Bein textalýsing frá Íslandsmótinu í Pot limit Omaha 2017

14Jan

Góðan daginn, Maggi Bö heilsar hér eftir stutta stund hefst íslandsmótið í PLO2017.

16:00 Mótið rétt um það að hefjast

Ennþá ekki eru allir komnir en eins og staðan er er borðaskipan svona

Borð 1.

 1. Guðmundur Auðun Gunnarsson
 2. Þröstur Ólafsson
 3. Einar Einarsson
 4. Friðrik Guðmundsson
 5. Andri Þór Sigþórsson
 6. Hafþór Sigmundsson

Borð 2.

 1. Már
 2. Jóhann Klemenz
 3. Ingvar skák
 4. Arnar Snorri
 5.  Guðgeir Hans

Borð 3

 1. Ingvar Ingvarsson
 2. Rúnar Rúnarsson
 3. Eydís  Björgvinsdóttir
 4. Haukur Már Böðvarsson
 5. Stefán Kristjánsson

Borð 4

 1. Arnór Freyr
 2. Ómar Guðbrandsson
 3. Sveinn Anton Jensson (Hrappur)
 4. Grímur
 5. Anika Mai

16:14 Arnar Snorri tekur góðan pott

Ég kom að borði á river sem taldi meðal annars 9, 10 og gosa ásamt tveim hundum. Allir spilarar tékkuðu þegar gosinn féll á endastrætinu. Hrappur og Ingvar tékkuðu báðir ásamt Arnari Snorra sem sýndi 9 sett sem var gott. Góður pottur um 15k.

Byrjunarstakkur er 40k level 100/200

16:20 Haukur hetjukallar

Ég kom að borði þar sem Haukur zickread hetjukallaði Grím á endastræti. Grímur veðjaði 6100 á river og Haukur kallaði. Haukur var með tvö pör eða þrjú meira að segja gegn AKQJ sem var highcard. Á borði var 10 7 6 3 2  Haukur var með 6738

16:35 Þröstur með fernu og fær hámarks gildi

Ég kem að borði sem las 2 , 3 , J  í regnboga. Guðmundur Auðun veðjaði út og Þröstur og Friðrik kölluðu. Turn kom 6í tígli og því litadráttur kominn í spilið. Afutr veðjar Guðmundur Auðun út, nú um 3k. Þröstur kallaði en Friðrik lagði. River kom svo 2. Gummi passaði í þetta skiptið og Þröstur setti út 11k. Gummi tankaði í góða stund og fannst ekkert meika sens og endaði á að kallar. Þröstur var með 22 á hönd og því fernu. Gummi sagði þá já þetta meikar reyndar sens. Góður pottur fyrir Þröstinn.

16:40 Guðgeir ekki lengi að bíta rykið

Guðgeir Hans er fyrsti maður út í dag. Ég sá því miður ekki hvað gerðist en hann var víst með AAxx preflop. Jóhann Klemenz tók hann út

16:43 Borð fjögur komið af stað, tveir íslandsmeistar á sama borðið

Stjörnuparið og íslandsmeistaraparið í Omaha Ómar Luffi Guðbrandsson og Anika Mai eru saman á borði. Arnór Freyr kom einnig inn og Hrappur og Grímur fór einnig inná borðið. ennþá er laust í mótið.

16:51 Pedro flassari sýgur Haffa út

Ég kem að borði sem telur Q88 Einar Einarss sem er með cardprotectorinn Pedro pedobear flassara veðjaði út. Hafþór Sigmundsson fer allur inn fyrir um 30k. Einar hugsar sig lengi um en þeir voru með nánast jafn mikið. Einar tankar heillengi og endar með að segja jæja ´g kom mér í þessa stöðu og kallar.

Einar er með AKQ5 gegn 4568 hjá Haffa. Drottning eða einhver funky draw gætu bjargað Einari og auðvita datt drottningin á turn og Haffi nær ekki að fylla uppí húsið og hærri þrenna hjá Einari. Haffi út

17:03 Nör the mör með í vör dansar til sín potti gegn Balletdansmeynni

Arnór Freyr var að taka ágætis pott gegn Aniku Mai en borð sem las 5, 6, 10 með tveim hjörtum í. Anika veðjaði og Arnór pottaði. Anika tankaði sig um í dágóða stund og endar með að folda setti. Arnór var með hærra sett og Hrappur sem var ekki með í pottinum hefði floppað þriðja settinu.

17:08 Another one bites the dust. Litur gegn lit

Þröstur er á eldi þessa stund. Var akkurat að koma að borði þar sem Friðrik hafði verið allinn eftri veðmál frá Þresti sem kallaði. Borðið var allt komið en Friðrik hafði hitt hlaupandi lit með 89 í hjarta ásamt KQ  sem var tvö pör einnig. Þröstur var með hærri hlaupandi lit með Gosa 6 í hjartan en hann var líka með hærri tvö pör þar sem hann var einnig með ás og gosa sem voru bæði í borði einnig.

17:13 Hnetur móti hnetum með svakalegt draw fyrir húsi. 

Ég kom að þriggja manna kapphlaupi. Borðið las Q 6 7   9  þar sem Már hafði veðjað, Ingvar skák farið allur inn Árni sem kom inní mótið áðan foldaði og Már kallaði. Már var með 8 10 x x  gegn 8 10 QQ hjá Ingvari. Borðið þurfti nú að parast á endastræti til þess að Ingvar mundi vinna en endastrætið var algjör hundur sem gerði ekkert og því skiptu þeir pottinum á milli sín.

17:22 Nokkrir nýjir inn á seinasta hálftíma

Inga poko, Árni kærasti hennar, Þorgeir og Sigurjón Kevinsson hverfis eru komnir inn. Þorgeir var að taka góðan pott með hús á móti lit gegn Ingvari skák.

17:28 SJÚKUR cooler. Sjúkilestur út. 

Haukur var að detta út á móti Stefáni Kristjánssyni stórmeistara í skák en borðið var ansi áhugavert. Haukur var með Kóngasett með K high flushdraw í tígli á turn á móti sexu setti með Ás high flushdraw í tígli þrátt fyrir blocker þá datt tígull og Haukur er því út.

17:34 Borðaskipan sem stendur

Borð 1, Guðmundur Auðun, Þröstur, Einar Einarss, Andri Már og Inga poko.

Borð 2, Már, Árni, Jóhann Klemenz, Ingvar skák, Arnar Snorri og Þorgeir

Borð 3, Ingvar Ingvarss, Diddi, Eydís, Rúnar flugmaður, Brynjar Bjarkason og Stefán Kristjánsson

Borð 4, Arnór Freyr, Luffi, Hrappur, Grímur og Anika

17:44 Stærstu stackar ish

Þröstur 100k

Stefán Kristjánsson 100k

Einar Einarsson 80k

Már 80k

menn hafa ennþá 30 mín til að koma sér á svæðið og koma inní mótið.

17:57 Klemzis tekur risa pott af Árna

Ég sá ekki actionið en floppið hafði allavega verið KKJ og Klemmi hafði endurhækkað riverið þar sem tveir hundar létu sjá sig á turn og river. Klemmi var auðvita í góðum fíling með KJ fyrir floppuðu húsi. Það var að sjálfsögðu bullandi gott enda hnetur.

18:17 Inga poko tekur spilarara út. 

Inga poko var að taka Andra Þór út en hann var orðinn verulega lítill, Ekkert spes við höndina

Þá er Klemmi að bæta ágætlega við sig. Borð 4 er dauðara en sóknarleikur Swansea enda ekkert búið að gerast á því borði

18:23 Skák og mát

Ingvar skák er allur, það var Þorgeir sem sá um endalok kóngsins í þetta skiptið. Sá það því miður ekki.

18:24 Arnór er svaka spaði

Ég kom að borði sem innihélt 4 spaða ás high. Hrappur hafði veðjað 5500, Grímur kallaði, Arnór hækkaði í 17k báðir spilarar folda, Grímur sýndi AA fyrir ása sett. Arnór sagði að þetta hefði verið gott fold.

18:26 Gunnar tvöfaldar sig í gegnum Einar

Sá ekki höndina en það var víst allin pre, AAxx gegn KKxx Báðir hittu flush og Gunnar sem var að koma inní mótið rétt áðan tvöfaldar sig.

18:33 Nör the mör gerir Hrappinn gjaldþrota

Arnór Freyr var að taka Hrappinn út með hnetu röð gegn setti og open ended. Arnór kominn með fínan stafla

18:34 Drottningin umkringd kóngum

Drottningin Eydís var að taka fínan pott með KKJ10 og hitti sett þar að auki gegn Stebba sem foldaði turn. Fínn pottur samt

18:37 Diddi hverfur

Diddi hverfis var rétt í þessu að detta út. Hann var allur inn preflop með 77810 gegn AQJ3, borðið hjálpaði Didda ekki neitt enda ás og þristur í borði, hann náði hvorki að hlaupa í röð né hitta 7. Diddi er horfinn.

18:42 Stórmeistarinn tvöfaldar sig

Stórmeistarinn í skák Stefán Kristjánsson einnig þekktur sem Storkdelamork í gamla daga var að taka risa tvöföldun þegar hann húsaði sig gegn Eydísi sem hafði lit. Stebbi orðinn frekar stór núna en hann er einn af okkar gamalreyndu omaha spilari.

18:47 Rússibanareið á Pedro. 

Flassarinn Pedro einnig þekktur sem cardprotector hjá Einari Einarss hefur verið í mikilli rússibanareið eftir að hafa verið með 80k áðan var hann dottinn niður í um 20 en var að tvöfalda sig í gegnum Þröst, allinn pre, Þröstur hitti röð á turn en Einar riveraði lit.

18:52 Anika og Þorgeir fallin út.

Anika var tekin út af Grím á borði 4 og Þorgeir var nýjasta fórnarlamb Jóhanns Klemenz þar sem Klemmi hitti hærri röð en Toggi. Búið er að sameina borðin og eru aðeins 3 borð eftir 17 spilarar. Hornfirðingurinn Klemmi virðist með nokkuð góða forystu um 170k í stafla

19:02 Már eykur gjaldeyrisforðann

Ég kom að borði sem las 5 5 2 5 10  Már hafði veðjað 15k á river og Arnar Snorri fór djúpt í tankinn. Hann endaði á að kalla. Ekki nóg með að Már hafi verið með fimmuna þá var hann líka með Ása. Gat ekki verið meira öruggt hjá Má sem tók góðan pott.

19:08 Drottningin tekur góðan pott af Darú

Ég kom að borði sem taldi 3, 4, 5, 6, Q, Dabbi hafði veðjað alla leið og veðjaði líka river. Dabbi var með 24 x x í höndinni fyrir röð en Eydís með 6 7 fyrir hærri röð. Ath hún hitti röðina á river.

19:21 Einar “pedro” Einarss er út

Einar datt út eftir að hafa farið allur inn á floppi gegn Ingu poko sem var með sett gegn yfirpari.

19:22 Stærsti pottur kvöldsins 3 way allin

Már hafði hækkað fyrir floppið, Árni fór allur inn. Arnór Freyr pottaði 16k, Már kallaði. Borðið kom 7 8 9. Arnór setti 20k út, Már fór allur inn, Arnór bölvaði en endaði á að kalla 34k betur. Arnór var með AA98  Már var með KQJ10 en Árni var drawing dead og því út. Engin 9 eða 8 kom á river.

19:25 Matarbreak. Næsta level er 800/1600 avg stafli 74k.

Þrír stærstu stakkarnir eru

Klemmi 170 – ish

Már – 160 ish

Rúnar 120 ish

Þeir eru núna allir á sama borðinu.

Þeir sem eftir eru

Borð 1

Gummi Auðun, Þröstur, Gunnar, Luffi, Inga poko

Borð 2.

Már, Rúnar flugmaður, Klemmi, Arnar Snorri, Arnór Freyr

Borð 3.

Darú, Grímur, Eydís, Brynjar Bjarka, Stefán Kristjáns

19:58 Leikar hefjast að nýju 800/1600

20:00 Stórmeistarinn DArú aður út

Darú var að taka Stebba út. Sá ekki hvernig en hann var orðinn svo short að það skipti kannski litlu.

20:11 Omaha býður uppá kalda stokka. Drottningin út á ljótu river.

Darú hafði hækkað pre, Grímur kallaði og Eydís kallaði. Floppið kom 3, 5, 9 Dabbi setti út 13k, Grímur tankaði og foldaði Eydís fór allinn og Dabbi snappkallaði. Dabbi var með JJ 33 fyrir bottomsett, Eydís var með 55 Q 10. Turnið var blank en J á river sendi Eydísi heim. Sett vs sett vs double sett. Grímur sagðist hafa foldað yfirpari.

20:13 Má þetta?

Auðvita Má Már þetta, Már hafði floppað röð með 9 10 x x gegn Klemma sem var með KK xx en í borði var K Q J og tók hann góðan pott af Klemma sem borgaði vel.

20:21 Blindahækkun 1000/2000

20:21 Davíð platar ekki Makkarann

Davíð hafði hækkað pre og Makkarinn kallað. Davíð veðjaði alla leið þar af 18k á river með ekki neitt. Makkarinn þurfti að hugsa sig alvarlega um að kalla bara með Ásapar með tíu í kicker en endaði á að kalla. Hann var bullandi góður. Þú platar ekki Brynjar svo auðveldlga. Þetta var samt ansi dýrt fyrir hann að kalla.

20:24 AA95 vs AA94 auðvita vinnur annar höndina, Nör tvöfaldar.

Hver annar en Nör the Mör sem tók góðan pott. Báðir voru með suited AA9x nema Arnór Freyr  tekur hlaupandi lit á þetta með A9 í spaða og tvöfaldar sig í gegnum Má.

20:29 Gengisfelling Más

Már var áðan kominn með risa stafla en Omaha er afar grimmur leikur. Már var núna að tapa stórum potti á móti Klemma en báðir höfðu þeir floppað trips þristum. Klemmi var með betri kickera og húsaði sig svo þegar kóngur datt í hús. Hann kallaði samt bara riverbet frá Má. Már dottinn undir 100 en Klemmi heldur áfram að byggja.

20:33 Már Már Már Arnar Snorri

Ég var á fullu að skrifa inn færslu um seinustu pottana hjá Má. Hann er ekkert lengi að bæta upp fyrir þetta því hann var að taka Arnar Snorra út. Ég sá það ekki þar sem ég var að setja inn nýjustu færslur. Arnar Snorri var fljótur að stinga af. 12 eftir, sameining í 2 borð. Mikið action búið að vera í gangi.

20:35 Borðaskipan

Borð 1.  Guðmundur Auðun, Þröstur, Brynjar Bjarkason, Gunnar, Ómar(Luffi), Grímur

Borð 2. Már, Rúnar flugmaður, Jóhann Klemenz, Inga poko, Darú, Arnór Freyr

20:40 ROSALEG HÖND Már tvöfaldar

Ég kem að borði sem les 5 7 A 8 með tveim hjörtum í. Már bettar út, Rúnar flugmaður pottar, Inga poko tankar heillengi en ákveður svo að folda. Már fer allur inn og Rúnar kallar. Már með K9 í hjarta 64 í tígli  með röð og litadrátt, Rúnar með A8 og JJ með AJ í hjarta. Tvö pör og hærri litadrátt. Enginn ás, engin átta og ekkert hjarta lét sjá sig á endastræti heldur J sem gaf Rúnari þrjú eins en það var bara einfaldlega ekki nóg gegn 96 hans Más sem vinnur rosalegan pott. Hvað er í gangi hjá Má hann er eins og Rússibani.

20:45 Þröstur tvöfaldar

Þrösturinn var að tvöfalda sig í gegnum Blöndu ánna, Brynjar. Sá ekki höndina enda of upptekinn að setja inn höndina hjá Má og Rúnari.

20:51 Blindahækkun 1200/2400

Ennþá 12 spilarar eftir. Avg er 90 k

20:59 Rúnar og Brynjar með fína potta

Rúnar var að taka góðan pott af Má. Már bettaði 22k á river og Rúnar þurfti að hugsa sig lengi um, enda um helmingur af hans stafla hann kallaði með trips fjarka en Már var ekki með neitt nema eitt lítið par.

Þá var Brynjar að taka góðan pott í 3way action þar sem Luffi hitti top sett gegn röðinni hans Brynjars. Brynjar var sneaky og checkaði river og ætlaði að vonast til að annar hvor spilaranna mundu veðja sem þeir gerðu ekki. Samt sem áður stór pottur.

21:07 Gunnar tvöfaldar

Þröstur hafði hækkað pre, Gunnar fór allur inn og Þröstur varð að kalla. Þröstur var með 2234 gegn KK610.  Floppið var 10 3 7 turn og river blank og  Gunnar tvöfaldaði.

21:15 Darú endurskoðar trú sína á jesú

Ég kem að borði sem les 10 3 4. Klemmi hafði veðjað út og Darú farið allur inn. Dabbi var með 1010 K Q gegn K K 26

Darú með yfirburðarstöðu enda bara einn kóngur eftir í stokknum. Þá tóku menn eftir að fimma mundi gefa Klemma röð.  Hvað kemur á turn, jú auðvita fimma. Röð fyrir Klemma og Darú er dottinn út í 12.sæti sem gefur nákvæmlega 0 krónur.

21:29 Blindahækkun 1500/3000

Klemmi 214k

Arnór Freyr 150k

Már 160k

Brynjar 150k

Grímur 125k

avg er 100k

21:40 Inga poko floppar hnetum og dettur út.

Inga poko floppaði röð á móti setti og flushdrawi hjá Rúnari flugmanni. Peningarnir fara allir inn á floppi og voru þau með nákvæmlega jafn mikið í chips. Rúnar hittir flush og Inga er dottinn út.

21:41 Gummi Auðun dregur þunnt en dregur þó

Gummi Auðun var allur inn pre á móti Luffa. Luffi var með AAKK á móti J 9 8 7 hjá Gumma. Borðið las KQx sett gegn hnetuskoti. Auðvita kom tían á turn og Luffi fylti ekki upp. Gummi var orðinn verulega short en lifir þó

21:45 Þrösturinn floginn í burt

Þröstur hækkar, Brynjar endurhækkar, Luffi pottar, Þröstur kallar og er allur inn og Brynjar fer djúpt í tankinn og foldar AKJ10 double suited, Luffi er með AA72 no suit og Þröstur með KK 10 5 hjarta suit.  Floppið kemur  6 2 9 5 Q og Þröstur er út. Á sama tíma tvöfaldar Gunnar sig í gegnum Klemma en það var ekki það mikið fyrir Klemma

22:00 Luffi kominn á run. Blindahækkun 2000/4000 

Uppáhalds dealerinn hans Luffa er byrjuð að gefa og þá fer Luffi að hlaupa. Luffi sem átti 8k eftir fyrir svona 2 tímum er kominn hátt í 200k og mest megnis eftir að Silla fór að deala á borði 1. Tilviljun, Mögulega.

22:10 Gummi tvöfaldar á endastræti

Luffi hækkaði á hnappnum, Gummi fór allur inn með QQJ9 á mót AJ  í tígli 48.   Borðið rann 8A9 K Q á river sem gaf Gumma tvöföldun.

22:12 Luffi: Ég var að starta einhverju rosalegu comebacki hjá Gumma.

Gummi var að taka pott á móti Brynjari en Gummi var með fullt hús. “Það er ekkert íslandsmót í Omaha nema Gummi sé í öðru sæti” sagði Luffi en Gummi hefur tvisvar verið í öðru sæti í mótinu, hann tapaði einmitt annað árið á móti Luffa, árið eftir tapaði hann á móti Aniku kærustu Luffa. Tilt

j a k k 7 3 tiglar

22:15 ÞEIGIÐU RUGLUÐ hönd!!!!  þvílíkur Cooler. 

Ég kom að borði sem les J A K K og rosalegur peningur kominn í pottinn. River kom 7 í tígli sem gat gefið Flush. Rúnar fór allur inn 95,5k og Arnór Freyr snappkallaði með AAxx. Hvað var Rúnar með jú KK fyrir quads, hann hitti one outer á turn. . Rúnar orðinn risastór, Arnór átti bara 20k eftir og dobblaði sig upp í næstu hönd gegn Rúnari þegar hann hitti gutshot á river gegn AAxx hjá Rúnari.

22:17 Luffi heldur áframað hlaupa

Luffi var að taka Grím út, Luffi floppaði röð með xx78 gegn KKxx hjá Grím. Floppið hafði verið 569. Átta spilarar eftir.

22:26 Ekki dagurinn fyrir Nörinn

Gunnar var að taka Arnór út, peningarnir fóru allir inn pre. Arnór með A Q J 7 gegn A Q 9 9. Borðið kom A 10 4. Split eins og staðan var þar, 9 á turn var hinsvegar nóg til að fella Arnór sem náði ekki að hitta röð á river.

A Q 99 vs A Q J 7

22:30 Lokaborðsbubbla í gangi 3000/6000 avg stakk 160k

Stór hönd á milli Rúnars og Gumma. Borðið var A2546 Rúnar fór allur inná Gumma sem átti miklu minna. Gummi kallar og þeir choppa báðir með röð 35 og 5534 hjá Gumma. Gummi freerollaði, var með röð og sett á turni.

22:56 Allin og kall, tvöföldun hjá Gunnari. 

Már pottar pre, Gunnar repottar og Már kallar. Gunnar fer strax allur inn á floppið sem les J 9 5. Már fer í tankinn og kallar. AA66 gegn  KQ86 hjá Má. Double gutter 7 eða 10. Q á turn. 3 á river og Gunnar tvöfaldar.

23:03 Tvær tvöfaldanir.

Már raisar og Gunnar repottar. Már kallar. Floppið kemur 3 5 6 rainbow.  Gunnar setur Má allan inn sem kallar. 456A hjá Má gegn AKK7 hjá Gunnari. Turn J og River ás. Már tvöfaldar.

Á hinu borðinu var Gummi Auðun allur inn enn einu sinni gegn Luffa. Gummi Auðun var með top sett KK gegn wrapdrawi hjá Luffa sem átti mörg outs en náði ekki að tengjast, sá ekki borðið almennilega. Luffi að tvöfalda Gumma í þriðja sinn á stuttum tíma. Lokaborðs bubblan ætlar að taka langan tíma. Eftir að lokaborð verður komið fer bubblan í gang en 5 sæti eru borguð.

23;15 Lokaborð klárt. Gunnar út 7. Bubblan að fara í gang. 

Gunnar var allur inn og bæði Már og Klemenz kölluðu. Borðið var 8 J Q tveir tíglar og turn og river algjört blank. Már tók pottinn með 8910 7 með röð, Gunnar var afar óheppinn enda með endalaus outs með AK í tígli og QJ.

23;25 Lokaborð að hefjast

Ómar Guðbrandsson (Luffi) 230k

Már 323k

Jóhann Klemenz 131k

Brynjar Bjarkason 165k

Rúnar Rúnarsson 95k

Guðmundur Auðun 167k

23:36 Klemmi tapar og vinnur

Klemmi byrjaði lokaborðið á að tapa stórum potti á móti Brynjari. Klemmi bettaði þá stórt á river á borði sem var með AA J 2 5,  Brynjar kallaði bara með A5 sem var second nuts sem var gott. Klemmi tapaði þar með stórt. Stuttu seinna var fjölskyldupottur í gangi og borð sem las 10 6 7 allir tékkuðu til Más á hnappnum sem setti 20k út. Luffi kallaði. Klemmi fór allur inn 55k betur. Allir folduðu. Klemmi tvöfaldaði án þess að fara í showdown.

23:48 bubblan sprungin. Loftbólustrakurinn í dag var Rúnar flugmaður. 

Rúnar haltrar inn undir byssu, Gummi kallar í litla og Már pottar í stóra. Rúnar kallar en Gummi foldar. Borðið las

462 Már lét út 51k sem var akkurat það sem Rúnar átti eftir sem tók sér smá tíma og kallaði svo. Rúnar með nánast öll lág outs í heiminum með 5677 gegn KK103  Allir 3 4 5 6 7 og 8 voru það sem Rúnari vantaði en ekkert af þessu kom aðeins 10 og 2 á turn og river.

23:55. Brynjar platar stóran pott til sín. 

Brynjar haltrar inn, Már fylgir í kjölfarið, Luffi í litla gerir það líka og Klemmi checkar. Borðið kemur 6 8 10 rainbow. Brynjar bettar nokkuð sterkt og Luffi kallar. 4 á turn gefur flushdraw líka. Brynjar veðjar stórt aftur og Luffi kallaði. A á river og Brynjar fór allur inn og Luffi foldaði. Luffi foldar setti og með flushdraw. Brynjar var að plata en hann hafði átt endalaus outs fyrir river, wrapdraw og flushdraw. Gott bluff hjá Brynjari.

00:03 Brynjar fjármagnar Klemma

Klemmi haltraði inn og Brynjar hækkaði uppí 25k. Már kallar og Klemmi kallaði. A Q 6 checkað að Brynjari sem setti 36k. Klemmi fór allur inn fyrir 120k. Brynjar foldaði. Fínn pottur fyrir Klemma.

00:08 Allt er þegar fernt er. 5.sæti Guðmundur Auðun Gunnarsson 55.000

Gummi hækkaði í co, Luffi kallaði í litla og Klemmi í stóra. Flop var 234 með tveim laufum. Báðir tékka til Gumma sem setur 45k og skilur 30k eftir. Luffi fer allur inn, Klemmi foldar og Gummi kallar. Gumm með 3457 fyrir tvö pör og gutshot. Luffi með A5 Q 10 fyrir floppaða röð. Enginn ás fyrir split, 3 eða 4 fyrir hús né 6 fyrir hærri röð fyrir Gumma og Gummi er út í fjórðu tilraun Luffa í að taka hann út. Ekkert annað sæti fyrir Gumma í þessu móti enn einu sinni, hann hefði nú þegið það. Luffi getur hinsvegar orðið íslandsmeistari í Omaha í annað skiptið.

00:11 Blindar 5000/10.000. Avg stakk 280k

Leikar nokkuð jafnir. Luffi og Klemmi með um 200k og Brynjar og Már með um 350k.

Kem að borði sem les

K 5 10 8 J  Brynjar bettar 67k á river og Már hækkar og Brynjar foldar 79 röðinni sinni. Góður pottur fyrir Má.

00:20 Tvær svipaðar hendur, einn ansi litaður og hinum hennt heim. 4.sæti Jóhann Klemenz 70.000

Klemmi limpar, Brynjar limpar, Már pottar, Klemmi pottar það og Már fer allur inn, Klemmi kallar. Klemmi með AK42 tvö hjörtu. Már með AK 35 tveir spaðar. Borð.   792 4 7 fjórir spaðar og flush fyrir Már. Klemmi er út.

00:29 Már gerir strákunum tilboð, tekur svo risapott. Með yfirburðarforystu.

Brynjar limpar 10k, Már gerir strákunum tilboð sem þeir geta ekki hafnað og setur í 20k. Báðir kalla. Borðið kemur A J 10. tveir spaðar. Már setur út 20k. Luffi kallar. Brynjar setur í 85k. Már kallar. Luffi foldar, Risa pottur í gangi. Turn kemur spaða Kóngur. Már setur Brynjar allan inn. Brynjar foldar strax. Már með nánast alla spilapeningana í gangi.

00:32. Headsup framundan. 3.sætið Brynjar Bjarkason 100.000

Kem að borði sem telur

K 3 6 4  tveir tíglar tvö hjörtu. River Q Már setur Brynjar allan inn sem kallar. Már með hneturöð 5 7 x x. Brynjar muckar. Headsup framundan. Már með yfirburðarstöðu. Luffi er með 164k eða 16 bb á móti 960k.

Luffi tekur á móti veðmálum, þeir sem vilja veðja við hann um að Luffi vinnur geta sent honum skilaboð núna áður en heads up ið byrjar. 

00:46 Heads up byrjað. 

Már tekur fyrstu tvo pottana.

Luffi setur í 25k. Már kallar borðið les 7 A Q, Luffi setur 25k Már kallar, turn K báðir tékka river blank báðir tékka. Drottning hjá Má var nóg. Luffi orðinn verulega lítill.

Luffi tekur 40k af Má í næsta pott.

Luffi kallar næst, Már tékkar. A K 4 báðir tékka. A á turn. Báðir tékka. 7 river. Báðir tékka. Már hitti 4 sem var nógu gott.

Már raisar í 35k og tekur blindana. Sýndi QQJ10 double suited.

00:55 Luffi tvöfaldar. 

Luffi kallar. Már tékkar, Borðið kemur. K 8 7 tveir spaðar. Luffi setur 15k. Már Riasar í 53k. Luffi fer allur inn Már snapp kallar.  Már með 4 6 5 9 tveir spaðar á móti,   9 10 5 K tvo spaða hærra flushdraw. Turn kemur A, River 8. Luffi tvöfaldar.

 

Már limpar, Luffi hækkar í 27k, Már kallar, A 8 4 tvö hjörtu. Luffi setur 44k. Már pottar og setur Luffa allan og kallar.

00:58 2.sætið Ómar Guðbrandsson 150.000

00:58 Íslandsmeistari í PLO 2017 Már Wardum 241.000

Luffi með A K Q 9 gegn 8 8 4 3 hjá Má. Luffi að draga þunnt þarf AKQJ109 til að eiga séns á runner runner. Turn ÁS nóg outs, river 7. GAME OVER

A KQJT98765432AKQJT98765432AKQJT98765432AKQJT98765432

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *