J10x borð gaf Óskari tvö auka outs en hann náði ekki að hitta. Þetta var högg á stakkinn hans en samt ennþá healthy.

Þá var Leó sigurðsson að tvöfalda sig í gegnum Má Wardum þegar hann var með 87 allinn á 7 9 10 borði með tveim laufum, Már var með A3 í laufi en náði ekki að hitta. Leó hitti líka röð á river.

Þá var Steini Pé að halda áfram að runna eins og guð en hann hitti gutshot á river gegn Matthíasi Sigurðssyni.

16:41 Kjartan Helga allur

Fór allur inn með 88 gegn KK hjá Adam Gústavssyni. Kjartan náði ekki að tengjast borðinu. 58 eftir.

16:48 Darú þrefaldar, Andrés Vilhjálms út og Eva Arnet tekur sugu

Dabbi Rú var allur inni, Örvar kallar og Adam kallar. borðið rennur

A 2 3 Örvar tékkar, Adam setur 7k, Örvar kallar. turn kemur  Q báðir tékka. River  A Adam fer allur, Örvar foldar. Adam sýnir

K A og tekur sidepottinn, Darú með  Q Q

Andrés Vilhjálmsson fór allur yfir raise frá Hauki zickread sem kallaði. Andrés með 99 gegn 1010 hjá Hauki sem hélt.

Þá var Eva Arnet allinn og var kölluð af Mána Elmarssyni. Máni með  K K gegn

Q Q. Floppið var rosalegt  9 T J

Eva orðin open ended, með flushdraw nánar tiltekið straight flushdraw. Turn búmm  K river blank. Máni náði ekki að fylla upp.

Þá var Örninn Össi aftur að tvöfalda sig í þetta skipti gegn Hlyn Árna. Í 3way potti var 345 í borði. Peningarnir fóru allinn á 9 turni. Össi með 44 fyrir sett gegn JJ hjá Hlyn.

17:02 Darú Darú Darú is on fire

Dabbi rú var aftur allur inni og fékk kall frá Guðmundi Óla. Dabbi Aftur með dömurnar sem fóru svo vel með hann fyrir nokkrum höndum en Guðmundur vaknaði með KK. “Hittiru ekki sett áðan?” spurði Guðmundur óli “Leyfðu mér að hugsa” svaraði Dabbi. Hvað gerist. Drottning í glugganum og Guðmundur óli nær ekki að hitta k.

á sama borði var Guðjón Jóhannesson að tvöfalda sig í gegnum Örvari með AQ gegn 33 hjá Örvari.

17:09 Quads vs fullt hús. Garri með fernu

Ég kom að borði sem innihélt K-4-6-4. Pétur Ásgeirsson var allur inni, Garri kallaði með 44 Pétur með KQ annar K á river til að gera þetta meira svekkjandi

17:11 Hrannar giftist top pari, endar í skilnaði við chipsa

Hrannar raisti pre  K A og var að hann hélt í fínum málum á  K 4 7. Hrannar skýtur, Ómar Guðbrandsson kallar. turn  6 aftur skýtur Hrannar og Luffi kallar aftur. river  Q Hrannar setur Luffa allan inn sem snappkallar með  7 7

17:15 Gummi Auðun með 270k!!!!

Guðmundur Auðun er yfirburðarchipleader með 270k, Steini Pé er með 196k, veit ekki til þess að einhver annar sé svipaður honum heldur.

Þá vildu menn láta vita að Þórir President er ennþá lifandi og var meira segja tvöfalda sig með A9 gegn AQ hjá eydísi.

17:25 NÍU ALLINN og kall á þremur mínútum!!!

Vá ég á í erfiðleikum með að muna þetta allt. Logi Lax, Jóhann Rafn Hilmarsson og Alli frá húsavík voru allir inni fyrir flop. Logi með KQ, Naggur með JJ og Alli með 1010. Logi rétt coveraði báða. Hitti K á floppi og tók báða út.

Þá tvöfaldaði Máni Elmars sig, sá ekki í gegnum hvern með QQ vs AJ. Már Wardum datt út á sama borði í næstu hönd með 77 gegn AA hjá Andra Björgvini Arnþórssyni.

Guðjón Jóhannesson datt út gegn Örvari Bjartmarssyni, veit ekki hvernig en hann vildi ekki láta vita hvaða hendur það væru.

Þá var rugluð hönd milli Steinars Eddusonar og Ara Schröder. Steinar og Ari allinn fyrir flopp. Ari með KK gegn AQ suited hjá Steinari sem náði ekki að tengjast borðinu og datt út. Ari orðinn vel stór

Þá datt Davíð Jónsson út á borðinu hjá Þóri President, Auðunn Örn Gylfason floppaði flushi þar.

Þá var Haukur Grettisson að tvöfalda sig líka með QQ gegn A4 á 356 borði, hann hélt.

17:41 Jóhann Allinn 3 hendur í röð. Fær aldrei kall. 

Maður er ennþá að jafna sig eftir allin

Jóhann Ingvarsson er búinn að fara allinn 3 hendur í röð með samt 30k stakk. Sú seinasta var áhugaverð þar var raise, Jóhann fer allur inn. Brynjar Bjarkason tankar og foldar JJ Bjarni foldar 1010. Rosalegt. Maður mundi halda að menn mundu kalla miðað við að þetta er þriðja allinnið hans í röð.

17:46 Blindahækkun

Blindarnir hækka nú í 600/1200 100 ante. 49 eru eftir í mótinu avg stakk er 82k. Gummi Auðun er chipleader en ómar Guðbrandsson er farinn að nálgast hann. Gummi með 259k Luffi með 220k.

17:50 Örvar heldur áfram í hreingerningum. 

Örvar er að owna borðið sitt og var að taka Guðmund Óla Steingrímsson út með 66 gegn A8. Þrír kóngar létu sjá sig til að gefa Guðmundi auka out, en hann hitti ekki.

17:55 Hreinsunaraðgerðir Örvars halda áfram. Darú býtur rykið. 

Örvar hækkar á hnappnum í 2500. Darú kallar. Floppið kemur  J J T

Örvar setur Dabba allin sem kallar. Dabbi með  T 7 en Örvar með  8 9 open ended. Turnið gaf Örvari fleiri outs.  9 river booom  9. Ljót suga hjá Örvari.

18:01 My name is Jonas!

Jónas Guðmundsson er nýjasta fórnarlamb Steina Pé. Jónas fór allur inn með KQ á borði sem las JJxQ og Steini kallaði með KJ og tók hann út. Einn út í viðbót og þá verða aðeins 5 borð í gangi. Steini rakar pottinum og syngur Weezer slagarann My name is jonas

IMG_3021[1]

Eva Arnet, Garðar Geir, Helgi Kri, Leó Sigurðsson og Logi Laxdal

IMG_3020[1]

Örvar Bjartmarsson er búinn að vera með hreinsunarstarfssemi á borðnu sínu, Hjörtur Hkall er short spurning hvort hann verði næsta fórnarlamb.

IMG_3019[1]

Ómar “luffi” Guðbrandsson er með stóran stafla, Eiríkur Garðar, Inda Hrönn og Steini Pé

IMG_3018[1]

Brynjar Bjarkason, Ari Schröder er stór, fær ráðleggingar frá bróður sínum Jóhanni um hvernig eigi að spila mót með stóran stakk.

IMG_3017[1]

Guðmundur Auðun Gunnarsson

18:15 ROSALEG hönd. Haukur Grettis vs Anika Mai

Anika hækkar, Haukur Grettisson kallar, Eydís endurhækkar, Þórir president öskrar “Hvað í fokkanum er í gangi hérna” og foldar mjög pirraður. Anika kallar, Haukur sömuleiðis.

7  4 J

Eydís bettar út 8k, Anika kallar, Haukur Grettisson fer allur inn 60k betur. Eydís foldar fljótlega en Anika tankar líklega í svona fimm mínútur og ákveður að kalla. Anika með  Q Q Haukur með  4 4. Haukur með Aniku coveraða. Turn og river eru blank  3 og  K.

Eydís foldaði 1010, Þórir foldaði AQ suited og Auðunn foldaði AQ offsuit. Svakalegar hendur.

18:23 Jóhannes Karl er út. 

Jóhannes Karl entist ekki lengi á nýja borðinu sínu, hann var allur inn með 33 og var kallaður af Ómari Guðbrandssyni með KQ. Ómar hitti og jóhannes gat ekki unnið þar sem Eiríkur Garðar var líka með 33.

18:27 Stundum viltu ekki hitta sett, Hjörtur HKall út

Hjörtur var allur inn fyrir flop í hönd gegn Einari Má aka InarMar Hjörtur hafði  2 2

gegn  K A. Borðið rann  5 7 T flushdraw og tvö yfir hjá Einari. Turn  6 river  2 Ekki spilið sem Hjörtur vildi sjá.

18:30 Óskar Kemp tekur Styrmi út.

Óskar kallaði Styrmi allin. Óskar var með 55 gegn A10 hjá Styrmi. Stimmi hitti ekki og 5 á turn gerði endilega útum þetta.  41 spilari eftir.

18:33 Þórir president fallinn

Þórir byrjaði daginn með minnsta stakkinn er búinn að halda sér á lífi í allan dag með góðri og þolinmóðri spilamennsku. Hann fór allur inn með KQ og fékk kall frá Evu Arnet með A10. Eva floppaði tveim pörum sem þyddi að Þórir áttu gutshot. Hann hitti ekki og er fallinn úr leik.

18:46 Örvar tekur stóran pott 

Örvar hækkar fyrir floppið, ónefndur spilari kallar, Auðunn í stóra blind endurhækkar og báðir spilarar kalla. borðið les  T 9 2 Auðunn bettar, Örvar kallar. Turn  2 auðunn setur út 11k. Örvar kallar aftur. River  T, Auðunn tékkar í þetta skiptið, Örvar tankar smá og setur út 36k.

Auðunn fór í tankinn. “jesús meika það ekki að þú sért með A10 þarna”  áfram tankar Auðunn og spyr hvort hann sýni ef hann foldar. Örvar gefur engin svipbrigði og segir ekkert. Eftir smá stund kallar Auðunn. Örvar sýnir einmitt það  A T Auðunn var með  Q Q

18:58 Óskar tekur tvo út.

Óskar hækkar, Máni kallar, Norbert fer allur inn, Hrannar Már sem var verulega lítill fer líka allur inn og Óskar Kallar.

Óskar með  A  T Norbert  A Q, Hrannar með  J 7

Borðið   8 9 3 Flushdraw fyrir Norbert turn  J Hrannar skyndilega með bestu höndina river  7 Hlaupandi röð fyrir óskar

19:03 Break komið, Jóhann Örn og Helgi Kri tvöfalduðu

Jóhann hafði farið allinn höndina áður og höndin var óvart tekin af honum og tapaði því chips. Hann fór allinn aftur næstu hönd og fékk kall frá Brynjari Bjarkasyni. Jóhann með AA gegn QQ hjá Brynjari sem þurfti hjálp á borðinu en fékk ekki.

Helgi Kri fór allinn með AJ gegn KQ hjá Jóhannesi Geir. Helgi Kri hitti röð 78910 var í borði.

19:25 Matarhlé í gangi

Ég var að líta á spilarana sem eftir er og það er hægt að mynda heilt lokaborð af mönnum sem hafa komist á lokaborðið áður þannig að það er ekki ólíklegt að við fáum að sjá einhverja snúa aftur á lokaborðið í ár.

19:50 gróft Chipcount

Birgir Björn Hjartarson 230k

Einar Már Þórólfsson 140k

Örvar Bjartmarsson 116k

Jóhann Klemenz 72k

Adam Ingibergss 72k

Auðunn Örn Gylfason 23k

Kristján Bragi Valsson 160k

 

Matthías sigurðsson 90k

Haukur Már böðvarsson 36k

Valdimar jóhannsson 103k

Eydís Björgvinsdóttir 85k

ómar Guðbrandsson 240k

Eiríkur Garðar Einarsson 76k

Inda Hrönn 41k

Steini Pé 185k

 

Andri Björgvin Arnþórsson 41k

Eva Arnet 72k

Garðar Geir Hauksson 110k

Helgi Kristinsson 44k

Leó sigurðsson 65k

Llogi laxdal 100k

Guðmundur Helgi 110k

Jóhannes Geir 90k

 

Haukur Grettisson 160k

Sasha 185k

Hákon Bergmann 42k

Jóhann Ingvarson 80k

Brynjar Bjarkason 46k

Ari Schröder 130k

Guðmundur Auðun Gunnarsson 246k

Bjarni Baquette 40k

 

Sævar Ingi Sævarsson 105k

óskar Kemp 205k

Máni Elmarsson 40k

Atli 40k

Örninn Össi 75k

Jana Guðjónsdóttir 46k

Hlynur Árnason 70k

20:08 Andri Björgvin tvöfaldar

Andri Björgvin hækkar fyrir flopp, Garðar Geir endurhækkar. Andri fer allur inn og Garri snappkallar. Andri sýnir AA gegn AK í spaða hjá Garra. Borðið bauð ekki uppá neinn svita og Andri kominn í um 100k.

20:09 Óskar og Luffi setja pressu á andstæðingana, Matti55 út.

Ég kom að borði sem taldi  A  4 J. Luffi veðjar og Matti kallar. Turn kom  7 Aftur veðjar Luffi nú um 17k, Matti kallar. River  8 Nú fer Luffi allin miklu stærri en Matti, Matti tankar í svona 3 mínútur og kallar. Luffi sýnir  4 4 fyrir sett. Matti muckar Ás gosa.

Óskar Kemp var í stæðilegum potti við Hlyn Árnason, Óskar bettaði stórt á river og þvingaði Hlyn í fold.

20:14 Tveir spilarar út. Inda Hrönn og Atli Sigmarsson

Inda fór allinn yfir raise frá luffa. Valdi skjálfti fór allur inn yfir, Luffi foldaði 9-3 stolltur af preflop raisinu. Valdi var með AA gegn 77 hjá Indu. Ás á floppi fyrir sett, 7 á river líka fyrir sett en það var meira til að svekkja.

Atli sigmarsson fór allur inn og var kallaður af Óskari Kemp. Atli með AK í tígli gegn 22 hjá Óskari. Óskari floppar setti og Atli hittir ekkert. 35 eftir. Það verður líklega spilað niður í 3 borð í dag.

20:20 Kaldur stokkur fyrir Auðunn sem er út. 

Auðunn Örn Gylfason var afar shortstack hækkar preflop og er kallaður af Einari Má. Borðið kemur  4 5 Q PEningarnir enda inni á floppi. Auðunn sýnir  K K en Einar  Q 3 turn  6 og river

9 Hlaupandi litur fyrir Einar. 34 eftir búið að sameina í 4 borð.

20:27 Óskar KEMP!!!!

óskar var að taka út spilara. Jana Guðjónsdóttir fór allin með A4 gegn J9 í hjarta hjá Óskari. óskar hitti borðið, það gerði Jana ekki og Jana er út.

20:28 Guðmundur Helgi tvöfaldar í gegnum Loga Lax

Sá einungis að þeir höfðu farið inn á turn á Borði sem taldi  2 3 4 6 Logi var með  3 A

gegn  K K Hjá guðmundi. river  K sett sem hann þurfti ekki á að halda.

20:35 Máni Elmarsson út í 33.sæti

Máni var orðinn verulega short rétt yfir 20k. Fór allur inn í co og fékk kall frá jóhanni í bb. Jóhann var með KK gegn A9 hjá Mána. Össi sagðist hafa foldað Ás sem Máni var svekktur með að vita. Borðið var líka slæmt fækkaði outsum hjá Mán 10 J Q fækkaði úr 3 í 2. Máni hitti ekki.

20:43 Bjarni Baquette með sett á móti Brynjari

Brynjar var með KK og slapp þokkalega ódýrt frá því gegn 66 setti hjá Bjarna. Brynjar orðinn mjög short.

Þá fór Helgi Kri allinn gegn Jóhannesi Geir á floppi en fékk ekki kall. Bætti samt við staflan sinn sem var frekar short.

20:51 Allin og kall. Chop

Leó og Jóhannes Geir báðir með AK en hvorugur hitti lit þannig að chop pot.

20:58 Logi lax tvöfaldar

Logi fór allinn yfir hækkun hjá Leó. Leó kallaði með KJ en Logi var með 44. borðið var allt mjög lágt og fékk Logi röð.

21:05 Andri Björgvin í action

Ég kom að borði sem taldi  2 3 3 7 Birgir veðjaði 12.500 Andri Björgvin tankar heillengi líklega 3 mínútur og fer allinn 46k betur. Birgir fer í tankinn en endar á því að folda.

21:09 Blindahækkun 1000/2000 300 ante

32 eftir. 125k avg

21:12 Brynjar Bjarkason út í 32.sæti

Brynjar fór allur inn yfir hnappahækkun hjá Hákoni Erni.   Brynjar var með  Q J

var með  8 6. Borðið rann  7  5 3

Guðmundur Auðun segir “þú þarft að vera góður ef þú ætlar að dogde a þetta.” Turn  7 og þetta sagði Gummi. River  A litur fyrir Hákon Örn Bergmann

21:22 Sævar Ingi bætir við sig

Sævar Ingi valuebettaði gegn Óskari kemp með 99 á borði sem innihélt meðal annars tvo gosa og níu. Óskar með gosa kallaði.

Þá kallaði Leó bluff frá Örvari á river með tíu par þar sem Örvar var með QJ high. Stakkastærðir búnir að breytast talsvet frá því í hléi.

21:48 3 way allin í svakalegri hönd. 

Bjarni hækkaði uppí 9k. Jóhann Klemenz kallar, Hlynur árna kallar. floppið kemur  8 7 9. Bjarni veðjar 22k. Jóhann fer allur inn um 60k, Hlynur Árna fer í tankinn í góðar tvær mínútur og fer líka allur inn fyrir aðeins stærri stakk. Bjarni fer í tankinn og tankar í góðar sjö mínútur og endar með að kalla með þá báða vel coveraða.

Jóhann með  T T  Par og open ended. Hlynur með  6 5 fyrir floppaða röð. Bjarni var með  K K. Turn  J Svakaleg þreföldun fyrir Jóhann. Hlynur tekur sidepottinn.

21:54 Haukur heppinn að detta ekki út

Haukur var allinn á J 10 x floppi gegn Steina Pé. Steini ákvað að kalla ekki í þetta skiptið en ákváðu báðir að sýna og fá að sjá turn og river. Steini var með 89 gegn QQ  hjá Hauki. 7 hefði lennt strax á turn.

21:55 Logi Lax tvöfaldar aftur.

Búinn að vinna sig úr 5k uppí 120 á seinasta klukkutíma. Var allinn með 9 8 á  Q 9 9 borði og fékk kall frá Guðmundi Helga með 97. 8 á turn.

22:01 Guðmundur Helgi Ragnarsson út í 31.sæti

Peningarnir enduðu allir inni fyrir floppið. Leó Sigurðsson var með KK gegn 1010 hjá Guðmundi Helga sem náði ekki að tengjast borðinu. stór pottur

22:07 Hlynur Árnason út í 30.sæti

Hlynur fór allur inn með restina, Óskar Kemp reraisar og allir folda. Óskar var með 1010 gegn 44 hjá Hlyn. Hlynur náði ekki að tengjast borðinu og er út.

22:20 Drottningin tvöfaldar

Eydís átti afar lítinn stakk rétt um 17k. fór allinn. Eiríkur Garðar Kallar. foldað að Hauk í bb sem er líka short, hann tankar og tankar og tankar og endar á að folda 1010.    Eydís var með KK Eiríkur Garðar AJ. Haukur er brjálaður útí sjálfan sig og virðist tiltast mjög mikið þegar 10 sést í glugganum. Garðar hitti J á river en það var ekki nóg.

22:39 Breaki lokið 1200/2400 300 ante

Seinasta level dagsins gæti orðið fyrr, þarf 2 spilara að detta út.

22:50 Örvar og Andri Björgvin tvöfalda

Örvar var með 88 allin pre gegn Garra með 66. Borðið rann út án þess að nokkur hitti. Andri Björgvin var allur inn með AK gegn 1010 hjá Óskari Kemp. Ásinn datt á turn og við bíðum ennþá.

22:55 Eva Arnet út í 29.sæti Eydís last woman standing

Eva fór allin með 1010 og var kölluð af Helga Kri með JJ. Hvorugt tengdist borðinu 28. eftir.

22:57 Garðar Geir Hauksson út í 28.sæti

Höndina eftir datt Garðar Geir út. Hann og Helgi kri voru á floppi sem sýndi J 10 7, Garri shippaði allur inn yfir bet hjá Helga sem snappkallaði með QQ Garri öskraði strax “Andskotinn” með AQ. Garri náði ekki að tengjast borðinu og er út í 28.sæti.

Dagur 3 hefst á morgun kl 12:00. Talning á spilapeningum verður birt hér á eftir.

22:59 Birgir datt út í seinustu höndinni líka 27.sæti

Birgir var allur inná floppi með 24 í hjarta á móti A9 hjá Óskari Kemp. Borðið innihélt 9 2 og óþekkt spil. tvö þeirra voru í hjarta þannig að Birgir var með flushdraw og par. Óskar Kemp náði að dogde a það og datt út. Það verða því 26 spilarar sem hefja leik á morgun. 18 fá borgað.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *