Bein textalýsing: Lokaborð Íslandsmótsins í póker 2015

7Nov

Góðan daginn kæru lesendur. Eftir rétt um klukkustund hefst lokaborðið á Íslandsmótinu í póker. Lokaborðið er spilað í sal Bridgesamband Íslands Síðumúla 37. Þá verður einnig hliðarmót hér í salnum við hliðiná. 9 spilarar standa eftir og eru það. Hægt verður að horfa á stream frá lokaborðinu á www.twitch.tv/pokersamband  því miður verður ekki lýsing þar, vegna aðstöðuleysis fyrir lýsi en það er samt sem áður hljóð frá borðinu sem á að heyrast ágætlega. Annars verður textalýsing hér að sjálfsögðu. Spilararnir sem keppast um íslandsmeistaratitilinn eru:

Ómar Guðbrandsson 1.265.000

Aðalsteinn Pétur Karlsson 550.000

Leó Sigurðsson 540.000

Sasha Drca 464.000

Guðmundur Auðun Gunnarsson 338.000

Sævar Ingi Sævarsson 263.000

Óskar Aðils Kemp 240.000

Einar Már Þórólfsson 151.000

Haukur Grettisson 151.000

 

13:55 Spilarar byrjaðir að mæta

Flestir spilarar eru mættir. Luffi og Óskar eru ekki mættir, aðrir eru hérna tilbúnir. Leikmenn eru sestir við borðið. 2 mínútur til stefnu akkurat þegar þetta er skrifað. Minni á Live stream á www.twitch.tv/pokersamband

14:00 Hönd 1 Allinn og kall í fyrstu hönd. 9.sæti Guðmundur Auðun Gunnarsson

Guðmundur Auðun hækkar í 17k. Leó Endurhækkar í 41k. Blindarnir folda. Gummi fer allinn. Leó Snappkallar. Allinn og kall í fyrstu hönd. A A gegn A  K  borðið hjálpar ekki og Gummi er út í fyrstu hönd.

14:06 Hönd 2: Leó 3 bett maskína.

Leó endurhækkaði veðmál hjá Steina Pé sem foldar eftir endurhækkun hjá leó.

14:08 Hönd 3. Aftur allin og kall. Sævar Ingi tvöfaldar. Suck og resuck

Sasha hækkar og Sævar Ingi fer allur inn úr stóra blind. Sasha snappkallar. Sasha með  Q Q  Sævar með JJ Borðið rennur.

AJ  T  Sævar með sett. Sasha gutsho. Turn K sasha með röð. River  K Sævar með hús.

“Með þessu áframhaldi folda ég mig í 3.ja sæti” sagði Einar Már.

14:12 Hönd 4. Óskar Kemp

óskar tók fínan pott gegn Sævari inga sá ekki nákvæmlega action eða neitt.

Sæti 2. Sævar Ingi

Sæti 3. Steini Pé

Sæti 4. Leó

Sæti 5. Luffi

Sæti 6. Sasha

Sæti 7. Einar

Sæti 8. Haukur

Sæti 9. Óskar

fyrir þá sem eru að fylgjast með stream

14:15 Leó heldur áfram að taka potta.

Tók fínan pott gegn Óskari.

14:17 8.sæti Haukur Grettisson

Ég kem að borði sem las Q63. Sasha bettar og Haukur fer allur inn. Sasha kallar. Haukur með AJ flushdraw og eitt yfir gegn QAJ. Turn kom Q river K. Sasha næstum tvöfaldar á meðan Haukur er út. 7 spilarar eftir og 19 mínútur búnar.

14:21 Sævar tekur tvo potta

Sá aðeins þann seinni þann stærri, óskar hækkaði. Sævar kallaði og Luffi og Sasha komu með úr blindunum. QT6. Allir tékka. turn kom 3. Óskar setti 22k og Sævar var eini sem kallaði. River kom 9. Óskar setti 37k. Sævar ingi setti 225k að setja hann allan inn. Óskar foldar.

14;26 Leó heldur áfram með aggression. 

Steini hækkar og Leó endurhækkar. Steini kallar borðið les. T JA Leó veðjar aftur og steini kallar. River 9. Leó veðar 115k á river  og Steini foldar. Leó kominn með skemmtilegan stóran stafla. Farinn að draga aðeins á chipleaderinn Luffa.

14:31 Steini tekur pott

Luffi hækkar í 18k.  Steini endurhækkar í 43k. Luffi kallar. AA3. Steini veðjar og ómar sagði “Þetta var hrikalegt flop fyrir mig” Steini sýnir níupar.

14:33 Sasha tvöfaldar og Óskar tvöfaldar höndina eftir

Luffi hækkar og Sasha kallar. Flop kemur 7 63. Luffi veðjar og Sasha endurhækkar. Luffi setur hann allan inn. Sasha snappkallar. Sasha með 77 en Luffi með AJ.

“Hvaða rugl er í gangi” segir Guðmundur Auðun. Luffi segir við Sasha “six of clubs.” “I don´t care” segir Sasha. Turn blank river 6. Hann kallaði á það. Litur fyrir Luffa hús fyrir Sasha

Höndina eftir fer Óskar allur inn með A8 gegn KK hjá Sasha. Ás sýndi sig og Óskar tvöfaldar en hann átti bara 70k.

Ég segi bara hvaða rugl er í gangi. Allinn og köll allan daginn. ég hef ekki undan því að skrifa.

14:39 Sasha sýnir trips. 

Sá ekki action en það voru slatti chipsar í borði líklega um 200 k. Tveir fjarkar voru í borði og Sasha sýndi 4 þegar Sævar foldaði fyrir 175k riverbetti hjá Sasha.

14:45 Einar Már vann pott áðan

Luffi hafði hækkað og Einar fór allur inn en fékk ekki kall. Einar sýndi að sjálfsögðu eina níu. hann vildi að þetta yrði tekið fram. Þá var óskar líka að fara allur inn yfir hækkun hjá Luffa og fékk ekki kall.

14:48 Steini tekur góðan pott

Sævar hækkaði á hnappnum. Steini endurhækkaði. Sævar kallaði.

KTQ  Steini bettar og Sævar kallar  turn J Sævar foldar eftir smá umhugsun og sagði þetta var ógeðslegt turn og sýnir J9

Þá fer Einar aftur allur inn og tekur blinda og ante.

14:49 Hliðarmót fer bráðum að byrja. 15k second chance.

Allir að mæta uppí Bridgesamband síðumúla 37 í hliðarmótið.

14:51 Sasha fær göngutúr með Ása

Foldað að Luffa í litla blind sem foldar. Sasha sýnir AA í stóra.

14:58 Steini Pé og Leó taka litla potta

Varla það merkilegt að menn geti talað um það, Sævari Inga og Luffa eru aðeins farið að blæða chipsa samt. búnir að vera með í mörgum höndum og tapa að undanförnu. Sýnist jafnvel að Leó sé orðinn stærri en Luffi. Þá er sasha með ca 700k

15:01 Sasha tekur blinda tvisvar í röð. “Afhverju nía”

Hækkar úr litla á Einar og af hnappnum á Einar og Óskar.

“átti ég að shippa á hann” spurði Einar mig, Ég sagði bara gaman. “ég var ekki með níu” svaraði Einar.  “Afhverju nía” spyr Leó.  “Ertu ekki búinn að spila sama mótið og við” sagði Luffi. En nía eða níur hafa verið að hitta oft trips og sett, jafnvel röð.

IMG_1001

Leó Sigurðsson, Ómar Guðbrandsson og Sasha ásamt Rannveigu dealer.

IMG_0999

Einar Már og óskar Kemp

IMG_1002

Sævar ingi, Steini Pé, Leó og Luffi

15:11 Stutt break. blindahækkun. 5000/10.000 Ante 1000

Sasha er kominn með 993.000

Einar Már með 150.000

Óskar Kemp 136.000

Sævar Ingi 257.000

Steini Pé 433.000

Leó 1.369.000

Luffi 707.000

15:23 Leikar hefjast að nýju

Farið að hitna undir Einari og Óskari með 13-15 bb´s. Sævar líka í smá veseni með 26bb en hefur smá öndunarrými.

15:26 “ég get ekki farið allin, ég er alveg steindauður ef ég fæ kall”

Það var foldað að Einari í litla blind. Hann sagði ” ég get ekki farið allin ég er alveg steindauður ef ég fæ kall.” Óskar fær walk í stóra blind frá Einari og sýnir AK. Einar hefði alltaf fengið snappkall.

15:30 Óskar tvöfaldar í gegnum Sasha

Luffi hækkar í 22k. Sasha kallar. Óskar fer allur inn. foldað að Luffa sem fer í tankinn og foldar. Ákvörðunin komin yfir á Sasha sem kallar. KK   hjá Óskari gegn 55. Borðið rennurút og Óskar tvöfaldar.

15:34 Leó stækkar og stækkar.

Er búinn að taka tvo potta, fyrst gegn Luffa og svo endurhækkaði hann Steina. Man ekki eftir mörgum pottum sem Leó er búinn að tapa í dag.

15:35 Óskar aftur allinn, Ekkert kall núna. 

Aftur var það Luffi sem hækkaði og aftur kallaði Sasha. Óskar fór allur úr stóra blind og báðir spilarar folduðu. Orðið talsvert dýrara að kalla Óskar núna. Luffi gjörsamlega búinn að blæða chippsum í dag. Búinn að tapa næstum helming upphafsstakk sínum.

15:40 Steini fer allur, ekkert kall.

Sasha hækkar, Óskar kallar, Steini endurhækkar í 62k. Óskar kallaði en ekki Sasha. J63. Steini fer allur inn og Óskar foldar og segir “Hvar var gosi átta þristur.” Sasha segist hafa kallað allinn þarna á floppi hefði hann ekki foldað.

Höndina eftir fer Einar allur fyrir rétt yfir 100k í fjórða sinn í mótinu. Ennþá fær hann ekki kall. Luffi sagði “Sick” í bb og sýnir 23 off. Enginn að fá hendur þegar Einar shippar.

15:44 Einar tvöfaldar

Luffi hækkar á hnappnum og Einar fer allur inn. Luffi kallar. Luffi með KT gegnA3 floppið býður uppá skemmtilegan svita. AJ2 Flushdraw og röð draw hjá Luffa gegn topp pari. turn kom 3 Fækkaði um eitt out. River 3 Fyrir hús hjá Einari.

“Ég var ekki einu sinni með níu sagði Einar”.

15:49 Steini tekur fínan pott.

Bettaði á flopp og turn með 44 á borði sem taldi 2367 river 9 báðir tékka og fjarkar góðir.

15:52 “Steini ef þú hreyfir þig á button þá sérðu hvað bíður þín”

Luffi með þessi fleygu orð í stóra blind, tilbúinn að fara allur inn. Sævar Ingi í co hækkaði aftur á móti og Steini og Leó folduðu. “Þú þorðir þessu alveg” sagði Luffi áður en hann foldar stóra blind.

15:57 Engin vil spila við Einar

Spurning um hvort þetta flokkist sem einelti. Einar búinn að taka tvo potta með því að hækka. Enginn vill leika.

Leó, Luffi og Sasha

Leó, Luffi og Sasha

 

Sasha

Sasha

Luffi og Leó

Luffi og Leó

IMG_2515

16:05 Ennþá vill enginn leika við Einar.

Steini hækkaði veðmálið. Sasha endurhækkaði og Einar fór allur inn úr litla blind. Báðir aðilar folda. Einar var með 251k fyrir höndina. Kominn yfir 300k eftir hana.

IMG_2516

Sævar Ingi spakur, Steini Pé djúpt hugsi.

16:08 Sævar Ingi tvöfaldar. Óskar með dvergastakk

Óskar hækkaði á hnappnum og Sævar Ingi fór allur inn. Óskar kallar. Sævar Ingi með A9 Óskar með KQ A65 turn T river 4 Enginn með tígull og Sævar tvöfaldar.

16:12 Steini með góðan pott

Steini getir gott kall á Leó.

Kallar 80k á river með KQ á borði sem innihélt K, nokkur 10 9 6 5 þrjá spaða.

16:16 7.sætið Óskar Kemp

Óskar Kemp fór allur inn með 8k minna en 1bb. Steini kallar, Sasha kallar í sb og Einar tékkar í bb. Allir tékka flop og turn, Sasha bettaði river, Steini endurhækkaði það og sasha kallar. Sasha hitti röð á river með AJ en Steini hitti tíglalit með 89 í tígli á river. hljóp í lit. Óskar Kemp því út í 7.sæti.

IMG_25157

Óskar Kemp allur í 7.sæti.

16:21 Loksins vann luffi pott

Hafði hækkað fyrir flopp og sævar og Leó kölluðu. leó donkbettaði floppið og Luffi hækkaði, Báðir spilarar folduðu. Ekkert gengið hjá Luffa í dag, held hann sé næst lægstur af þeim sex sem eftir eru.

16:24 Hús gegn húsi!!!!

Sasha hækkaði, Leó og Luffi kölluðu. Borðið KK5 Allir spilarar tékka. Turn 3. Leó veðjar 32k og Sasha kallar. River K Leó veðujar 57k og Sasha kallar. Leó með TT sem var gott gegn áttupari hjá sasha. Stóru stakkarnir að spila varlega gegn hvor öðrum.

16:29 Floppar röð en tapar

Kom að borði sem las 78T Luffi veðjaði og Sasha kallaði. turn kom 9 Báðir spilarar tékka. River kom K. Sasha fer allur inn. Luffi fór í tankinn og segir “Ég hef einu sinni séð þig gera þetta áður og þá varstu með nuts. Ég floppaði röð” Sýnir 69 og foldar.

16:36 Fljótasta kall í sögu pókers. 

Sasha opnar og Steini endurhækkar á hnappnum í 52k. Sasha kallar. borðið las JT6

Steini veðjar 85k. Sasha kallar. Turn kom 6. Báðir spilarar tékka. River kom 3 Sasha veðjar 110k. Hann var ekki búinn að sleppa chipsunum og 0,1 nanósekúndu síðar kallar Steini með drottningar sem voru góðar.

16:40 Sasha yfirshovar pott

Ég kom að potti sem innihélt ca 200k. Borðið las 427KT. Sasha fór allur inn fyrir um 400k. Leó brást við með því að segja “Ha!!!” tankar í smástund og foldar. Sasha sýndi mér höndina sína en ég mátti ekki segja hvað hann var með fyrr en seinna.

16:47 Stutt break og blindahækkun

Sævar Ingi 385.000

Steini Pé 1.141.000

Leó Sig 1.097.000

Luffi 396.000

Sasha 647.000

Einar Már 296.000

Blindahækkun 6.000/12.000 ante 1000

16:51 Leikar hefjast að nýju

16:58 Steini tekur pott af Luffa

Steini hækkaði og Luffi kallar á hnappnum. Flop kom 69T Steini veðjar og Luffi kallar. Turn kom 4 Aftur veðjar Steini og afutr kallar Luffi nú 63k. River 2 Báðir spilarar tékka. Steini sýnir TA sem er gott.

17:00 Ásta brennir brauðið hans Luffa.

Hafði gleymt brauðinu hans í grillinu alltof lengi. Brauðið var ansi brennt. Segir mikið til hvað Luffi er að runna illa. Að sjálfsögðu var reddað nýju brauði fyrir hann en það var Anika íslandsmeistari og kærasta Luffa sem gerði það. Ekkert klikkaði hjá henni.

Höndina eftir þá gegn Steina tapar Luffi um 70k gegn Sævari Inga. Luffi komin undir 200k.

17:08 Luffi tvöfaldar

Einar hækkar, Sævar Ingi kallar og Luffi fer allur inn. Einar kallar með 16k meira. Einar með AK en Luffi með QQ Borðið rennur út án svita og Einar við það að detta út.

17:09 6.Sætið Einar Már Þórólfsson

Einar var í bb í næstu hönd og fór blint allinn með um 16k. Steini kallaði ásamt Sasha. Flopp kom Q43. Steini veðjaði og Sasha kallaði. Steini var með QJ gegn 67. Einar með backdoor og gutshot. Turn kom 8 fyrir open ended en river blankaði önnur átta. Einar út í 6.sæti. Vel gert hjá Húsvíkingnum.

17:15 Tími fyrir meira play

Þar sem spilurum fækkar eru menn auðvita þvingaðir til að spila fleiri hendur. Sem bíður auðvita uppá skemmtilegra play. Enginn verulega lowstack núna. Allir geta spilað hendur án þess að fara allinn pre.

17:20 Steini að hitta eins og atvinnu pílukastari

Steini hækkaði og Luffi kallaði. Floppið var 563. Steini veðjaði og Luffi kallaði. turn 8 Steini veðjaði 62k, Luffi hækkaði 75k betur. Steini kallaði. River 8 og Steini instant fór allur inn. Luffi hristir hausinn og sagði “ojbarasta” Ekki hljómsveitin samt, hann foldar röðinni sinni með 79. Steini sýndi AA “Mig grunaði þetta” sagði Luffi.

IMG_2520

Steini Pé er yfirburðarchipleader núna.

IMG_2519

Leó er næst stærstur.

IMG_2521

Luffi er búinn að hlaupa verr en áttræð kona í göngugrind

17:31 Raise allinn, Allinn!!!

Leó hækkar og Luffi fer allur inn, Sasha foldar og sævar fer í tankinn og fer allur inn. Leó foldar. Sævar með AK en Luffi með AK. Luffi segir “heart attack” Hvorugur hittir lit og var ekki nálægt því. Luffi segir svo “Hvernig ferðu allur inn með ás high”

Chop it boys.

17:38 Steini er VÍST með fold takka.

Hann hækkaði úr litla í stóra á Leó sem kallaði. Leó kallaði flop og bettaði turn og Steini foldaði Ás Gosa. Hann er með fold takka. Það hefur farið lítið fyrir þeim takka að undanförnu.

17:48 5.sætið Sævar Ingi sævarsson, ískaldur stokkur. 

Sævar Ingi hækkaði fyrir fyrsta stræti og Leó endurhækkar á hnappnum. Sævar kallar. Borðið rennur 89T. Leó veðjaðar út 52k. Sævar Ingi fer allur inn. Sævar með KQ en Leó floppaði röð með QJ. Sævar náði ekki að hitta lit eða gosa fyrir choppaða röð og er því út.

IMG_2516

Sævar endar í 5.sæti. Hann var í 7.sæti 2012 og 13.sæti í fyrra. Virkilega flottur spilari.

17:51 Luffi tvöfaldar

Luffi fór allur inn á hnappnum og Sasha kallar í litla blind. Sasha með 77 gegn KJ    J25 turn T og river 9. Luffi hitti flopp og lit á river en þurfti þess ekki. Sasha lang lægstur með ca 200k.

18:00 Sasha sýgur og tvöfaldar

Foldað að Luffa sem fer allur inn í litla blind á Sasha í stóra sem kallar. Luffi með AJ gegn A6 Floppið er KT7 Turn 9 river 5 fyrir lit.

18:05 10 mínútna break og blindahækkun

8.000/16.000 ante 2000

Sasha 389.000

Luffi 428.000

Leó 1.800.000

Steini Pé 1.250.000

18:17. Leikar hafnir að nýju.

18:18 Allinn og kall!!! Enginn út

Foldað að Luffa í litla blinda sem limpar. Sasha tékkar. borðið kemur 564

Luffi bettar og Sasha kallar. turn er 8. Luffi fer allur inn og Sasha snapp kallar. Luffi með 57 gegn Q7 Báðir með röð en Sasha að freerolla með flushdraw. River er blank og þeir choppa. Litlu stakkarnir að battla.

18:29 Leó tekur RISA bluff á Steina. 

Ég kem að borði sem telur AJ98. Steini veðjaði út 75k , Leó setti 115k betur. River kom 9. Leó setur 315k. Steini foldar.  Leó sýnir KQ

18:33 Steini mikið fyrir snappköllin

Þá ég við að kalla á 0,1 sekúndu. Í þetta skiptið kallaði hann bet frá Sasha á river með þristapar sem myndaði hlaupandi röð gegn sjöupari hjá Sasha sem var mjööög pirraður yfir þessu suckouti. Hann getur þó lítið sagt eftir hlaupandi litinn sem hann fékk gegn Luffa áðan.

Sasha fer allur inn á hnappnum höndina eftir og tekur blinda og ante.

18:36 4.sætið Sasha Drca

Sasha fór aftur allur inn, núna undir byssu og Steini kallaði á hnappnum. Sasha með K9 gegn A7 Borðið var T83 turn bauð uppá svita J en river var blank 8

18:47 Tvö pör. Tvisvar

Steini Pé er búinn að taka tvo frekar stóra potta eftir hnappahækkun í bæði skiptin. Fyrsta skiptið floppaði hann tveimur pörum með Tíu fimmu gegn Leó og riverar svo tveimur pörum með kóng tvist gegn Luffa. Luffi sagði fyrir höndina, “Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þig og leyfa þér að hitta eða hvað”. Það borgaði sig ekki þar sem Steini er að hlaupa vel í þessu maraþoni og tekur svo strax annan pott gegn Luffa. Luffi í vandræðum með um 400k eftir. Steini hinsvegar í góðum málum.

IMG_2521

Ómar “Luffi” Guðbrandsson er uppalinn á Þorlákshöfn er einn af þeim sem er eftir.

IMG_2519

Leó Sigurðsson er úr Reykjavík en hefur búið á Akureyri og Grenivík meðal annars.

IMG_2520

Aðalsteinn Pétur Karlsson aka Steini Pé kemur frá Húsavík.

Þessir þrír eru að battla um íslandsmeistaratitilinn. Þess má geta þess að Luffi varð íslandsmeistari í pot limit omaha fyrir tveim árum eftir heads up við Guðmund auðun sem datt fyrstur út af lokaborðinu í ár. Kærasta hans Anika Mai hefur bæði orðið íslandsmeistari í No limit holdem og pot limit omaha en þess má geta að Anika vann líka Guðmund Auðun í heads up í omaha. vinni Luffi verða fjórir íslandsmeistaratitlar í póker á þeirra heimili.

18:58 Klukkustunda matarhlé

20:00 Leikar hefjast að nýju vííí

3way action að hefjast að nýju. Bluffi er í litla blind og Steini í stóra.

 

Steini hækkar og Leó kallar. 346. Steini veðjar, Leó endurhækkar, Steini kallar. Turn 3 Steini veðjar og Leó foldar.

20:06 3.sæti Ómar Guðbrandsson, Raise allinn, Kall, Allinn!!!!

Leó hækkar og Luffi fer allur inn. Steini biður um talningu, 230k, snappkall frá Steina. Leó fer ALLUR INN. Hvað er að frétta hérna. Steini legst í tankinn. “Rannveig spyr kalla” Steini fljótur að segja “nei”  ” þú hefur ekki hugmynd hvað ég er með ” segir Steini og tankar ennþá.  Hann endar á að folda og sýnir AK “Eins gott að þú sért með mig”. Leó sýnir QQ gegn A9. Borðið hjálpaði Luffa ekkert og hann erút.

20:15 Hönd 1-3

Steini tekur fyrstu hönd og smá pott. Ekkert marktækt.  Leó tekur næstu tvo, svipaður pottur þar.

20:!6 Hönd 4- 6

Steini hækkar, Leó foldar.  Leó hækkar. Steini foldar.

Steini hækkar, Leó kallar, Steini bettar og Leó foldar. Allt voða óáhugavert hér til að byrja með. Set niður um leið og eitthvað áhugavert gerist.

20:23 Leó í sínu öðru íslandsmóts heads upi

Leó var líka í heads up fyrr á þessu ári í íslandsmótinu í online. Þar beið hann lægri hlut fyrir KristJönu Guðjónsdóttur. Spurning með annað silfur eða bracelet hjá Leó. Spilararnir þekkjast ágætlega frá tímanum sem Leó bjó á Akureyri.

20:23 Leó tekur smá pott

Steini hækkar og Leó kallar. Flop var A42. Bett og kall. Báðir tékka turn sem er 8. River var 5. Leó setur 80k og Steini snappkallar. Leó með JT, Steini muckar.

Báðir spilarar mjög djúpir. Leó byrjaði með 2,3 milljón gegn 1,6 hjá Steina. Held það sé ennþá svipað allavega báðir mjög djúpir og engir risa pottar komnir.

20:32 Þetta gæti tekið langan tíma

Menn að tala um það hérna á hliðarlínunni að þetta gæti tekið langan tíma. Nú er spurning um að fá einhverjar stórar hendur.

20:37

Ég hef farið í jarðarför þar sem er meira action í gangi en hér.

“Það er spurning um að hraða þessum blindum” segir Leó. Steini er góður og vil ekki flýta neinum blindum. “Bara tillaga” segir Leó.

20:40 Blindahækkun 10.000/20.000 ante 3000

Leó er aðeins að taka fleiri potta en Steini en ekkert merkilegt í gangi samt. Við bíðum og bíðum. Það er mikið í húfi svo sem þannig að menn skilja þetta vel.

20:49 Leó tekur fínan pott.

6828

Steini veðjaði út yfir 100k og Leó kallaði með J9 á meðan Steini var með 83. Leó hafði veðjað flop og turn og steini river.

20:54 Steini tekur fínan pott.

Leó hækkar, Steini endur hækkar. Leó kallar.

296 Steini veðjar 87k. Leó kallar Turn 5 Steini veðjar 155k Leó kallar. River kemur Q. Báðir tékka. Steini tekur niður pottum með Gosum á hönd.

Mér líður eins og kínverska lýsandanum sem sofnaði á meðan leik stóð. Gaman af því. Eitt er ljóst að sigurvegari þessa heads up getur fengið sér amk einn pineapple breezer þegar leikar ljúka.

21:07 Steini tekur risapott

Ég kom að borði sem taldi

J473Q

Steini bettaði um 100. Leó setti 250k betur. Steini kallaði. Leó var fljótur að segja “Gott kall” Steini sýndi

56 fyrir röð. Sýnist Steini vera orðin stærri.

21:24 Leó tekur fínan pott. Allt voða even eitthvað

Leó hækkar, Steini endurhækkar. leó kallar.

856 Steini veðjar 77k. Leó hækkar og setur 175k betur. Steini foldar.

21:27 Steini mikið fyrir tékk kall á river.

oftar en ekki er hann með þetta, hann fer vargætilega og er búinn að fá Leó til að veðja 2-3 sinnum nokkuð stórt á river og kallar. Það er að virka vel.

21:34 Tekur laaaangan tíma

Þetta er að taka svakalega langan tíma.  Vantar alvöru potta hérna.

 

21:42 Steini nánast alltaf með þetta

Virðist sama hvaða næstum því áhugaverður pottur kemur upp þá hittir Steini alltaf amk tvö pör gegn topppari hjá Leó sem er samt að tapa minimum. Steini samt kominn með talsverða forystu. Leó virðist dottinn niður í milljón chips.

21:54 Leó búinn að taka af sér trefilinn

Spurning hvort það sé ekki merki að eitthvað sé að fara gerast eh.

21:55 Blindahækkun 12.000/24.000 ante 4000

Fyrst smá break

Steini með rúmlega 2,7 milljón gegn 1,2 hjá Leó

22:06 Leikar hafnir að nýju

Vil taka fram að Coca Cola bragðast alveg jafn vel og venjulega.

22:11 Kóng, tvö pör pffff alltaf!!!

Steini er enn einu sinni að hitta tvö pör. báðir tékka river, Leó var með topp par K gegn tveimur pörum hjá Steina með 3 4.   Leó farinn að verða verulega pirraður á þessu runni hjá Steina.

Leó hækkar, Steini endurhækar. leó kallar.

22:22 Steini stækkar.

Varð að setja þessa inn því það er lítið um raise og reraise.

J37. C bett hjá Steina var nóg

22:27 Virðist sama hvað gerist, alltaf hittir Steini aðeins betur

Leó dottin niður í um 700k. Búið að vera mikið grind og nánast sama hvaða pottur er þá virðist steini hitta örlítið betur en Leó. Leó samt sem áður nánast búinn að halda þessum pottum í min loss. Hann verður að fara taka áhættur til að reyna tvöfalda sig til að halda sér inní leiknum.

22:29 ALLinn kall Leó tvöfaldar

Leó kallar, Steini raisar, Leó fer allur, Steini snappkallar.

Leó með 33 gegn AJ

379 Turn Triver blank. Smá sviti á turn en Leó er back in the game. Með um 1,7 núna.

22:35 Steini floppar röð

Steini hækkar. Leó kallar.

234. Steini bettar og Leó kallar 2 Steini bettar 100k Leó kallar aftur. River 8 Steini bettar 200k og Leó kallar. Steini sýnir A5 fyrir floppaða röð. Leó var allavega með áttu. Líklega 85 eða eitthvað slíkt.

22:56 

Ég er búinn að vera í djúpum pælingum um hvað ég eigi að gefa ættingjum í jólagjöf. Einhver comment?

22:59 Steini tekur aftur fínan pott. 

Steini raisar, Leó kallar.

5T2 Steini bettar. leó setur 85 k betur. Steini kallar. Turn T

Báðir tékka River J Steini bettar 135 og Leó foldar. Leó með ca 900k eftir.

23:07 Headsup búið að standa í 3klst

Það eru um þrír tímar búnir af þessu heads uppi. Leó með rétt yfir 700k eftir. Það fer að styttast í að hann fari allavega allinn.

23:19 ÍSLANDSMEISTARI 2015 Aðalsteinn Pétur Karlsson

Leó bluffar og fer allur inn yfir 100k river bet á borði sem taldi QQ5A3s5 Steini snappkallar og sýnir 77 Sem er gott.

23:20 2.sætið Leó Sigurðsson.

Magnús valur Böðvarsson þakkar fyrir sig í textalýsingunni. Veriði sæl.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *